Nafn Hljómsveitar: Megadeth
Útgefandi: Capitol Records/EMI
Meðlimir hljómsveitar á þessum tíma:
Dave Mustaine: Lead og rythm gítarleikari og söngvari
Marty Friedman: Lead, rythm og kassagítarleikari ásamt bakröddum
Nick Menza: Trommur og bakraddir
David Ellefson: Bassi og bakraddir

Spilunartími: 66 mínútur og 40 sekúndur

Inngangur
Countdown To Extinction kom upprunalega út árið 1992, 28 Apríl (ekki viss með mánaðardaginn samt) og fór beint í annað sæti listans. Það nægði þó ekki Dave Mustaine þegar hann fékk þessar fréttir sagði hann “Oh My God! Really?!?! It's number two?” En var í raun pirraður því honum langaði í fyrsta sætið en þar var Billy Ray Cyrus með diskinn sinn Achy Breaky Heart.
Hann hafði mjög gaman af því að gera þennan disk en hins vegar fannst honum mjör pirrandi þessir fáranlegu fundir hjá hljómsveitinni þar sem þeir settust í hring og fóru að tala um að hann væri að skaða sig og aðra og ætti kannski að leyfa hinum að taka ákvarðinar fyrir hljómsveitina. En burtséð frá því var þetta allt frábært og hann hlær en að því þegar þeir settu sig í hlutverk dómsins í Captive Honour og Nick hrópaði “I ain't got a life!” Þetta finnst Dave Mustaine vera þeirra besta plata (geisladiskur whatever) og telur að eina leiðinn til að bæta hana hafi einmitt verið að remastera hana. Remastered útgáfan kom út árið 2004.

Gagnrýnin

Lag 1. Skin O' My Teeth. Tónlist og Texti: Dave Mustaine 3:15

Þegar ég heyrði þetta lag fyrst vissi ég strax að sá diskur sem byrjaði á þessu lagi hlyti að vera góður!
Þetta lag er besta lagið á disknum ásamt Sweating Bullets og Crown Of Worms en held samt að ég hallist meira að Skin O' My Teeth en hinum.
Það er ótrúlegt hvernig Dave tekst að gera svona happy ganginn í laginu sem er þó þungt og fjallar um svona ógleðilega hluti.
Þetta lag fjallar nefnilega um Dave Mustaine að reyna að drepa sig með ýmsum aðferðum og að lokum tekst það hjá honum, vonandi mun hann þó aldrei gera það í alvörunni þar sem þessi maður er Guð og átrúnaðargoðið mitt.
Lagið byrjar á ótrúlega flottum trommum og ekki er gítarinn sem tekur svo við verri.
Koma svo öll hljóðfærin og söngurinn inn í lagið á sama tíma og paradísin hefst.
Það besta við lagið er eins og í mörgum öðrum Megadeth lögum sólóið en fyrir utan það er það sennilega viðlagið þó mig langi líka að segja þessi örstutti trommukafli í byrjuninni.
Þetta er með betri Megadeth lögum og ég mæli eindregið með að meira segja þó að maður fíli ekki Megadeth ætti maður að ná sér í þetta lag einhvern veginn því þetta er ekkert það þungt lag og fólk sem annars líkar illa við Megadeth ætti alveg að geta hlustað á það.

Flottasta lína í laginu: “I need a ride to the mourge, thats what 911 is for”
Fjöldi sólóa í laginu: 1 frá Marty

Lag 2. Symphony of Destruction Tónlist og texti: Dave Mustaine 4:06

Þetta lag er annað lagið sem ég heyrði af disknum og eftir að hafa heyrt þetta og Skin O' My Teeth var bara tímaspurnsmál hvenær maður færi út í búð að kaupa elskuna.
Lagið byrjar á stuttum sinfoníu parti og svo tekur sjálft lagið við.
Þetta er stór breyting á eftir Skin O' My Teeth þar sem þetta lag er þungt og það er eitthvað sérstakt við þetta lag sem gerir það mjög dimmt finnst mér.
En þrátt fyrir dimmu sína er þetta mjög gott lag og rosalega einfalt í þokkabót fyrir þá sem vilja læra eitthvað með Megadeth en hafa ekki hraðann sem þarf.
Viðlagið stendur algjörlega upp úr laginu með þessa grípandi gítarlínu undir og æðislegan söng meistara Dave's ofan á ásamt hinum hljóðfærunum.
Þetta lag fjallar um það svo að maður vitni beint í Dave Mustaine : Að þú takir persónu, týpískan stereótýpu hálfvita og gefir honum sturtu og rakar hann, hendir honum í apajakkaföt og hann getur ráðið landinu, ég meina það er api sem stýrir núna meðan við tölum! Það er um að fólkið sé leitt í eigin glötun af leiðtoga sem er bara dúkka. Meirihlutinn af leiðtogum okkar bandaríkjamanna sem hafa ekki endað með kúlu í höfðinu hafa verið dúkkur.

Flottasta lína í laginu: Viðlagið, get ekki tekið ákveðna línu úr því.
Fjöldi sólóa: 1 frá Friedman



Lag 3. Architecture of Aggression Tónlist: Dave Mustaine og David Ellefson, Texti: Dave Mustaine 3:39
Lagið byrjar á bæði sinfóníu leik og stríði og sá partur endar með einhverju sem hljómar eins og flugskeyti í lofti og stekkur yfir í þungt og grípandi lag.
Margir sem ég þekki finnst þetta vera lélegt lag en ég skil ekkert í þeim og finnst þetta bara frábært lag!
Það fjallar um þegar gerðar eru innrásir inn í lönd til að yfirtaka þau.
Mér finnst textinn í þessu lagi alveg æðislegur og sérstaklega þá í viðlaginu.
Það endar svo á hermanni að tala í talstöð um flugskeyti á leiðinni og þagnar smám saman út og næsta lag sem er vægast sagt allt öðruvísi.
Besti parturinn mundi vera annaðhvort seinna sólóið hans Friedmans rétt á eftir fyrsta talkaflanum eða viðlagið.

Flottasta lína: Annaðhvort “Great nations buil from the bones of the dead” eða “To eliminate your enemy, hit them in their sleep”
Fjöldi sólóa: 2 Frá Friedman

Lag 4. Foreclosure of a Dream Tónlist: Dave Mustaine, Texti: Dave Mustaine og David Ellefson, 4:22
Þetta lag byrjar á rólegum kassagítar og fer svo út í sjálft lagið með lead línu.
Lagið helst rólegt mest allan tíman nema í viðlaginu og sólóunum.
Það flottasta í laginu er söngurinn í venjulega versinu, hann er frábær og mér finnst Dave Mustaine vera góður söngvari sama hvað sumir segja.
Ég er ekki alveg viss um hvað það fjallar um en greinilega um einhverja uppbyggingu og svoleiðis heit en eins og sagt er í laginu gleymist sjónarmiðið í eltingaleiknum og allt fer í leiðindi, bóndalönd og náttúran eru skemmd og verksmiðjum er troðið út um allt.
Hinsvegar finnst mér talparturinn draga það dálítið niður.

Flottasta lína: “Rise so high, yet so far to fall”
Fjöldi sólóa: 2
Friedman: 1
Mustaine: 1 (loksins)

Lag 5. Sweating Bullets Tónlist og texti: Dave Mustaine, 5:27
Sweating Bullets er með Skin O' My Teeth og Crown Of Worms besta lagið á þessum disk og hafa mér fundist þessi lög standa upp úr mest allan tíman sem ég hef átt þennan disk.
Á remastered útgáfunni er introið lengt og mér finnst það miklu, miklu flottara svona þó að breytingin sé kannski ekki það mikil.
Þetta lag er augljóslega um geðklofa þar sem að annar persónuleikinn er mjög illur og meira að segja morðingji.
Allt í þessu lagi er flott og það er ekkert sem dregur það niður.
Það flottasta við lagið er sennilega brúin rétt fyrir seinasta versið (rétt áður en hann segir sweating nokkrum sinnum) sem mér finnst vægast sagt mögnuð með hljóðbútunum af geðveikum manninum ofan á eða æðislega sólóið hans Dave Mustaine.
Mörgum finnst hann syngja mjög furðulega en mér finnst hann alltaf syngja flott…nema þegar hann syngur á frönsku eins og í Tout Le Monde.
Textinn í þessu lagi er sá flottasti á disknum ásamt Countdown to Extinction og mér finnst bara hver einasta lína snilld.
Því má líka bæta við að myndbandið við þetta lag er algjör snilld!

Flottasta lína: Allur textinn bara! Alveg ótrúlegur!
Fjöldi sólóa: 1 frá Mustaine


Lag 6. This Was My Life Tónlist og Texti: Dave Mustaine 3:43
Byrjar á dálítið pirrandi smám saman hækkandi hljóði og þegar hljóðið nær hámarki byrjar svo lagið.
Þetta lag finnst mér ekki vera jafn gott og lögin fimm á undan né lagið beint á eftir og finnst mér viðlagið eiginlega bara leiðinlegt (Það er að segja Hey! This was my life en ekki Lying on your bed parturinn) en hitt er flott, bara ekki jafn flott og hin lögin á undan.
Sumir halda að þetta lag sé um ástarsamband en ég er í hinum hópnum sem heldur að þetta sé lag um það að Dave er pirraður í Metallica.
“It was just another day, it was just another fight” Túlka margir sem að hann hafi verið búin að rífast við þá en bjóst ekki við að þetta myndi fara svona illa.
“This was my life! This was my fate!” Það var hann sem átti að njóta velferðar í tónlistarbransanum og það voru hans örlög ekki þeirra.
En það gæti vel verið um eitthvað allt annað.
Þetta er veikasti punkturinn á disknum.

Flottasta lína: “In our life there is ”if“, in our beliefs there is ”lie“, in our business there is ”sin“, in our bodies there is ”die!“
Fjöldi sólóa: 1 frá Mustaine

Lag 7. Countdown To Extinction Tónlist: Mustaine og Friedman, Texti: Mustaine, Menza og Ellefson. 3:43
Nú erum við komnir að titillagi plötunnar og eins og á flestum ef ekki öllum Megadeth diskum sem hafa titillag þá stendur það undir þeirri ábyrgð.
Þetta lag fjallar um þá hræðilegu ”íþrótt“ canned hunt…ég er ekki viss um hvernig ég á að þýða þetta, samkvæmt orðabókinni eru það niðursoðnar veiðar en ég nota frekar skemmtiveiðar.
Þetta lag vann Genesis verðlaunin, einnig þekkt sem Doris Day Tónlistar Verðlaunin, vegna þess hvað það fjallaði um.
Það byrjar mjög flott og öflugt og fer svo út í flottan bassa og trommu part þar til gítararnir koma inn í lagið aftur. Mjög flott.
Viðlagið er einfaldlega það langbesta í laginu, undirspilið er bara alveg æðislega æðislegt og söngurinn einnig!
Reyndar er sólóið sem Marty og Dave taka saman alveg ógeðslega flott en viðlagið slær það út.

Flottasta lína: Squeeze the trigger that makes you ”Man“ eða ”Silence speaks louder then words“
Fjöldi sólóa: 2
Friedman: 1
Friedman og Mustaine: 1

Lag 8. High Speed Dirt Tónlist: Dave Mustaine, Texti: Dave Mustaine og David Ellefson 4:21
Núna er komið að laginu High Speed Dirt, þetta lag byrjar á skemmtilegu gítarintrói og svo þegar söngurinn byrjar er svona næstum sama gítarlína nema bara miklu flottari og mér finnst það vera ein af flottari gítarlínum á plötunni.
Lagið fjallar um fallhlífarstökk og samdi Dave það eftir að hafa farið í fallhlífarstökk með hljómsveitnni á því tímabili þegar þeir voru að taka up Countdown To Extinction.
Lagið var bannað á ýmsum útvarps og sjónvarpsstöðvum eftir 11. September vegna texta þess.
Eftir umþað bil 1 mínútu og 20 sekúndur kemur alveg svaðalegt sóló! Það er eitt af bestu sólóunum á þessum disk ef ekki bara það besta. Seinna í laginu kemur voðalega sérstakur kassagítarpartur sem passar kannski ekki beinlínis inn í lagið en það er aukatriði því hann er flottur. Lagið endar svo á því að manneskjan sem er aðalpersónan í laginu skellur í jörðina og drepst, sumir halda reyndar að lagið fjalli um að drepa sig með því að stökkva en ég hallast frekar að fallhlífarstökkinu.

Flottasta lína: ”Shit! *Splatt*“
Fjöldi sólóa: 4
Mustaine: 2
Friedman: 2

Lag 9. Psychotron Tónlist og Texti: Dave Mustaine, Öll sóló fill: Friedman
Þetta lag byrjar á hljóði eins og í svona gamalli kvikmydasýningarvél og svo byrjar lagið í allri sinni reisn.
Mér finnst þetta lag ógeðslega flott og væri alveg til í að kynnast persónunni sem það fjallar um.
Það er nefnilega um Luther Manning einnig þekktur sem Deathlok.
Þetta er annað lagið sem að hefur innblástur eða er beint um persónu frá Marvel.
Hitt er Holy Wars…The Punishment Due, seinni parturinn í því (Byrjar á Wage the war) fjallar um hann Frank Castle einnig þekktur sem The Punisher.
Allt í þessu lagi er flott en það flottasta er viðlagið og sólófillin hans Marty's, hann er algjör snilli í að semja sólófills (og náttúrulega sóló). Reyndar er líka einn partur úr laginu sem stendur upp úr og það eru trommurnar.
Ég veit ekki alveg hvað það er en það er eitthvað við trommurnar alveg í gegnum lagið sem heillar mig.

Flottasta lína: ”Maybe not a mutant, maybe a man.“
Fjöldi sólóa: 2 ásamt helling af sóló fillum
Friedman: 1
Mustaine: 1

Lag 10. Captive Honour Tónlist: Mustaine, Friedman, Memza, Texti: Mustaine, Ellefson
Þetta lag byrjar á fallegu píanói og söngi hjá Dave Mustaine sem að gerir mig alltaf rólegan.
En þyngist svo og fer út í þenna hlutverkaleik sem gengur út á mann sem að er verið að dæma í fangelsi fyrir ”Crimes against all humanity“ og eftir þann hlutverka leik byrjar það sem mér finnst vera sjálft lagið.
Mjög flott og grípandi lag með viðlagi sem að fer beint á heilann.
Það fjallar, enn og aftur er ég ekki viss, um hvernig fangelsi eru núna.
Gítarlínan í viðlaginu og fyrsta sólóið standa upp úr laginu og einnig finnst mér hlutverkaleikurinn voðalega skemmtilegur og raddirnar allar mjög skemmtilegar og langar að vita hver er hver fyrir utan Menza svo endilega segið mér það.

Flottasta lína:”Life? What do you mean life? I ain't got a life!“ eða ”Before he got there his man-pussy was sold“
Fjöldi sólóa: 3
Mustaine: 2
Friedman: 1

Lag 11. Ashes In Your Mouth Tónlist: Allir, Texti: Mustaine
Þetta lag byrjar magnaðslega (er það orð?) flott! Alveg ótrúleg flottur allur hljóðfæraleikur í öllu laginu en af einhverjum ástæðum þá finnst mér hann Dave kallin syngja dálítið pirrandi í þessu lagi, sérstaklega í viðlaginu.
Lagið fjallar um vonlausa framtíð mannkynsins, að það muni ekki sjá fram á frið í framtíðinni heldur muni það halda áfram að berjast, og berjast, og berjast þar till allir eru á móti öllum og þá mun koma dómsdagur.
Án efa er það besta í laginu sólóin og undirspilið með þeim, þetta eru bara alveg vægast sagt klikkuð sóló!

Flottasta línan í laginu: ”If you'r fighting to live, its okay to die!“
Fjöldi sólóa: 3
Mustaine 1
Friedman 1
Mustaine & Friedman: 1

Núna erum við búin að fara í gegnum upprunalega lagalistann og þá er komið að demóunum.
Eins og á öllum Megadeth remastered diskunum er að finna hér nokkur demo lög sem eru öðruvísi hljómandi, stundum öðruvísi texti og undirspil og jafnvel bara lag sem er glænýtt eins og fyrsta aukalagið hér.

Lag 12. Crown Of Worms Tónlist: Mustaine, Texti: Dave Mustaine og Sean Harris. 3:17
Dave Mustaine er , eins og sumir kannski vita, mikill Diamondhead aðdándi og fyrir þetta lag fer hann og hittir Sean Harris (söngvara Diamondhead) og Brian Tatler (gítarleikara) og ræðir við þá um að prodúsa saman lag og jafnvel semja saman lag. Sean lét hann þá hafa krumpað blað eins og þetta væri bara eitthvað heimaverkefni eða glósur en Dave vissi að þetta var eitthvað sérstakt. Þegar hann leit síðan á textann og las yfir hann fannst honum hann ekki flæða nógu vel svo að hann ,mjög fullur af virðingu, tók í sundur textan og endurraðaði honum í það sem honum finnst núna vera geðveikur texti. Hann segjist elska líka orkuna í þessu lagi og að hún minni hann á Motörhead í sínu besta.
Og hann ýkir ekkert. Þetta lag er alveg magnað! Byrjar á yfirnáttúrulega svölu gítarriffi og svo koma hin hljóðfærin inn í og maður bara gapir. Ég er ekki viss um hvað þetta lag fjallar um en ég held að þetta sé um undirheimabarón, illan kóng, barón sem að lokum er steypt af stóli eða eitthvað í þá áttina. Það er nú reyndar aukatriði því að þetta lag er svo flott að maður pælir ekkert í því.

Flottasta lína: ”Drink as did Bacchus, rebel just like Cain"
Fjöldi sólóa: 1 frá Brian Tatler

Lag 13. Countdown To Extinction (Demo) 3:55
Hér höfum við aðra útgáfu af titillaginu sem mér finnst, og ég meina það, hundléleg en bara vegna söngsins!
Undirspilið er öðruvísi, jafnvel svalara en söngurinn er bara eins og hjá einhverjum helvítis fölskum skólakrakka! Ég geri nú meiri kröfur til meistara Dave's en bara Jón Jónssonar, strák í 8.bekk á kafi í mútum sem getur ekkert sungið.
Annars, fyrir utan þennan hrottalega lélega söng er lagið nokkuð gott.
Hann segjir sjálfur að hann hafi þarna ekki verið viss hvort hann vildi hafa lagið þungt og hart eða sorglegt og fræða fólk svo að hann eiginlega bara var í rugli með þennan söng sinn.

Fjöldi sólóa: 1 frá bæði Mustaine og Friedman

Lag 14. Symphony Of Destruction (Demo) 5:29
Þetta er langt um skárra Demo en af Countdown og er ekkert svo slæmt þó að hljóðið sé smá svona…ógeðslegt?
Eins og í Countdown To Extinction hins vegar er söngurinn hörmung og í viðlaginu sérstaklega, í byrjun viðlagsins heyrir maður nú bara ekki að þetta sé hann St.Dave, í versinu er hann ekkert það slæmur en í öllu hinu er hann skömm.
Þetta segir Dave að sé líkara tónleikaútgáfunni á Rude Awakening (hef ekki heyrt það en vona að söngurinn sé skárri :S)) nema þá var sóló frá öllum í hljómsveitinni. Einnig segir Dave að hann hafi ekki verið viss hvernig karakter hann myndi syngja og hafi veirð að sveima á milli í leit að hugmynd en að raddirnar séu miklu betri í hinni útgáfunni.

Fjöldi sólóa: 2
Mustaine: 1
Friedman: 1


Lag 15. Psychotron (Demo) 5:30
Núna erum við að tala saman! Þetta er magnaður andskoti þetta lag! Þessi útgáfa er mikið betri en hin útgáfan af laginu, meiri kraftur, flottari byrjun og allur pakkin! Og ekki hörmulegur söngur! Þó að söngurinn í viðlaginu sé kannski ekkert til að klappa fyrir. Dave Mustaine er sammála mér og finnst þessi útgáfa bæði með flottari texta og bara flottari á alla vegu, meira spennandi og sérstaklega flottara intro.

Fjöldi sólóa: 1 frá Mustaine

Nú erum við uppiskroppa með lög og þið verðið bara að bíða eftir hinum gagnrýnunum, það er að segja ef að ykkur finnst þessi góð.

Lokaorð
Countdown to Extinction er alveg æðislegur diskur sem er skyldueign fyrir Megadeth aðdáenda og bara metalhausa almennt!
Ég mæli með því að þið stökkvið niður í Skífu og kaupið hann á þær skitnu 1.700 krónur sem hann kostar þar (gætu verið 2.700) eða til Valda ef hann á hann (hef aldrei komið þangað).
Lifið Heil
HerraFullkominn