Rammstein hætta við í London Hætt var við tónleika hljómsveitarinnar Rammstein, sem halda átti 10. júní síðastliðinn í London. Bæði tónleikahaldari og meðlimir sveitarinnar benda hvor á annan og segja sökina ekki sína. Sveitin ákvað að spila ekki þar sem þeir máttu ekki nota allan þann búnað til að skreyta sýnunguna sína með. Eftir sátu um 2000 aðdáendur sveitarinnar sem voru mjög svekktir að vanda. Rammstein hafa beðist afsökunar á þessu og lofa því að spila seinna á árinu í staðinn. Ég ætla rétt að vona að það verði ekki svipuð vandræði hérna heima á föstudaginn (og laugardaginn) þegar sveitin á að stíga á stokk. Það væri kannski gott hjá tónleikahöldurum að athuga öll sín mál áður en vikan er liðin.