Lamb Of God - New American Gospel Ég var að komast yfir disk með nýlegu bandarísku metal bandi. Á heimasíðu harðkjarna (á dordingull.com) var ég búinn að taka þetta band fyrir sem band vikunnar og er hér að þær upplýsingar sem ég var búinn að skrifa í þann dálk.

“Lamb of god telst eitt heitasta nýja metal bandið í dag. Bandið (sem er frá Richmond í Virginiu fylki í Bandaríkjunum) kom saman í núverandi form árið 1999, en meðlimir bandins hafa verið saman í mörgum böndum fram að þeim degi (þar á meðal bandið Burn the Priest ofl.).

Lamb of god er eitt mest download-aða metal band af mp3.com heimasíðunni, með meira en 100.000 (það er hundraðþúsund) download. Nýlega gaf bandið út diskinn ”New American Gospel“ hjá Prosthetic Records útgáfunni og hefur fengið góða dóma, þar og meðal 4/5 í Kerrang og 9/10 í Metal Hammer. Það mun ekki koma mér á óvart að þetta band verði enn eitt æðið í bandaríkjunum. Hljómsveitin hefur spilað með Cannibal Corpse, Dimmu Borgir, og The Haunted, og stefnir bandið til evrópu í Maí mánuði.”

Heimasíða sveitarinnar er:
http://www.lamb-of-god.com/

Endilega tékkið á þessu bandi.

Hljóðdæmi er að finna á harðkjarnavefnum:
http://www.dordingull.com/hardkjarni/hljomsveitvikunnar/lambofgod/index.html


valli