Thought Industry Það er alltaf eitt og eitt band sem, þrátt fyrir frábæra dóma, nær aldrei að slá almennilega í gegn en á þó dyggan aðdáendahóp um víða veröld. Þessi bönd eru að hita upp hér og þar en headline-a yfirleitt aldrei nema þá í sínum heimabæjum. Oft eru þetta alveg stórkostleg bönd sem eru þó það sér á báti að þau höfða ekki endilega til allra innan þess geira tónlistar. Þeir aðdáendur sem þeir ná á sitt band eru þó þeirra að eilífu.
Thought Industry er ótrúlega gott dæmi um svona band. Þeir eru frá Kalamazoo í Michigan fylgi Bandaríkjanna og spila svona þróað rokk/metal í anda Rush og Yes en þó miklu meira metal-slegið. Þeir myndu sjálfsagt flokkast undir einhverskonar progressive metal, með svona artí ívafi (það að þeir skuli hafa málverk eftir Salvador Dali framan á fyrstu tveimur diskunum sínum segir annsi mikið um tónlist hljómsveitarinnar) . Árið 1989 gerði bandið 5 laga demó teip sem þeir seldu á tónleikum, og eftir eina tónleika mætti áhorfandi baksviðs hjá þeim eftir tónleikana og vildi endilega fá eintak af demó-teipinu þeirra. Þessi maður heitir Jason Newsted, betur þekktur sem fyrrverandi (og þáverandi) bassaleikari hljómsveitarinnar Metallica. Hann sagðist bókstaflega hafa elskað þessa tónleika og hann kom þeim samstundis á samning hjá Metal Blade Records.
Í júlí mánuði 1992 kom út fyrsta plata þeirra félaga og heitir hún “Songs for Insects”. Í umsögn um þá plötu í ágústblaði Guitarworld 1992 var meðal annars sagt: “Connoisseurs of death-defying speed and syncopation taken to extremely intricate levels will marvel at guitarists Christopher Lee and Paul Enzio’s chaotic assortment of notes, chords, solos, and just about anything else they can rifle off their fretless instruments.” og “1992's Songs For Insects, a brave and unflinchingly creative work that remains one of the most complex albums ever written”. “Songs for Insects” er mjög spes plata í mínum huga og hefur að geyma eitt flottasta og ljóðrænasta progressive metal lag sem ég hef heyrt, “The Chalice Vermillion”. Hrá en jafnframt mjög þétt og innihaldsmikil plata.
Rúmu ári síðar, í október 1993 kom út besta plata þeirra að mínu mati (og ein af mínum top 5 plötum), “Mods Carve The Pig”. Sú plata er öllu frábrugðin þeirri fyrstu, en inniheldur þó helstu einkenni bandsins, bandalausa gítara (!), og ljóðrænar pælingar Brent Oberlins söngvara. Sándið er orðið miklu betra og sumir hafa jafnvel haldið því fram að sándið á þessum disk hafi verið nokkrum árum á undan sinni samtíð, en það minnir dálítið á Deftones og Korn sándið þó tónlistin eigi voða lítið skylt við þau bönd. Þessi plata er í heild sinni alveg frábær í alla staði og ég mæli með henni fyrir alla þá sem vilja þróaða metalinn sinn með óhefðbundnu sniði. Þó er ekkert hlaupið að þvi að melta “Mods..” því eins og
einn greinarhöfundur orðaði það “It may well be the strangest, least accessible album ever made with conventional musical
instruments and Western tonal systems”.
Thought Industry gáfu ekki út sína þriðju plötu fyrr en ‘96 og ber hún nafnið “Outer Space is just a martini away” (snilldarnafn!). Á þeirri plötu hafa þeir heldur dregið úr metalnum og stokkið yfir á einhverja eyðieyju í tónlistarheiminum þar sem enginn hefur kannað áður. Platan er ótrúlega skrítin og hreint út sagt óhugnaleg á köflum. Þetta er að vissu leyti óljós “concept” plata og má segja að tónlistin sé bók sem bíður eftir að vera skrifuð. Öll eiga þó lögin það sameiginleg að vera mjög einlæg og platan nær einhvernveginn að halda þéttleika sínum þrátt fyrir að þeysast á milli þess að vera bara skrýtin rokkplata, og rokk-ópera hins geðsjúka manns. Allt í allt er þetta frábær plata, melódísk, skrýtin, ljóðræn og full af taktpælingum sem fær okkur prog-rokk/metal hausa til að slefa.
Rúmu ári síðar, júní 1997, kom út plata þeirra, “Black Umbrella” og er hún eiginlega slakasta plata þeirra til þessa, þó að hún sé að mörgu leiti mjög góð. Þeir taka mikið stökk úr prog-metal rokk geiranum og yfir í svona indie/alternative pælingar. Helst finnst mér vanta upp á plötuna að hún er ekki nógu heilsteypt þrátt fyrir mjög kúl þunglyndis-drykkju-þema sem hefði mátt gera miklu meira úr. Samt grípur þessi plata mann alveg á köflum og ég skelli henni alltaf í við og við. Mæli sérstaklega með laginu “Tragic Juliet”.
Auk þessarra fjögurra platna þá gáfu þeir út rare-tracks plötu í maí 1998 sem inniheldur líve lög ásamt sjaldgæfum útgáfum og óútgefnu efni.
Thought Industry er band sem ég held að menn fíli ekki fyrr en þeir gefa sig alla fram í hlustunina sem virðist oft einkenna þá tónlist sem ég er hvað hrifnastur af. Kosturinn við það er sá að, þegar þú ert kominn inní bandið, þá færðu aldrei leið á tónlistinni þeirra því þú ert alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í tónlistinni þeirra. Þess má geta að þessi góða sveit hefur spilað með böndum eins og Dream Theater, Sepultura, Slayer og túrað með Type-o-negative, Godflesh og Helmet. Þetta er hljómsveit sem ég hvet menn til að tékka endilega betur á. www.web4insects.com

Tilvitnanir um hljómsveitina:

“Thought Industry has always been one of those bands that you either love or hate. Me, I love ’em. TI is an example of what progmetal could be - visionary, strange, unpredictable, and VERY relistenable.”
James Bickers, Tracks of Creation Des 1996.

“Brent Oberlin's stream of consciousness lyrics weave through a schizophrenic mix of metal, industrial, jazz and punk style intertwined with soft, screaming, melodic, guttural vocals”
Next level metal wire, (“Pick of the month”)

“Oberlin's lyrics are superb though, written in an open-diary stream of consciousness style that brings to mind the opium haze of drugged fairy-tale ramblings”
Michael D. Williams, Metal Maniacs, October 1994

“..these disturbed children of art rock have given metal a whole new subdivision by adding a meld of prominent elements of thrash, punk and industrial samples to their classical stew of pretentious alternative rock. And hey, it doesn’t suck!”
Guitar World, August 1992


Jói