Ósætti innan Pantera, endalok hennar og framtíðin Eins og allir við vitum öll þá hætti Pantera núna snemma á 21. öldinni og á síðasta ári var Dimebag Darrell skotinn til bana á tónleikum með hljómsveit sinni og bróður síns, Vinnie Paul, Damageplan. Í þessari grein ætla ég að reyna að útskýra, í grófum dráttum, hvernig Pantera liðaðist í sundur. Ég ætla ekki að útskýra nöfn mikið eða kynna ykkur smáatriðin svo að ef það er eitthvað sem þið viljið meiri upplýsingar um er hægt að spyrja mig eða www.google.com, www.allmusic.com eða www.metal-archives.com (sem er í raun betra). En allavega, svona einhvern veginn var þetta eftir því sem ég best veit:

Phil fór að verða mjög erfiður í umgengni vegna þess að hann var að nota svo mikið dóp svo að honum og Dime lenti oft saman þannig að þeir svona “drifted apart”. Phil fór þá í aðrar hljómsveitir og Dime og Vinnie voru svolítið ruglaðir því þeir vissu ekkert hvort Pantera væri ennþá í gangi eða hvað, því Phil vildi eiginlega bara ekkert tala um það. Svo þegar Phil fór að tala illa um þá á tónleikum sínum og í viðtölum þá sögðu þeir bara: “Ókei fuck it, gerum bara okkar eigin hluti, Pantera er hætt.” Þannig að Damageplan byrjaði. þá voru þetta svona eiginlega orðin tvö lið, annars vegar Dime og Vinnie og hins vegar Phil og Rex, en Rex var búinn að vera að spila með Phil í Down og svo var hann að pródúsera plötu með Crowbar (en aðalgaurinn í Crowbar, Kirk Windstein, var líka í Down).

Phil hefur samt sagt að Pantera hefði pottþétt komið saman aftur, jafnvel þó að það myndi taka langar tíma, hann benti t.d. á það hvað það tók langan tíma fyrir upprunalegu Black Sabbath meðlimina til að koma saman aftur. Þetta sagði hann m.a. á www.philanselmo.com:

“As the days go by I realize that I’m at war with some things inside of myself, that I don’t mind sharing with you: I always, truly always, no matter if it was my own dreams just coming to the surface, if we, just the four of us, were to sit in a room together, we’d have been laughing, crying, and laughing again. The weight of the world would be lifted off of our shoulder as we hugged each other. Play together again? I have a suspicion that our fans would demand some type of reunion. My god I thought of that so many times and because what our fans wanted, they usually got. It may have taken a little longer, but think about how long it took the original Black Sabbath to play together again!?”

Það verður þó auðvitað ekkert úr þessu því eins og allir Metal-áhugamenn og Pantera aðdáendur vita var Dimebag Darrell skotinn til bana 8. desember 2004, sem var sannkallaður sorgardagur í sögu rokksins alls (sérstaklega í ljósi þess að John Lennon var drepinn sama dag, 24 árum fyrr).

Pantera munu því aldrei spila aftur saman í sinni upprunalegu mynd en kannski verður einhvern tímann eitthvað reunion með öðrum gítarleikara seinna meir. Ef svo verður get ég ekki hugsað mér neinn betri til að fylla skóna hans Dime en Zakk Wylde því að sá maður er ekki aðeins stórkostlegur gítarleikari heldur var hann líka mjög náinn vinur Dime og myndi því vera hvað best til þess fallinn að virða minningu Dimebag Darrell.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury