Darrell Lance Abbott (Dimebag Darrell) fæddist í Dallas, Texas, USA. Faðir hans var kántrý söngvari og lagahöfundur að nafni Jerry Abott sem átti upptökuver í Pentago, Texas þar sem Darrell horfði á marga blús gítarleikara spila. Þessi ungu áhrif er hægt að finna á mörgum lögum Pantera. Hann byrjaði snemma að taka þátt í gítarkeppnum en þegar hann var orðinn 16 ára var hann bannaður frá þessum keppnum því að hann hafði unnið of oft. Það var í gegnum verðlaunin sem hann vann á þessum keppnum sem gerði honum kleift að stofna Pantera ásamt trommubróður sínum,Vinnie Paul. Hljómsveitin Pantera heppnaðist mjög vel, varð mjög vinsæl og gaf út níu plötur auk aðra. Fyrsti útgáfustjóri Pantera var faðir Darrell, Jerry Abbott. 1987 skiptu þeir um söngvara og fengu Philip Anselmo í staðinn fyrir þann gamla. Fyrst útgáfusamningurinn var við Atco fyrirtækið. Abbott kom reglulega fram í gítar tímaritum bæði í auglýsingum og lesenda könnunum þar sem hann var oft talinn inn í topp tíu metal gítarleikara. Darrell notaði eingöngu Dean og Washburn gítara á ferli sínum. Dean gítarar hafa nýlega gefið út ákveðna línu af gíturum kölluð “The Dime Tribute Line” til heiðurs Darrell. Darrell skrifaði einnig reglulega fyrir gítarblaðið Guitar World og síðan hafa öll skrif hans í tímaritið verið safnað saman í eina bók kölluð Riffer Madness. Pantera hætti árið 2003 vegna ósættis milli Darrellog Anselmo, sama ár myndiði Darrell og Vinnie hljómsveitina Damageplan.
Darrell (eða Dimebag eins og hann var byrjaður að kalla sig á þessum tíma) var myrtur á meðan hann var að spila á sviði 8. desember 2004 með Damageplan. Maður að nafni Nathan Gale, 25 ára frá Ohio laumaðist inn í þennan næturklúbb þar sem þeir voru að spila ca. kl 22:00, rétt eftir að tónleikarnir byrjuðu. Hann hljóp upp á sviðið með fullt af öryggisvörðum á eftir sér, greip Darrell og skaut hann 2 í hausinn. Darrell fékk alls í sig 5 skot af 8. 3 aðrir voru drepnir í þessari skotárás; áhorfandinn Nathan Bray, klúbbstarfsmaðurinn Erin Halk og öryggisvörður Damageplan að nafni Jeff Thompson. Trommutæknirinn John Brooks og hljómleikaferðalagsstjórinn Chris Paluska urðu fyrir meiðslum. Samkvæmt lögreglunni skaut Gale 15 skotum af byssunni sinni. Þessi skotárás gerðist á 24. ára afmæli morðsins á John Lennon en engin tengsl voru þarna á milli.