Obituary uppgjör Ég uppgötvaði Obituary kringum '95 þegar ég sá myndbandið við lagið The end complete á MTV Headbangers ball, - ég var bara svona venjulegur 16 ára metallicu gutti og varð alveg stjarfur og sór þess heit að finna þennan disk og kaupa hann. Það má eiginlega segja að Obituary hafi komið mér inn í dauðarokkið. Hljómsveitina skipuðu: John Tardy (söngur) - Trevor Perez(gítar - maðurinn er með geðveikustu bauga ever undir augunum!) - Frank Watkins (bassi) - Donald Tardy (Trommur - bróðir John) og Allen West (Gítar - spilaði áður með Six feet under). Fyrsta platan þeirra “Slowly we rot” kom út ´89 og það er eiginlega synd og skömm hvað margir hafa misst af þeirri stórgóðu plötu. Að mínu mati er samt “Cause of death”, næsta plata þeirra sem kom út 1990, algert meistarastykki - James Murphy (Testament, Disincarnate, Death) er algerlega í essinu sinu á þessum disk og sólóin hjá honum eru alveg “dauðans!”. “The End Complete” finnst mér líka alveg ótrúlega góður diskur, þó mig gruni að margir hafi saknað James Murphys en Trevor Perez sýður saman alveg ótrúlega geðveik riff satans og meikar alveg plötuna fyrir mig. Ekki spillir hvað Donald Tardy er geðsjúkur trommari. “World Demise” er mjög fínn diskur og enn aftur eru þeir með algerlega einstakt gítarsánd. Fyrsta lag plötunnar, “Don´t care” er sennilega eitt flottasta metal lag sögunnar að mínu mati. Alveg snilldardiskur! “Back from the dead” diskurinn þeirra er slakasta útgáfa þeirra félaga. Það eru bara sárafá lög sem standa útúr á þessari plötu, en þeir ná þó einum slagara “Threatening skies”. Þeir gáfu út live disk 1998 sem hét því háðsfengna nafni “Dead” og það er eiginlega fyndið að sándið á þeim disk er svo brútal að það er liggur við að það sé miklubetra heldur en á öllum stúdíódiskunum þeirra. Þarna taka þeir alla slagarana og ég hefði nagað af mér handleggina til að komast á tónleika með þessu bandi. “Dead” er alger skyldueign sem að allar góðar ömmur ættu að vera búnar að gefa barnabörnunum sínum fyrir langalangalöngu! Annars hætti þetta band fyrir ekki löngu síðan sökum þess að þeir Tardy bræður vildu fara að sinna sínum fjölskyldumálum betur. Roadrunner ákvað að sjálfsögðu að reyna að mjólka þá eins og hægt var og gaf út safnplötu nefnda “Anthology” fyrir ekki löngu síðan.
Obituary er alveg tilvalið band fyrir þá sem ekki hafa hlustað mikið á dauðarokkið til að kynnast þessarri stefnu betur og einnig fyrir þá reyndu til að njóta til botns!

Kveðjur,
Jói