Black Sabbath er líklega áhrifamesta hljómsveit þessarar aldar og er það þess virði að skrifa sögu þessarar merku hljómsveitar.

Black Sabbath
Black Sabbath hét upphaflega Earth og var stofnuð af fjórum ungum mönnum í Brimingham árið 1969, Tony Iommi gítarleikara, Geezer Butler bassaleikara, Bill Ward trommara og Ozzy Osbourne söngvara. Tony og Bill höfðu áður verið saman í hljómsveit sem hét Mytholagy og Ozzy og Geezer voru saman í hljómsveitinni Rare Breed. Báðar þessar hljómsveitir hættu vegna tónlistarlegs ágreinings og var Earth stofunð úr rústum þessara hlómsveita. Earth byrjuðu að spila blús en einn daginn kom sú hugmynd að prófa eitthvað nýtt. Á þeim tíma eða árið 1969 voru hipparnir úti um allt með þetta “Peace” og “love”, en enginn talaði um hina hliðina á lífinu, sem svo sannarlega er til. Hugmyndin að skerí tónlist kviknaði þegar Geezer var að furða sig á því að fólk borgaði slatta af peningum til að sjá hryllingsmyndir í bíó, þá sagði Tony:,, Hei, af hverju semjum við ekki skerí tónlist?”.
Á þessum tíma var til önnur hljómsveit sem hét Earth og var hún hippahljómsveit sem var að verða nokkuð þekkt, þannig að þeir félagar í þungarokkshljómsveitinni Earth áttuðu sig á því að það gengi ekki að kalla sig áfram Earth.

Fyrsta Platan
Geezer Butler hefur alltaf verið mikið fyrir bækur um galdra og drungalega hluti. Einn daginn gaf Ozzy honum bók frá 17. öld um svartagaldur sem var á latínu. Fyrstu nóttina sem Geezer hafði bókina vaknaði hann upp við eitthvað. Við endann á rúminu hans var svört vera með rauð augu. Veran byrjaði að fljúga um herbergið en fuðraði síðan upp. Geezer grunaði að þetta tengdist bókinni sem Ozzy gaf honum, þannig að hann henti bókinni út og hefur ekki séð hana síðan. En þetta var líklega eitt það mikilvægasta í ferli Black Sabbath þar sem þeir sömdu sitt fyrsta lag um þessa atburði sem gerðust aðfaranótt laugardags en laugardagur er einmitt “The Sabbath day” í gyðingatrú. Þeir ákváðu því að láta lagið heita Black Sabbath og nefndu hljómsveitina eftir því lagi. Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim. Það er mjög drungalegt og þungt. Þegar Black Sabbath byrjuðu að spila opinberlega á börum tók fólk strax eftir þeim. Fréttamenn hötuðu þá og skrifuðu slæmar greinar um þá en unglingar elskuðu þá og fjölmenntu á tónleika með þeim. Þar sem fréttamenn skrifuðu vikulega neikvæðar greinar um þá var það mjög góð auglýsing fyrir þá og unglingum fannst þeir örugglega enn betri því fullorðna fólkið hataði þá. En á þeim tíma voru hipparnir orðnir frekar gamaldags og allir orðnir leiðir á þeim, fólk vildi eitthvað nýtt, þannig að Black Sabbath komu fram á hárréttum tíma. Nú vildu Sabbath menn fara að gefa út plötu og fóru til nokkra útgáfufyrirtækja en enginn vildi taka upp efnið með þeim, aðallega út af neikvæðri umfjöllun í blöðum. Að lokum tók lítt þekkt útgáfufyrirtæki sem hét Vertigo að sér að gefa út þeirra fyrstu plötu. Black Sabbath áttu eftir að gera Vertigo heimsfrægt og hefur Vertigo séð um plötur fyrir Metallica, Motörhead og marga fleiri. Heavy metal varð til föstudaginn 13. febrúar 1970 þegar platan Black Sabbath var gefin út. Platan komst á topp 10 í Bretlandi. Það boðaði greinilega enga ógæfu að gefa plötuna út föstudaginn 13. því þetta er ein af aðal plötum Sabbath. Á þessari plöltu eru nokkur af þeirra frægustu lögum á borð við “N.I.B.”, “Wicked World”, “The Wizard” og “Black Sabbath”.

1970-1979
Eftir fyrstu plötuna fóru Sabbath menn í 3 mánaða Evrópu túr og eftir hann var strax farið að vinna að næstu plötu. Sú plata átti upphaflega að heita War Pigs, þá var Víetnam stríðið byrjað og átti titillinn að vera beint skot á stjórnmálamennina, eða “Stríðs svínin” fyrir að hafa farið í stríð. En það nafn var bannað og að lokum hét platan Paranoid, þetta átti eftir að verða frægasta platan þeirra. Þar eru meistaraverk á borð við “Iron Man”, “Faries Wear Boots”, “War Pigs” og “Paranoid”. Þessi plata hefur verið seld í mörgum milljónum eintaka og hefur verið endurútgefin þrisvar, 1980, 1985 og 1995. Árið 1971 var Black Sabbath orðið eitt vinsælasta band í heimi og þá gáfu þeir út enn eitt meistaraverkið, Master of Reality. Á þeirri plötu halda þeir áfram sínum þétta metal og eru ekki miklar breytingar í gangi hjá þeim. Á þeirri plötu eru snilldarverk eins og “Children Of The Grave”, “Into The Void” og “Embryo”. Fjórða platan þeirra kom út árið 1972 og heitir hún einfaldlega Vol. 4. Þar eru komnar breytingar, þar er komið inn píanó spil og allt dópið greinilega farið að segja til sín, þessi plata er góð en ekki frábær eins og plöturnar á undan. Árið 1973 kom hins vegar út meistaraverkið Sabbath Bloody Sabbath en margir héldu að þeir félagar færu að hætta. Sabbath Bloody Sabbath innihledur 8 meistaraverk og eru þar fremst í flokki “Spiral Architect” og “Sabbath Bloody Sabbath”. Þessi plata er ein af bestu plötum Black Sabbath og ég ráðlegg öllum að kaupa hana. Sabbath Bloody Sabbath er síðasta platan, með þessum hópi, sem er góð. Árið 1975 kom út platan Sabbotage, hún er með tveim góðum lögum, þannig að í heildina er hún ekki góð. Þannig eru líka þær tvær plötur sem komu á eftir henni, Technical Ectasy og Never Say Die. Maður heyrir vel að þarna eru þeir félagar orðnir frekar þreyttir á hver öðrum og dópneyslan farin að segja til sín. Þeir vissu að annaðhvort þurfti eitthvað mikið að breytast eða þeir mundu hætta. Árið 1979 var Ozzy Osbourne rekinn, það var ekki lengur hægt að vinna með honum. Hins vegar var það gott fyrir Ozzy að vera rekinn, því umboðsmaður hans og núverandi eiginkona hans Sharon stakk upp á því að hann mundi stofna nýtt band og það gerði hann og með hjálp 22 ára gítarsnillings, Randy Rhoads, tókst Ozzy að verða einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi. En árið 1982 dó Randy Rhoads.
1979-1992
Þegar Ozzy var rekinn kom strax annar maður í staðinn fyrir hann, Ronnie James Dio. Hann hafði áður verið í hljómsveitunum Elf og rainbow og hann sannaði svo sannarlega að hann væri ekki síðri söngvari en Ozzy. Heaven And Hell er fyrsta platan með Ronnie og það má heyra að Sabbath menn er komnir í gamla góða stuðið eins og það var 10 árum áður. Heaven And Hell er eitt af meistaraverkum Black Sabbath og er þar lagið “Neon Knights” fremst í flokki. Ronnie vann með Sabbath að einni plötu í viðbót, Mob Rules. Eftir það hætti hann. Stuttu seinna hætti Bill Ward vegna mikilla veikinda og þá ákvað Geezer að hætta líka. Tony Iommi var þá í miklum vanda, hvort átti hann að hætta, eða halda áfram með Black Sabbath. Hann fékk með sér fyrrum Deep Purple söngvara Ian Gillian að nafni til að vinna með sér að plötunni Born Again, eftir það fór Ian burt og sagði að hann passaði engan veginn inn í Sabbath. Síðan var Glenn Hughes fenginn sem söngvari og söng á einni plötu, Seventh Star. Eftir þá plötu var oft skipt um söngvara en ekkert gekk. Tony Iommi fékk þá söngvarann Tony Martin með sér. Þeir gáfu út þrjár plötur, Eternal Idol, Headless Cross og Tyr en hættu árið 1992. Þeir enduðu á því að fara í tónleikatúr um allan heim með Jethro Tull og þeir komu meira segja við á Íslandi og spiluðu í Íþróttahúsinu á Akranesi.

The Last Supper
Árið 1996 kviknaði sú hugmynd hjá Sharon Osbourne og Gloria Butler(eiginkona Geezer Butler) að upprunalegi Sabbath hópurinn kæmi saman og spilaði í heimabæ sínum Birmingham. Sú hugmynd varð hins vegar ekki að veruleika fyrr en árið 1999 þegar þeir félagar í Black Sabbath náðu loksins að hætta öllum deilum. Þeir spiluðu á tvennum tónleikum í Birmingham. Þeir tónleikar voru teknir upp á DVD og heitir sá diskur The Last Supper.