Saga Iron Maiden frá upphafi Hér kemur svo saga Iron Maiden frá upp hafi ég nennti ekki að segja frá þegar þeir voru að skipta um meðlimi því þeir voru alltaf að skipta um gítarleikara og þannig rugl en ég vona að þið hafið ánægju af því að lesa þessa grein.

Meðlimir Iron Maiden eru , Steve Harris 49 ára og spilar á bassa, Dave Murray 49 ára spilar á gítar, Adrian Smith 48 ára spilar á gítar, Janick Gers 48 ára spilar á gítar og svo loks Nicko McBrain 51 árs trommari.
En hljómsveitin hefur ekki alltaf verið með þessum meðlimum. Það voru 4 gítarleikarar, 2 trommarar, 2 söngvarar á undan þessum sem ég taldi hér upp fyrir ofan. Steve Harris stofnaði hljómsveitinna árið 1975 þegar hann var 19 ára og hefur verið í henni alveg síðan þá. Nafnið á Iron Maiden var tekið af gömlu pyntingatæki og stakk Steve upp á því.
Fyrstu lögin sem þeir sömdu voru Prowler, Invasion, og Iron Maiden. Þeir ákváðu að leygja stúdíó einn daginn og tóku þessi lög upp og sendu til fyrirtækja og vakti það nokkra atygli. Rod Smallwood tók þá við umboðsmálum þeirra og fengu þeir þá í beinu framhaldi plötusamning við EMI útgáfuna. Fyrsta plata þeirra kom svo út árið 1980 og hét hun einfaldlega Iron Maiden.Á þessum tíma var pönkið alsráðandi. Með þessari plötu var sagt að fædd væri ný stefna svokölluð NWOBHM eða New Wave Of British Heavy Metal og var metal kominn aftur á kortið.
Næsta plata þurfti að vera vel vönduð og fengu þeir Martin Birch upptökustjóra til að taka upp með þeim. Hann breytti sándinu, þétti það og pússaði til. Trommurnar voru líka áberandi framar og bassaleikur Harris naut sín betur. Hafa þeir svo verið þekktir fyrir þetta einstaka sánd sem Martin Birch bjó til . Platan kom út 1981 og hét killers, náði hun í 12 sæti á vinsældarlista Bretlands. Fylgdi mikið hljómleikaferðalag eftir þessa plötu og hafa Iron Maiden alltaf verið þekktir fyrir að vera duglegir að halda tónleika.
Næsta plata þeirra kom út 1982 og hét Number of the Beast og rauk hun í fyrsta sætið eftir að hun var gefinn út. Talið er að þessi plata hafi verið besta plata Iron Maiden. Á eftir þessari plötu kom svo Piece Of Mind og Powerslave á milli þessara ára 1982 og 1984 voru þeir búnir að halda 200 tónleika og talið er að vinsældir þeirra hafi verið mestar á þessum tíma
Tónleikarferðalagið var gríðarlegt eftir að Powerslave kom út þeir spiluðu á 300 tónleikum á 13 mánuðum. Gáfu þeir svo út live plötu og hét hun Live After Death og kom út í október 1985. En ákveðið var að fara aldrey aftur í svo stóra hljómleika ferð því þeir voru orðnir lúnir og þreyttir á hvor öðrum.
Eftir þetta gríðarlega stóra ferðalag gáfu þeir út Somewhere In Time 1986 og Seventh Son Of A Seventh Son 1988 og nutu þessar plötur gríðarlega vinsælda. Eftir þessar plötur tóku þeir sér ársfrí og fóru allir að gera eitthvað annað en að spila í hljómsveitinni. Byrjuðu þeir svo aftur 1990 og gáfu út plötuna No Prayer For The Dying en hun fékk umdeilda dóma og var sagt að væri fátt nýtt að finna á henni.1992 fóru þeir að vinna að annari plötu og var þá Steve í fyrsta sinn upptökustjóri ásamt Birch. Fékk sú plata nafnið Fear Of The Dark. Stuttu seinna kom hljómsveitinn til Íslands.
Ákváðu þeir nu að gefa út live plötu og kom síðan út í október 1993 og hét A Real Live Dead One. 1995 kom út ný plata og hét The X-Factor og átti X-ið að tákna 10, sem þetta var 10 stúdíó platan þeirra. The X-Factor fékk ekki góðar vitökur aðalega því fólki fannst eitthvað vanta. því söngvarinn gamli var hættur. En hljómleikaferðalagið tókst hinsvegar vel eftir plötuna.
Árið 1998 tóku þeir upp best of plötu og fékk hun nafnið Virtual XI og var framhald af The X-Factor. Fékk hun hræðilega dóma og héldu sumir að þetta væri endalokinn hjá Iron Maiden. Hljómleikaferðin sem fylgdi á eftir gekk öll á afturfótunum því Steave samdi ekki við þennan nýja söngvara Bayley. En stuttu eftir tilkynnti gamli söngvarin Bruce Dickinson að hann væri að koam inn í hljómsveitinna aftur og ekkert var fjallað um Bayley, bara eins og hann hefði aldrey verið til.
Kom svo út plata árið 2000 sem hét Brave New World og sögðu allir að nu væru Iron Maiden komnir aftur. Nýjasta plata þeirra kom út árið 2002 og heitir Dance of Death og er að mínu mati besta plata Iron Maiden. Um þessar mundir eru þeir í tónleikaferðalagi og koma til Íslands í 2 skiptið 7. júni og auðvitað fer maður á þessa tónleika.


p.s. það væri fint ef þið mundið benda mér á stafsetningarvillur því ég er að reyna að bæta mig í stafsetningu