Suddametalbandið Machine head eru búnir að taka upp,og eru þessa stundina að mixa sína fjórðu breiðskífu sem ber titilinn Supercharger.
Líklegasti útgáfudagur gripsins er 20 ágúst.
Búið er að velja gaur til að hanna coverið en það er maður að nafni Paul Brown sem hefur til dæmis unnið með Marlyn Manson og Poison.Tólf lög verða á plötunni en tekin voru upp fjórtán lög fyrir hana.
Pródúser plötunnar er gaur sem kallar sig Johnny K,en hann tók t.d. upp disturbed plötuna “the sickness”.
Þar sem ég er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar bind ég mikklar vonir við gripin og vonast innilega eftir einhverju í ætt við gamla efnið.Það sem þeir voru að gera á síðustu plötu höfðaði ekkert voðalega til mín en mér fannst hún samt mjög fín.
Eftirfarandi lög eiga að vera á plötuni:
Bulldozer.
American high.
Kick you when you´re down.
White knuckle blackout.
All in your head.
Ten fold.
Deafening silence.
Trephination.
Supercharger.
Crashing around you.
Nuclear religion.
Blank generation.
Á digipak útgáfu disksins er talað um að verði tvö aukalög sem heiti finger tap og rat race.
Ég er allavega orðin helvíti spenntur.