Pantera(seinni hluti) Tók mig nú saman í andlitinu og ákvað að klára greinina sem ég var byrjaður á. Rétt er það hjá fólki að alltaf er tími fyrir Pantera. Langaði bara að endurtaka það að ef þú fílar ekki Pantera að vera ekki með leiðindi hérna. Nú held ég áfram með greinina:

Eftir hinn stórkostlega disk The Great Southern Trendkill langaði Pantera að gera eitthvað fyrir aðdáendur og gáfu því út live diskinn “Live 101 Proof” og voru þar heilir tónleikar plús tvö lög sem tekin voru upp í stúdíó í maí 1997. Þetta voru lögin Where you Come From og I Can´t Hide. Það síðarnefnda var svolítið stutt að mínu mati en er rosalega gott því það minnir svolítið á fyrri daga Pantera, þá er ég að meina Cowboys From Hell dagana.

Ég ætla ekki að fara að skjóta neitt á Pantera í sambandi við live diskinn en mér fannst eins og þeir hefðu mátt spila fleiri lög af Cowboys from Hell og spila allt Domination lagið, en því var einmitt skipt í tvennt og hinn helmingurinn var lagið Hollow af Vulgar Display Of Power. Samt gaman að hlusta á hversu rosalega góður “frontman” Philip Anselmo er. Þá er ég sérstaklega að meina áður en þeir spila Suicide note pt.2 hlustiði vel á það.

Eftir Þann Disk kom svona frekar rólegt tímabil hjá þeim félögum. Þeir voru annaðhvort í fríum eða að túra þannig að ekkert nýtt heyrðist frá þeim fyrr en árið 2000 þá kom sprengjan. Diskurinn Reinventing The Steel kom út 27.mars og er hann alveg þrusu góður. Trommusándið var alveg splunkunýtt hjá honum Vinnie og var ég svolítið lengi að venjast því en alls ekkert slæmt, fremur breytt frá fyrri plötum.

Diskurinn byrjar á laginu Hellbound sem er algjör gullmoli og vá hvað þeim tekst að sameina sneriltrommuna og sönginn vel. Goddamn Electric var næsta lag á þeirri plötu og er þrusugott en þar má benda á að Kerry King sá um outroið á því, það var tekið upp baksviðs á Ozzfest hátíðinni 1999. Í laginu Yesterday Don´t Mean Shit er örugglega það allra flottasta gítarriff sem samið hefur verið af honum Dimebag. Diskurinn er stútfullur af góðum lögum og finnst mér öll lögin ógeðslega góð. Uplift hefur ekki gripið mig alveg ennþá en klikkað offbeat samt sem áður hjá snillingnum honum Vinnie.

Pantera gerðu svo myndband við lagið Revolution Is My Name sem er mjög gott. Svolítið skrýtið gerðist í kjölfar þessa disks en þeir voru sérstakir gestir í einum af Spongebob Squarepants(Svampur Sveinsson) þætti og var spilað lagið Death Rattle þar.

Eftir þetta tímabil fór Philip Anselmo að skipta sér meira af hinum hljómsveitunum sínum(sideprojectunum) En hann gerði disk með Superjoint Ritual sem heitir Use Once And Destroy og er hann alveg ágætur en þar stendur uppúr lagið F**k Your Enemy sem er frekar stutt en sýnir að Metall var engann veginn dauður. Hann túraði svo á bakvið diskinn með Superjoint Ritual og fór að tilkynna um öll Bandaríkin að Pantera væri hætt.

Það var þá sem að Dimebag og Vinnie fóru að hugsa um að stofna sína eigin hljómsveit en þeir höfðu beðið eftir símtali frá Philip í marga mánuði sem kom aldrei. Hljómsvitin Pantera var hætt. Damageplan varð til og ákváðu þeir bræður að nota gamla góða stúdíóið í Dalls Texas til að vinna í nýjum lögum. Þetta gerðist snemma árið 2003. Höfðu þeir engann bassaleikara og engann söngvara þar sem Rex fór í hljómsveitina Crowbar og plokkaði einnig bassann hjá Down.

Dimebag fékk fyrrverandi gítarleikra Halford til þess að syngja fyrir Damageplan. Sá maður ber heitið Patrick Lachman. Bob Zilla kom svo og fékk tækifæri til þess að spila á bassa með þeim. Þeir voru orðnir fjögurra manna band á ný. Þeir gáfu út diskinn New Found Power snemma árið 2004 og á honum eru mörg góð lög eins og Save me, Breathing New Life, Explode of F**k You.

Þeir túruðu bakvið þann disk og þann 8.desember gerðist hræðilegur hlutur. Dimebag Darrell Abbott var skotinn til bana á tónleikum í Alrosa Vila klúbbnum í Columbus Ohio af brjálæðingi og það kom heiminum í sjokk. Svona á ekki að gerast og ég velti því oft fyrir mér hvernig maður kemst með byssu inn á tónleika. Dimebag Darrell er goðsögn í heimi metal tónlistar og verður það um ókomin ár. Eftir Dauða Dimebags ákváðu Damageplan að hittast einhverntímann aftur og spila saman með Zack Wylde á gítar en það er óákveðið hvenær það verður.

RIP Dimebag Darrell Abbott 20.Aug 1966 - 8.Des 2004

Ef þið ætlið að skrifa álit ykkar þá bið ég ykkur um að skrifa ekki “Bíddu var þetta ekki um Pantera?” Því mig langaði aðeins að deila vitneskju minnu um Damageplan með ykkur og vona að heyra frá sem flestum. Takk fyrir mig.