Ekki veit ég hvort hafi verið hér áður gerð grein(ar) um Pantera þar sem ég er tilltölukega nýr á huga en ég ákvað bara að kýla á það. Þið sem ekki vitið neitt um Pantera og/eða fílið ekki Pantera bið ykkur um að láta vera að vera með einhver leiðindi hér.

Pantera var stofnuð árið 1983 af þeim bræðrum Dimebag Darrel Abbott og Vincent Paul Abbott. Fengu þeir til liðs við sig bassaleikarann Rex Brown og söngvara sem var kallaður T-Lee. Fyrsti diskur þeirra félaga hét Metal Magic og var hann alveg ágætur á honum voru m.a. lögin Latest lover, Metal Magic og Wodowmaker. Öll lögin á plötunni voru svona einhverskonar power metall.
Sama má segja um plötuna I am the night en hún kom út árið 1985. Eins og flestir vita voru bræðurnir Dime og Vinnie synir kántrísöngvarans Jerry Abbott og var hann því fyrsti útgefandi bræðranna.

Árið 1987 fengu þeir nýjan söngvara að nafni Philip Hansen Anselmo til liðs við sig og losuðu sig við þann gamla(veit samt ekki af hverju). Komnir með nýjann söngvara tóku þeir upp plötuna Power Metal og kom hún út árið 1988. Eftir að hafa verið hafnað 28 sinnum af hinum og þessum útgáfufyrirtækjum voru þeir þreyttir á að bíta í súra eplið en þá gerðist merkilegur hlutur. Hvirfilbylur lokaði fyrir allt flug í og úr Texas og maður að nafni Mark Ross starfsmaður hjá Atco records festist í Texas sökum þess. Hann sá Pantera spila og ekki var meira sagt Pantera voru komnir á samning hjá Atco.

Árið 1990 kom svo út diskur sem átti eftir að marka sögu tónlistar. Diskurinn bar nafnið Cowboys from hell og ekki líður dagur þar sem þessi diskur ratar ekki í geislaspilarann minn. Á honum voru lögin Cowboys from hell, Primal concrete sledge, Hersy, Cemetery gates, Domination, The sleep og The Art of shredding. Eins og Philip Anselmo sagði sjálfur frá þá fékk platan ekki góða dóma í fyrstu því að fólk hafði aldrei séð svona góða blöndu af melódískum speed metal. Pantera túruðu og túruðu og fengu tækifæri til þess að spila fyrir fjöldann allann af fólki í Rússlandi.

Tvær vikur fengu þeir í stúdíói til þess að taka upp nýjann disk og bar hann heitið Vulgar display of power. Smellirnir sem fylgdu þessum disk voru ófáir en þar má nefna Mouth for war, a new level, Fucking hostile, This love og Regular people.

Far beyond driven var diskurinn sem fékk mestu athyglina og hafnaði hann í fyrsta sæti á billboard listanum í Bandaríkjunum sem sýnir bara hversu vinsælir þeir voru orðnir. 5 minutes alone, I´m broken, Slaughtered og Strenght beyond strenght eru lög sem allir ættu að kynna sér af þeim disk. Á þessu tímabili var Philip Anselmo að stíga sín fyrstu skref inní hljómsveitina Down sem er mjög góð en engin Pantera.

The great southern trendkill er þeirra “overlooked” diskur. Þyngsti diskur þeirra félaga en mjög grípandi. Textarnir góðir, trommurnar ótrúlegar og gítarinn í guðatölu. Ef einhver er í vafa um hvort platan sé góð þá á hann að kynna sér lagið Floods en það er með bestu lögum á disknum. Vegna tímaleysis get ég ekki haldið áfram en takk fyrir mig.