Fyrst að fólk er að tala svona mikið um power metal þessa dagana, ákvað ég að skella mér í skrif á grein um mína uppáhálds power metal hljómsveit og þá sem ég hef hlustað mest og lengst á.

Blind Guardian

Saga Blind Guardian byrjaði í Þýskalandi þar sem Hansi Kürsch (söngvari BG) og André Olbrich (gítarleikari BG), hittust fyrst árið 1984. Þeir byrjuðu að spila saman í mörgum böndum með misasnaleg nöfn, svo sem: Executor, European og Zero Fault. Svo loksins komu þeir með nafn sem svona flestir sem eitthvað hafa lesið um Blind Guardian ættu að kannast við, það nafn var Lucifer’s Heritage.

Seinna meir var góður vinur André að æfa með þeim, sem gítarleikari, sá maður hét Thomen (trommari BG). En hann því miður gat ekkert á gítar, en svo komust þeir að því að hann væri andskoti góður trommari. Þeir spiluðu með mismunandi mönnum og oft bara þeir 3, þar sem Hansi spilaði einnig á bassa, með söngnum þá. Fyrsti diskurinn sem þeir tóku upp var “Symphonies of Doom”, sem innihélt 5 lög.

Eftir það hætti Thomen held ég 2 eða 3 í bandinu, og trommuleikarinn Hans-Peter Frey, tók við af honum í smá stund. Seinna meir fóru þeir að taka upp “Battalions of Fear” demo-ið, sem innihélt lagið Majesty, sem var fyrsta lagið þeirra seinna meir sem Blind Guardian, og fyrsta lagið sem var um verk Tolkiens.

Einhvern tíman kringum 1986, voru Lucifer’s Heritage að leita að nýju æfinga húsnæði og maður að nafni Marcus Siepen, var að æfa með hljómsveit sinni Reedemer. Sú hljómsveit hætti og gekk þá Marcus til liðs við Lucifer’s Heritage. Þá loksins var Blind Guardian orðið til, Hansi Kürsch sem söngvari/bassi, Marcus Siepen og André Olbrich á gítar og Thomen á trommur.

Seinna meir, ákváðu þeir að nafnið Lucifer’s Heritage passaði ekki við þeirra stíl af tónlist, þar sem þeir voru ávalt settir í Black Metal básinn í tónlistar búðum. Þeir stungu allir upp á nöfnum og enduðu á því að velja Blind Guardian, sem var hugmynd söngvarans, Hansi Kürsch.

Árið 1989 gefa þeir út sinn fyrsta disk, Battalions of Fear. Diskurinn byrjar á laginu Majesty, sem er jú, eins og mörg lög Blind Guardian um verk Tolkiens. Restin af disknum er á svipuðu róli eins og fyrsta lagið, mikill hraði, en þó ekki mikill power metall ennþá, meira eins og speed metall.

Næstu diskur þeirra er Follow the Blind, sem gefinn var út 1989. Diskurinn er að mínu mati framhald af Battalions of Fear, sami stíll yfir honum. Sami hraði og ekki ennþá komið yfir í power metal. Í laginu Valhalla, hjálpar Kai Hansen, söngvari Helloween og Gamma Ray, Hansi við sönginn, og gerir það frábærlega, sérstaklega þar sem þeir tveir eru ólíkir söngvarar, með ólíkar raddir, en þrátt fyrir það passar rödd Kai mjög vel inn í þetta lag.

Tales from the Twilight World, eins og nafnið gefur til kynna, eru þeir komnir út í meiri fantasíu þarna, farnir að syngja um hetjur og sögur sem þeir hafa lesið eða kynnst. Diskurinn var gefinn út 1990. Þeir virðast blanda saman mismunandi viðfangsefnum saman, lagið Lord of the Rings, er á þessum disk, sem eins og sést á nafninu, fjallar um Hringadróttinssögu. Og er það fyrsta “rólega” lagið þeirra.

Næsti diskur, Somewhere Far Beyond, var gefinn út 1992. Þarna eru þeir komnir út í rosalegar fantasíur og syngja um skemmtilega hluti, svo sem Bards og strákar sem flytja að heiman (Spread Your Wings). Ég er ekki viss hvort að fyrstu 6 lögin á disknum tengjast einhverjum sögum, en næstu tvö lög þar á eftir, The Bard’s Song – In the Forest og The Hobbit[I/]. Seinna lagið er augljóslega um bókina eftir Tolkien (enn og aftur koma áhrif Tolkiens fram), fyrra lagið er líklegast vinsælasta ballaða þeirra, þarna er eitt af mínum uppáhálds acoustic lögum. Textinn er um söngva Farandssöngvara (Bards), skemmtilegur texti og mjög grípandi lag.

Næsti diskur, er diskurinn Tokyo Tales, sem er fyrsti Live diskurinn þeirra, tekinn upp í Tokyo árið 1993. Lítið hægt að segja um hann, þar sem lögin frá þessum fyrri 4 diskum koma fram í annarri röð.

Imagionations from the Other Side, var næsti diskur Blind Guardian. Diskurinn byrjar á einu af bestu lögum Blind Guardian að mínu mati, sem heitir það sama og platan. Diskurinn er mjög góður í gegn, og enn halda þeir í “hefðina”, skjóta einni ballöðu inn, A Past and Future Secret. Sem fjallar um skemmtilega bók sem einhverjir gætu kannast við úr X-men 2, Once and Future King. Diskarnir halda áfram að verða meira og meira fantasíu og power metal legri.

Næsti diskur, kemur skemmtilega á óvart. The Forgotten Tales. Diskurinn byrjar á laginu Mr. Sandman, semsagt, þarna ákveða þeir að covera skemmtilega Beach Boys lagið, og halda svo áfram með Beach Boys áráttu sína og taka Surfin’ USA næst. Restin af disknum er í svipuðum dúr, acoustic útgáfur af gömlum lögum og fleiri cover lög. Áhugaverðasta lagið á disknum að mínu mati er The Wizard, sem er eitt af tvem lögunum sem eru ný á þessum disk, hitt lagið er To France. Lagið er acoustic lag um galdrakarl, sem hljómar mikið eins og Gandalf, og hver veit, þetta gæti verið um hann.

Næsti diskur, er að mínu mati, sá allra besti með Blind Guardian. Nightfall in Middle-Earth. Diskurinn er tileinkaður J.R.R. Tolkien og bókinni The Silmarillion sem er eftir Tolkien. Diskurinn fjallar að mestu leiti um War of the Jewels og því sem gerist eftir það, sem engin kannast við nema að þeir hafi lesið bókina. Þeir fengu Tolkien sérfræðinga til að vinna með sér í gerð textanna til að vera vissir um að hafa allt rétt. Diskurinn er einfaldlega frábær, það bætir ekki úr skák að hafa lesið bókina, þá skilur maður textana mun betur og er þetta frábært fyrir fólk sem hefur ekki áhuga á power metal, en hefur áhuga á verkum Tolkiens. Þar sem Hansi nær sögunum mjög vel og er þetta vel sungið.

Næsti diskur er nýjasti diskur þeirra, A Night at the Opera. Mismunandi skoðanir eru á þeim disk, gamla fólkið, sem hefur hlustað á Blind Guardian frá því að þeir byrjuðu segja þetta versta disk þeirra. En hinsvegar segir fólkið sem hafa ekki hlustað lengi á þá, að þetta sé frábær diskur. Persónulega á hann sínar slæmu og góðu hliðar. Jafn mikið af báðu, fyrri partur disksins er ekkert spes, nema fyrir 2 lög, Battlefield og The Maiden and the Minstrel Knight, seinna lagið fjallar um söguna um Tristram og Isolde, sem er ein af gömlu Riddarasögunum, sem fólk gæti kannast við úr íslensku 303 úr framhaldskólum landsins, eða bara kennslubókinni Orð af Orði. Lag nr. 7 á þessum disk, er lagið The Soulforged, sem er um Raistlin, sem er karakter úr Dragonlance bókaseríunni. Þetta viðfangsefni var valið í skoðanakönnun sem sett var á heimasíðu Blind Guardian um efni til að skrifa um, þessi sería varð fyrir valinu og þannig varð þetta lag til. Diskurinn endar á laginu And then there was Silence, sem er án efa besta lag diskins, 14 mínútna lag um Trójustríðið, meistaraverk að mínu mati.

Eftir að þeir gáfu út þennan disk, fóru þeir í langt tónleika ferðalag, og enduðu það á því að gefa út live disk. 2 diskar og allur pakkinn, frábær diskur, sum lögin eru mun betri live en á diskunum.

Núna á síðasta ári, í september held ég. Gáfu þeir út tvöfaldan DVD live disk, Imaginations Through the Looking Glass. Fyrri diskurinn eru heilir tónleikar þar sem þeir taka kringum 20 lög. Seinni diskurinn er með 3 auka lög frá öðrum tónleikum og svo nokkur viðtöl við meðlimi Blind Guardian, en þau eru öll á þýsku, en með enskum texta.

Til gamans má geta að aldrei síðan að Blind Guardian varð til (undir því nafni) hafa alltaf verið sömu meðlimir í henni.

Þá er þetta nokkurn vegin komið og ætla ég bara að enda þetta á orðum þeirra:

Bards you are, Bards you will be and Bards you have always been.
Fëanor, Spirit of Fire.