Þetta er í fyrsta skiptið sem að ég skrifa svona plötugagnrýni svo að ekki búast við mjög miklu frá mér.
Ég ætla sem sagt að skrifa um meistaraverkið Rust In Peace Remastered með Megadeth sem er einn besti diskur sem ég hef heyrt.

Nafn plötu: Rust In Peace
Útgáfuár upphaflega disks: 1990
Útgáfuár endurgerðar: 2004
Line up: Dave Mustaine: Gítar og söngur, Marty Friedman: Gítar, Nick Menza: Trommur og bakraddir, David Ellefson: Bassi og bakraddir.

Þegar að þessari plötu var komið voru Megadeth, eða réttara sagt var Dave Mustaine.
Í miklum vandræðum með að finna nýjan gítarleikara.
Nick Menza sem hafði verið rótarinn hjá gamla trommaranum þeirra Chuck Behler kom í staðinn fyrir hann og David Ellefson hélt enn sinni stöðu sem bassaleikari en erfitt var að finna gítarleikara í staiðinn fyrir Jeff Young.
Dave Mustaine var búin að tala við helling af gítarleikurum en fann engan sem hann vildi fá þó að þeir væru góðir, því að eins og Dave Mustaine sagði “Some of them were actually really good, but needed “Rock School 101” Bad!”
Að lokum átti hann bara einn aðila eftir, það er að segja einn sem hann hafði áhuga á að hlusta á.
Honum hafði verið send mynd af manni með hálf appelsínugult og hálfsvart hár og við myndina var fastur diskur sem hét “Dragon Kiss”.
Sjálfur segir Mustaine að hann hafi bara hlustað á diskinn til að heyra hvernig tónlist einhver með svona hár spilaði
Og viti menn! Dave fannst þetta alveg frábær nýr og ferskur stíll sem að Marty Friedman hafði og kallaði á hann í áheyrnarprufu.
Áheyrnarprufan gekk vel en það var bara eitt sem að Dave Mustaine hafði áhyggjur af, jú sjáiði til, honum fannst nafnið Friedman ekki alveg nógu “Metal sounding.”
Þetta er uppáhaldslineuppið mitt með Megadeth.


1.Holy Wars 6:36 Tónlist og texti Dave Mustaine
Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Megadeth og um leið og það byrjaði hugsaði ég bara eitt: Vá!
Það byrjar á mjög grípandi hröðu gítarriffi og eftir svona 10 sekúndur koma hin hljóðfærinn inn í og lagið verður enn þá flottara.
Síðan rétt fyrir söngin kemur Dave Mustaine með einfalt en mjög flott sóló.
Þetta lag fjallar sem sagt um það að fara í stríð fyrri trúnna sem að mér, og greinilega Dave Mustaine finnst asnalegt eins og hann kemur á framfæri í endanum á fyrsta versi “Killing for religion, something i dont understand”.
Hljóðfæraleikurinn er bara algjör snilld í þessu lagi og þá sérstaklega seinasta sólóið hans Dave Mustaines og kassagítar sólóið hjá Marty Friedman.
Textinn í þessu lagi finnst mér vera mjög flottur og grípandi.
Það sem dregur niður þetta lag er sennilega rétt eftir seinasta sólóið þá kemur ekkert svo sérstakur partur sem ég á jafnvel til að spóla yfir.
En síðan verður lagið aftur alveg frábært þegar þessi kafli er búinn og maður getur notið þess alveg til seinustu sekúndu.
Í þessu lagi er uppáhaldssólóið hands Dave’s ásamt sólóinu í Holy Wars.
Sjálfum finnst mér þetta sóló alveg geðveikt en samt ekki það besta.

Flottasta lína í laginu: “Dont look now to Israel, it might be your homeland”
Fjöldi sólóa: 5
Sóló frá Dave: 2
Sóló frá Marty: 3

2.Hangar 18 5:10 Tónlist og texti: Dave Mustaine

Ég hafði heyrt mjög mikið um þetta lag þegar að ég fékk diskinn svo að ég ákvað að byrja á að hlusta á það þar sem að ég hafði heyrt Holy Wars oft áður.
Ég byrjaði að hlusta og headbanga með þessari frábæru byrjun og komst fljótt á þá skoðun að þetta hlyti að vera með betri lögum á disknum.
Þetta lag fjallar um þá Hangar 18 í Area 51 þar sem að margir (meðal annars Nick Menza, þess vegna samdi Dave lagið) trúa að bandaríska ríkisstjórnin geymi þar geimverur og UFO og læti.
Í þessu lagi kemur fyrir ein flottasta lína sem að ég hef nokkurntíman heyrt í lagi
“Military Intelligence, two words combined that can’t make sense”
Þessi lína finnst mér alltaf jafn frábær og alltaf jafn sönn.
Í þessu lagi eru aðeins tvö vers en þegar þau eru búin kemur alveg svakalegur kafli með 6 sólóum sem Dave og Marty skipta á milli sín.
Í endan eru þeir nokkursskonar gítareinvígi og það finnst mér vera flottasti hlutinn í laginu.
Það er ekkert sem mér finnst draga þetta lag niður og það er eiginlega bara alveg fullkomið en samt deilir það sætinu sem næstbesta lagið á disknum ásamt Rust In Peace.

Flottasta lína í laginu: “Military Intelligence, two words combined that can’t make sense”
Fjöldi Sólóa: 8
Sóló frá Dave:3
Sóló frá Marty:5


3.Take No Prisoners Tónlist og Texti: Dave Mustaine

Nú erum við komin að því lagi sem mér finnst deila sætinu sem flottasta lagið á disknum ásamt Tornado of Sould.
Introið er alveg geðveikt, sérstaklega trommurnar sem að eru alveg klikkaðar.
Í þessu lagi syngja líka allir hljómsveitarmeðlimir.
Þetta lag er augljóslega um seinni heimsstyrjöldina og ef að maður heyrir það ekki þá er maður á einhverju sterku.
Þetta lag er bara alveg frábært á allavega en þó mættu vera fleiri sóló og hópköllin í byrjun lagsins mættu vera áhrifameiri eins og þau eru í áður óútgefnu útgáfunni.
Það flottasta í laginu er annaðhvort textinn eða trommurnar en ég get ekki gert upp á milli þeirra.
Eftir upptöku plötunnar áttaði Mustaine sig hins vegar á að Friedman var gyðingur og fannst Mustaine þá hafa verið dáldið tillitslaust af honum að láta Friedman sngja um Panzer sveitirnar.

Flottasta lína í laginu: “D-Day next stop Normandi” eða “Don’t ask what you can do for your country, ask what your country can do for you!”
Fjöldi sólóa:1 frá Marty

4.Five Magics 5:38 Tónlist og Texti: Dave Mustaine

Þetta er fyrsta lagið af þrem sem að mér fannst ekkert það sérstakt fyrst þegar ég heyrði það, en svo þegar ég hlustaði á það aftur breyttist sú skoðun aldeilis.
Þetta lag fjallar um bókina “Master of Five Magics” og lagið lýsir eiginlega alveg sögunni. Hún er sem sagt um mann sem að vill ná völdum yfir galdrasviðunum fimm sem að eru Yfirnáttúrulegur umbreytingarmáttur=Alchemy, seiðkraftur=sorcery, Bara almennir gjörningar=Wizardry, Hitaorka=thermatology (reyndar var þetta orð ekki til í orðabókinni) og Rafmagnskraftur=Electricity. Þetta þarf hann til að yfir buga hinn illa prins.
Þetta lag er mjög flott og það flottasta við það eru án efa sólóin en það sem að gæti þrett sumt fólk er að inngangurinn er kannski dálítið langur að mati sumra, eða tvær mínútur og 5 sekúndur.

Flottasta lína í laginu: “He who lives by the sword, will surely also die. He who lives in sin, will surely live the lie”
Fjöldi sólóa:7
Fjöldi sólóa frá Dave: 2
Fjöldi sólóa frá Marty: 5

5.Poison Was The Cure 2:55 Tónlist og Texti: Dave Mustaine

Þetta lag var líka eitt af þrem lögum sem manni finnst ekkert sérstök fyrst en svo finnst manni það geðveikt.
Þetta lag er að mínu mati svona “klikkaðasta” lagið, allavega finnst mér undirspilið mjög hratt og klikkað. Þetta lag fjallar um heróín sem að Dave Mustaine var háður og örugglega allir í hljómsveitinni á þessum tíma.
Inngangurinn í lagið er rólegur en samt þungur og ég kemst alltaf í mikla metal stemmingu þegar ég heyri hann.
Allt undirspil er mjög flott og get ég ekki gert upp á milli þess því að það er allt svo frábært.
Reyndar finnst mér einhvernveginn vera lágmark að hafa 3 sóló í Megadeth lagi en upp á móti kemur að þessi sóló eru mjög flott.

Flottasta lína í laginu: “Pulling out your posioned fangs, venom never goes away” Ef einhver er ekki á því að þetta lag sé um heróín þá ætti hann að skipta um skoðun núna.
Fjöldi sólóa:2
Fjöldi sólóa frá Dave:1
Fjöldi sólóa frá Marty: 1

6.Lucretia 3:54 Tónlist: Mustaine&Ellefson Texti: Mustaine

Þetta er síðan þriðja lagið á disknum sem ég fílaði ekki fyrst, reyndar fannst mér það hreint út klárt lélegt í svona fyrstu 2-3 skiptin.
Núna finnst mér það ekki lengur og skil ekki af hverju mér fannst það ekki gott.
Fólk er á ýmsum skoðunum um hver þessi Lucretia er sem lagið fjallar um en flestir, þar á meðal ég, hallast að það sé draugur uppi á háaloftinu hjá Dave Mustaine.
Mér finnst trommurnar í þessu lagi mjög flottar og verð að segja að á eftir sólóunum séu þeir það flottasta.
Reyndar finsnt mér vera of fá sóló en engu að síður er lagið flott.
Þess má líka til gamans geta að Sandra Rabbin sér um hlátur Lucretiu

Flottasta lína í laginu: “Cobwebs make me squint, the cobra so elequently glints”
Fjöldi sólóa:2
Fjöldi sólóa frá Dave:1
Fjöldi sólóa frá Marty:1

7.Tornado Of Souls 5:18 Tónlist: Dave Mustaine Texti Dave Mustaine&Ellefson

Eitt orð yfir þetta lag. Snilld. Allt við lagið er svo grípandi og flott að maður getur hlustað endalaust á það og ég er viss um að margir fleiri en ég eru á þessari skoðun.
Mjög margir.
Þetta lag fjallar um að vera fastur í sambandi sem að hvorugur aðilinn vill vera í en af einhverjum ástæðum eru þau ennþá saman.
Í þessu sólói er bara eitt sóló en vá, það er sko gott sóló!
Það er án efa flottasta sólóið á disknum og með flottari sólóum sem ég hef heyrt á ævi minni!

Flottasta lína í laginu: Bara allt viðlagið!
Fjöldi sólóa: 1 frá Marty

8.Dawn Patrol Tónlist: Ellefson Texti: Mustaine

Þetta lag er mjög öðruvísi en hin lögin á disknum að því leyti að í því eru aðeins bassi og trommur. Sumum finnst þetta lag algjör hörmund og segja bara: “Æji þeir voru sömdu þetta lag bara stoned” eða eitthvað þannig, en mér finnst þetta alveg frábært lag. Trommutakturinn og bassalínan eru svo grípandi að þá fara beint í mann og maður verður að beina allri athygli að laginu. Þetta fjallar um hvað við erum að skemma jörðina mikið á ýmsa vegu, mjög góður boðskapur þarna á ferð.
Þetta er rólegasta lagið á disknum og gott er að hlusta á það þegar maður vill róa sig aðeins eftir öll klikkuðu lögin sem að eru á undan.

Flottasta lína í laginu: “We end our life as moles, in the dark of dawn patrol”
Sóló: Ekkert

9.Rust In Peace…Polaris Tónlist og Texti: Dave Mustaine

Hér erum við kominn að titillagi plötunnar, þetta lag var uppáhaldslagið mitt lengi og hlustaði ég á það oft, MJÖG oft.
Þetta er næstbesta lagið á disknum ásamt Hangar 18 og ber þann merka titill að vera titillag plötunnar, með fullri reisn.
Lagið fjallar um kjarnorkustríð og afleiðingar þess.
Textinn finnst mér mjög flottur ef að þið skylduð ekki vita það þá er Polaris kjarnaoddur.
Undirspilið er alvegt frábært, söngurinn er frábært og textinn er frábær.
Lagið er bara alveg frábært!
Þetta er eitt af þeim heldur fáu lögum á disknum þar sem að mér finnst sjálf laglínan vera flottari en sólóið,

Flottasta lína: “Bomb shelters filled to the brim, heh survival is such a silli whim”
Fjöldi sóla:1 frá Marty


Áður óútgefinn lög


Ef að maður bíður aðeins eftir að Rust in Peace er búið þá koma 4 áður óútgefinn aukalög. Í öllum þessum aukalögum nema því fyrsta er Chris Poland á gítar í staðinn fyrir Marty Friedman.
Þessi lög eru:

10.My Creation Tónlist: Dave Mustaine&Nick Menza Texti: Dave Mustaine

Þetta er stysta lagið á disknum en þetta lag er svo sem ágætt, flott sólóin til dæmis.
Lagið fjallar einfaldlega um Frankenstein.

Flottasta lína: “And my will to kill, you will kill for me!”
Fjöldi sólóa:2 frá Dave


11.Rust In Peace…Polaris(Demo)

Í þessu lagi eru hljóðgæðin ekki jafn flott og í hinni útgáfunni.
Einnig er annar trommutaktur í laginu og söngurinn og textarnir eru heldur ólíkir.
Sólóin eru öðruvísi því að núna er náttúrulega Poland á gítar í staðinn fyrir Friedman og núna byrjar lagið á sólói frá Poland.
Ég verð samt að segja að mér finnst hin útgáfan betri.

Fjöldi sólóa: 2 frá Poland

12.Holy Wars…The Punishment due

Eins og í Rust In Peace þá eru hljóðgæðin ekki jafn flott, söngurinn er einnig mjög ólíkur hinni útgáfunni og textanum er breytt. Lagið er hraðar spilað og með öðrum sólóum.
Verst er að flotta kassagítarsólóinu er sleppt og það finnst mér draga lagið niður.

Fjöldi sólóa:4
Fjöldi sólóa:2
Fjöldi sólóa:2



13.Take No Prisoners

Fjöldi sólóa:1 frá Poland


Í heildareinkunn gef ég þessum disk 9,5 af 10 mögulegum en aldrei hefur neinn diskur/plata náð einkunninni 10 hjá mér og þetta er hæsta einkunn sem ég hef gefið.
Mæli með því að þið kaupið ykkur öll þennan geisladisk, hann getur stytt ykkur margar, margar stundir.