Iron Maiden- Að Tilefni þess að Iron Maiden kemur og spilar í Egilshöll í sumar ætla ég að skrifa smá um þá herna

———————————

(fyrst svona smá ingangur )

Heavy Metal sveitin Iron Maiden kemur frá austurhluta London, Englandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 1975 af bassaleikaranum Steve Harris fyrrum meðlimur Gypsy's Kiss og Smiler

Iron Maiden er talinn vera ein árhifaríkasta heavy metal hljómsveit samtímans. Þeir hafa Selt yfir 100 million plötur um allan heim og hafa valdið því að margar aðrar hljómsveitir hafi byrjað að spila. Einnig hafa þeir buið til marga tegund af Metal þar á meðal Power Metal og Speed Metal. Eitt dæmi um áhrif þeirra er Trash metal hljómsveitin Slayer sem segir að Iron Maiden hafi verið ein stærsta innblástur þeirra. Sama segir pop-punk hljómsveitin sum 41 (ég veit sorglegt).

Svokallað “lukkudýrið” þeirra Eddie er mikill hluti í hljómsveitini þar sem hann sést oft framan á plötum og í Tónleikum. Eddie á líka sinn eigin fyrstu persónuskotleik. “Ed Hunter”.

——————————-

Eins og sagði áðan var Iron Maiden stofnuð árið 1975 af bassaleikarnum Steve Harris, samt sem áður lét hljómsveitin ekki frá sér plötu í fullri lengd fyrr en árið 1980. Sú plata hét “Iron Maiden”. Á þeim tíma voru hljómsveitarmeðlimir Harris (bassa) Dave Murray(gítar) Clive Burr(trommur) Dennis Stratton(gítar) og Paul Di'Anno(söngvari). Fyrsta platan þeirra var í frekar hráum metal stíl en hlustendur/áhorfendur kynntust Eddie i fyrsta sinn.

Árið 1981 skiptu þeir á Gítarleikaranum Dennis Stratton fyrir töffarann Adrian-Smith, sem var náinn vinur hans Dave Murray. Þetta sama ár létu þeir frá sér plötu númer tvö “Killers”. Þessi nýja plata var með fyrstu “hit” lögunum fyrir hljómsveitina og var þeim kynnt fyrir hlustendum í Bandaríkjunum (USA). Þá gekk bandið í hreyfingu sem kallaðist “New Wave of British Heavy metal” Þar sem hljómsveitir frá Englandi flæddu inn á bandarískan markað.

Árið 1982 skipti hljómsveitin á söngvaranum Di'Anno á Bruce Dickinson vegna mikill notkunar á eiturlyfjum. Dickinson tók miklu meira þátt í því sem hljómsveitin var að gera og hafði miklu betri tóntegund fyrir tónlistina. Fyrsta framlag hans til Iron Maiden var 1982 platan þeirra “ The Number of the Beast” sem var blönduð við svona klassískan heavy metal. Þessi plata var vinsæl um allan heim og hafði klassísku lögin The number of the beast og Run to the hills. Í fyrsta skipti fór hljómsveitin í tónleikaferðalag um heimin. Þeir fóru til Bandaríkjana, Japan,Ástralíu. En þeir lentu þó oft í vandræðum með trúarhópa sem sögðu að Iron Maiden væri “Satanisk” hljómsveit vegna dimmum textum sem fjölluðum oftast um Satan. Hljómsveitin neitaði öllum þessum ásökum og enginn Iron maiden plata hefur verið með “explicit lyrics” stimplað á sig.

Eftir vinsældir með The Number of the Beast, fór hljómsveitin inn í tíma sem sem aðdáendur kalla gull árin þeirra eða “the golden years”. Þeir skiptu á trommaranum Clive Burr yfir í Nicko Mcbrain og létu frá sér þrjár plötur sem fóru allar á Platinum um heiminn: “Piece of Mind” (1983) “Powerslave” (1984) Somewhere in Time(1986).Hljómsveitinn var kominn með rosalega mikinn aðdáendahóp, sérstaklega í Suður-Ameríku þar sem þeir eru enn þann dag í dag taldir í guðstölu.

Árið 1988 reyndu þeir að prufa eitthvað nýtt fyrir sjöundu plötuna sína og gáfu út “Seventh Son of the Seventh Son ”. Þessi plata er um sögu barns sem hafði yfirnátturulega krafta. Samt sem áður var þessi plata öðruvísi en plöturnar frá “the golden years” þar sem þeir voru að prufa sig áfram með Hljómborðsleikara og tæknihljóðum. Þessi stefna var vel tekinn á móti af sumum en margir aðrir sögðu að þeir voru að selja þeirra sönnu rætur. Þetta olli því að gítarleikarinn Adrian Smith fór frá þeim eftir að tónleikaferðalaginu þeirra endaði. og sagði hann að hann fór vegna þess að honum líkaði ekki í hvaða átt hljómsveitin var að fara.


Janick Gers var valinn til að taka við af Smith, og árið 1990 gáfu þeir frá sér “No Prayer for the Dying” sem var frekar illa gerð (mitt mat ). Þessi plata var hins vegar í Heavy Metal stíl en textarnir voru einfaldir og höfðu ekki sömu dimmu skilaboð og fyrri lög. Söngvarinn Bruce Dickinson var líka að reyna á nýja tóntegundir sem tók ekki vel í aðdáendur. Þessi plata var byrjuninn á þeim árum sem voru kölluð “the decline years”

“Fear of the Dark” var líka seinni plata á þeirri tímabili. Hún kom út árið 1992 og hafði nú samt nokkur lög sem urðu vinsæl meðal aðdáenda, meðal annars titil lagið Afraid to shoot strangers, grípandi lag um “The Gulf War”. En hélt Dickinson afram að leita af röddini sinni og var hún núna verri en síðast.Í enda 1993 var Iron Maiden á frekar lágum punkti í feril sínum. Bruce Dickinson fór úr hljómsveitini til að eltast við sólaferil sinn.

Hljómveitin hélt áheyrnapróf fyrir hunruðu söngvara og völdu síðan unga Blaze Bayley árið 1994. Þarna byrjar tímabil sem þeir kalla “rejuvenation years” sem á þeim tíma leystu þeir frá sé tveimur plötum “The X factor”(1995) og “Virtual X”(1998). Bayley sannaði að hann var verðugur söngvari en var aldrei nálægt þvi að hafa sömu rödd of tóntegund og Dickinson. Einnig á meðan þeir voru í tónleikaferðlagi fyrir báðar plötur, varð Bayley Veikur vegna ofnæmi sem hann var með fyrir sumum umhverfum. Restin af tónleikaferðalaginu var sleppt.

í byrjun 1999 var Bayley látinn fjúka. Mánuðum seinna gaf hljómsveitin yfirlýsingu um að bæði Bruce Dickinson og gítarleikarinn Adrian Smith væru að koma aftur í hljómsveitina. Sem varð til þess að þeir söfnuðu en fleiri aðdáendum en fyrr um allan heim.

árið 2000 byrjuðu þeir á nýju tímabili “the Progressive years” og gaf hljómsveitin frá sér plötuna “Brave New World” og voru lögin þar lengri og textarnir voru aftur komni með þetta dimma thema og fjölluðum um andleg vandamál. Hljómsveitin eignaðist fullt af nýjum aðdáendum þegar þeir byrjuðu að kynna sér nýja tegund af metal “progressive metal” og fóru þeir í tónleikaferðalag um heimin í Janúar 2001 sem endaði með hinu vinsæla og stærsta tónleikum þeirra “Rock in Rio”. þetta var endurkoma af góðu árunum.

Hljómsveitin var langt frá því að vera hætt og gaf út “Dance of Death” árið 2003 sú plata fór einnig á platinum í mörgum löndum og eyddi hún öllum vafa um að þeir væru ekki Heavy Metal hljómsveit.

Árið 2004 lýsti Iron Maiden yfir því að þeir yfir að þeir væri í fullum gangi og ættu bráðum 25 ára afmæli frá fyrstu plötuni sinni og 30 ára afmæli frá byrjun sveitarinnar.

Núverandi Iron Maiden.

* Bruce Dickinson -söngvari (1982-1993;1999- )
* Dave Murray - gítar (1975- )
* Adrian Smith - gítar (1981-1990; 1999- )
* Janick Gers - gítar (1990- )
* Steve Harris - bassi (1975- )
* Nicko McBrain - Trommur (1982- )


Oki þá er þetta búið. Ég reyndi að stytta þetta eins mikið og ég gat… En allavega Hlakka bara til að fá þá á klakan vonandi fræðir þetta fólk aðeins meira um Iron Maiden.

Takk fyrir mig.