Stutt saga um James Hetfield :D



James Hetfield fæddist 3. ágúst 1963 í Norwalk í Los Angeles. Nokkrar fyrirmyndirnar hans í tónlistabransanum voru Black Sabbath, Iron Maiden, Diamond Head og Motorhead. Áður en hann byrjaði í Metallica vann hann meðal annars við að vera dyravörður og í límmiða-verksmiðju. James var í hljómsveit áður en hann stofnði Metallica , hún hét “Obsession”. Venjulega talar hann lítið í viðtölum því að hann hatar viðtöl. En þegar kemur að tónleikum er það öfungt.
Þegar James var lítlill var hann þögull en dýrkaði íþróttir. Eldri stjúpbróðir hans spilaði á trommur í hljómsveit, þetta varð til þess að hann fór að hlusta á rokk almennilega. Þá hlustaði hann á Black Sabbath.
Á unglingsárunum flutti fjöskyldan hans til Brea í Californiu. Á þeim byrjaði hann að spila á gítar. Hann spilaði í “miðskóla partý hljómsveitinni” sem hét Obsession. Þeir spiluðu aðallega lög eftir Black Sabbath og Led Zeppelin. Um þetta leyti hitti hann Ron McGovney, sem var fyrsti bassaleikarinn í Metallica. James fór svo og hitti Lars Ulrich í gegnum auglýsingu í dagblaði. Á hverjum degi leitaði James eftir orðunum “heavy metal” í tónlistardálkinum. Þar voru bara tveir sem auglýstu, hann sjálfur og Lars Ulrich, sem að að lokum hittust og spjölluðu. Þá varð Metallica fyrst til. James vildi bara syngja fyrst þótt að hann væri mjög góður gítarleikari. Þeir byrjuðu að leita af rafmagnsgítarleikara, en það gekk aldrei neitt. James hélt áfram að syngja og spila á rafmagnsgítar. Þetta var s agan um James Hedfield og líka reyndar um Metallica
jeee