Þótt það hafi verið misgóðar skoðanir um greinina “METALLICA - KILL 'EM ALL”, þá læt ég það ekkert stoppa mig. Hérna kemur plata númer 2

METALLICA – RIDE THE LIGHTNING

Eftir útgáfu plötunnar “Kill ‘em all” höfðu Metallica safnað að sér töluverði frægð útum öll Bandaríkin og talsvert í Evrópu líka. Þeir spiluðu aðalega á klúbbum alveg út 1983, en svo í árs byrjun 1984 byrjuðu þeir að táka heiminn á sig, og fyrstu utanlands tónleikarnir þeirru voru haldnir í Sviss í byrjun febrúar. Þeir túruðu allaveganna 5 evrópsk lönd fram af 12. febrúar, en þá snéru þeir til Danmörkur, heimalands Lars Ulrich, og ætluðu þar í samstarfi við Flemming Rassmusse útgefanda að taka upp sína aðra breiðskífu, sem seinna fékk nafnið Ride The Lightning. Þarna voru þeir ennþá ungir og sprækir og voru tilbúnir að takast á við heiminn. Þetta var samt mjög erfitt líf fyrir þá og í Danmörku þurftu þeir að sofa allir saman í einu hótelherbergi, sem margar hljómsveitir mundu ekki lifa af, en þeir gerðu það.

Ride the Lightning platan leit svona út:
1. Fight Fire with Fire – 4:44
2. Ride the Lightning – 6:37
3. For Whom the Bell Tolls – 5:05
4. Fade to Black – 6:55
5. Trapped under Ice – 4:04
6. Escape – 4:24
7. Creeping Death – 6:36
8. The Call of Ktulu – 8:55
Platan var mjög vel tekinn upp og maður tekur eftir þvi að hún var miklu betur tekinn upp heldur en Kill ‘em all, þótt það sé aðeins ár millibils. En vindum okkur í þeta..

1. Fight Fire with Fire – 4:44
Samið af Hetfield, Ulrich og Burton
Lagið sýnir hvað Metallica geta verið ljúfir svona í byrjun hvers lags og svo ööööskrað á mann. Þetta var alveg nýtt frá þeim miða við Kill ‘em all plötuna. Introið er spilað á 12 strengja þjóðlagagítar og Burton bassaleikari spilar sömu nótur, bara tveim tóntegundum ofar sem byggir upp rosalega flotta röddun sem maður tekur ekkert endilega eftir.
Lagið snýst um hefnd og heimsendi. Í textanum reynir Hetfield að láta lagið fjalla um það hvernig að kjarnorkuvopn gætu gert heimsendi og hvað fólk er heimskt að nota svona tæki sem gætu sóað öllu mannkynninu.

2. Ride the Lightning – 6:37
Samið af Hetfield Ulrich og Burton
Lagið er um mann sem er dæmdur fyrir morð og er sendur í rafmagnsstólinn. Textin er séður frá hans hliðarsjón og hvað hann er að hugsa.
Fyrsta Metallica lagið sem að þeir gagngrína beint hvernig “the system” og hvernig mætti laga það betur, fyrir þá sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið, og eru þessvegna sendir í rafmagnsstólinn, þá er ekkert tekið til baka.
Lagið gæti þessvegna verið af plötunni “….And Justice For All” með allt þetta tal um réttlæti fyrir alla sem hafa verið rangdæmdir. James segir reyndar núna í dag að hann trúi alveg á svona refsingar eins og að senda mann í rafmagnsstólinn, en hans hugmynd á textanum er að hvernig manni liði meðan maður væri fastur í stólnum og hafi kannski ekki gert neitt af sér.

3: For Whom the Bell tolls – 5:05
Samið af Hetfield, Ulrich og Burton
Að minu mati er þetta léttasta Metallica lagið og eitt af því besta. Hugsunninn bakvið þetta lag er mjög einföld, nokkur grip, flott og einföld sóló, flott riff í viðlaginu, og frábær texti. Þetta lag uppfyllir allt þetta, og textin er alveg ótrúleg snild og sýnir hvað Hetfield er alveg ótrúlegur textahöfundur.
Hann samdi textan með innblástri frá bók eftir Ernest Hemmingway, sem heitir einnig For Whom the Bell Tolls. Þetta var ein af uppáhalds bók Cliff Burtons. En bókin snýst um stríðið um Spán og aðalpersónan er Bandaríkjamaður sem á að taka það að sér að verja eina mikilvægustu brú á spáni. Hann verður ástfanginn og það trúflar hann við sitt verk og allt helvíti brestur út, og allt í einu er hann kominn fram um tímann í Seinni heimstyrjöldinna þar sem hann er að verja sömu brú fyrir Þjóðverjunum. En í textanum er Hetfield að tala einungis um eitt atriði í bókinni, þar sem einn morgun voru 5 hermenn haldnir uppá hól og voru drepnir af sprengju flugvél.

4. Fade to black – 6:55
Samið af Hetfield, Ulrich, Hammet og Burton
Rosalega áhrifa miikið lag fyrir alla Metallica aðdáendur og fyrir Metallica menn sjálfa, afþví þetta var fyrsta svo kallaða “ballad” þeirra. Lagið var samið eftir að öllum búnaðinum þeirra var stolið í ársbyrjun 1984, þar á meðal einn gítar sem James átti sem hann þurfti að leita af um allan heim af eins eintaki. Lagið snýst um að missa allt og hugsanir um hvort það sé einhver tilgangur að halda áfram að lifa. Lagið var þriðja lagið til að vera gefið út á smáskífu af “Ride the Lightning” plötunni.
Sólóinn í Fade to Black sem Kirk Lee Hammet tók var valinn 24 besti sóló i heimi samkvæmt hinu vinsæla gítartímariti “Guitar World”, en að mínu mati er það besta.
Kirk segir svo núna seinna að þegar hann spilaði öll sólóin í lokin þá hugsaði hann um alla sorgmæddustu hlúti í heiminum sem hann mundi eftir.
Lagið vagti mikla athygli meðal almennings og fengur þeir alveg tonn af “fan mail” útaf laginu, sem voru í löngun til að fremja sjálfsmorð útaf laginu. En til þess var lagið ekki samið.
Þetta er mjög áhrifamikið lag fyrir Jason Newsted, því þetta var síðasta lagið sem hann spilaði með Metallica áður en hann hætti og var það á VH1 Adwards.
5. Trapped Under Ice – 4:04
Samið af Hetfield, Ulrich, Hammet og Burton.
Rosalega undirmetið lag af mínu mati, en mjög gott intro riff og frábær texti. Lagið snýst um hvernig manni mundi líða að vera fastur undir ís og hvað maður mundi hugsa um, en seinna meir var talið um að lagið væri samið þannig að maður mundi sofna eftir mikla notkun heroins, og svo mundi mann dreyma þetta.
Kirk Hammet samdi lagið upprunalega með hljómsveitinni sinni Exodus og hét lagið þá “The Impaler”. Lagið hefur aðeins 3 sinnum verið tekið live í fullri lengd og síðast þegar þeir tóku það árið 2000 þá gleymdu þeir hvernig röðin á laginu væru og rugluðu öllu.
6. Escape – 4:24
Samið af Hetfield, Ulrich og Hammet.
Lagið var samið í flýti til að fylla upp plötuna. Öruglega lélegasta lagið á plötunni þótt lagið sjálft sé ekkert leiðinlegt, bara ekkert miða við hin lögin og ekkert það vandað. Þetta var líka styðsta lagið á plötunni sem mundi kannski benda til þess hvernig stíl þeir mundu fara í (LOAD/RELOAD). Lagið hefur aldrei verið spilað live í heild sinni, og bara einu sinni var intro riffið spilað, og það var árið 1989. Lagið snýst um mann sem er að fara að flýja úr fangelsi. Í lok lagsins getur maður heyrt lögreglu sírenur í sínu hámarki sem bendir til þess að maðurinn komst úr fangelsinu.
7. Creeping death – 6:35
Samið af Hetfield, Ulrich, Hammet og Burton
Lagið er samið um Moses. “Creeping death” er plága sem að dreyfðist milli egyptana, líka þekkt sem “Angel of Death”. Þessi “Angel of Death” var sendur af guði til að drepa öll börn sem voru fyrst í fjöldskyldunni (First born son). Þeir fengu hugmyndina við að horfa´a myndina “The Ten Commandments” með Charlton Heston í aðalhlutverki. Þetta lag er oftast spilað live enda mjög þekkt og frábært lag. Lagið var 2 sinnum gefið út á smáskífu vegna verulega vinsælda. Eins og lagið Trapped under Ice var byrjunar riffið samið af Hammet meðan hann var í “Exodus” og einhver riff í viðlaginu lika. Lagið hét Die by the sword og var einungis tekið upp sem demo, en aldrei gefið út á plötu.
8. The Call of Ktulu
Samið af Hetfield, Ulrich, Mustaine og Burton
Lagið er instrumental lag þar sem má heyra alveg rosalega flott og vönduð riff sem maður heyrir ekki oft nú til dags í tónlist. Rosalega flottar trommur og sjaldgæfir effect mega heyrast í bassanum, sem skreytir lagið mjög. Lagið átti fyrst að heita “When Hell Freezes over” en því var breytt í “Call of Ktulu”.
Titillinn er fengin frá bókeftir H.P Lovefraft. Cliff Burton kynnti bókina fyrir Metallica meðlimum og þeir lásu hana alla og fengu mikinn innblástur frá bókinni. Lagið fékk Grammy verðlaun fyrir lagið á S&M disknum sem Besta Instrumental lagið árið 2001. Það var sjötta grammy verðlaun Metallica.
En bók Lovecrarft hafði svo í framhaldi meiri innblástur á James Hetfield sérstaklega. Í textanum “The Thing That Should Not Be” sem mundi þá komu út ári seinna, kom þessi texti fram: “Not dead which eternal lie stranger eons death may die”
En í bók Lovecrafts: "That is not dead which can eternal lie, And with strange aeons even death may die.”
Þessi plata sýndi að Metallica höfðu aðra hlið en bara “METAL UP YOUR ASS!” og gerðu þeir það aðalega með Fade to black og líka ljúfum byrjunum í Fight Fire with Fire og Call of Ktulu sem seinna mundu koma betur í ljós á plötum eftir þessari. Þarna eru þeir lika komnir með pólitískahreyfingu, þótt þeir viti það kannski ekki sjálfir en þeir eru háflgert að mótmæla á móti dauðarefsingunni, með titli plötunnar ásamt umslagi plötunnar. En þessi plata sýndi meiri hugrekki en Kill ‘em All, því Kill ‘em All á þeim tíma var ekkert svo rosalega óalgeng plata, eða semsagt fleiri hljómsveitir voru að koma út með mjög svipað efni, en þessi plata kom Metallica inná kortið meira en Kill ‘em All og allir þekkja söguna eftir það.
Munurinn á Ride The lightning og Kill ‘em all er þessi:
Fleiri lög á Kill ‘em all
Öll lögin á Kill ‘em all eru góð (að mínu mati) á meðan sum lögin á Ride the lightning eru ekki nógu vel vönduð.
Betra hljóð á Ride en Kill.
Þannig þetta kemur út í eitt –
Mín loka einkunn er 9,5