Metallica - KILL 'EM ALL Núna út þennan mánuð og kannski næsta ætla ég að gagngrína allar Metallica plöturnar í röð og vona að það verði vel tekið. En þeir sem hafa slæmar tilfinningar gegn Metallica vona ég að þið geymið þær neðan í brókinni ykkar og leyfið sönnum aðdáendum að láta heyra í sér.

Og auðvita byrjar maður á byrjunnini:

METALLICA - KILL ‘EM ALL

Tónlist á 8unda áratugnum í Los Angeles var að mínu mati hræðileg. Þá snérist allt um tískunna rétt eins og núna í nútímanum og það eina sem skipti máli var hvað hárið og líkaminn var flottur. En það sem gerðist líka á 8unda áratugnum var að svokölluð “Metal Movement” komst í gang, og endalaust mikið af Metal hljómsveitum komust í gang, ein af þeim Metallica.
2 ungir piltar að nafni James Hetfield og Lars Ulrich stofnuðu band og ætluðu sér að covera þessi lög, Fyrsta “line-upið” hjá þeim var Lars Ulrich trommur, James Hetfield Gítar og söngur, Dave Mustaine Sólo gítar og Ron McGorvney Bassa. Þessi 4 ungu piltar hittust nokkrum sinnum í viku til að drekka og spila metal tónlist. Líf þeirra á þessum tíma var metal, þeir spiluðu, hlustuðu og lifðu metal alveg í gegn.

Eftir nokkra mánuði með þetta line-up gerðust smá breytingar. Bassaleikarinn Ron McGorvney var rekinn vegna lélegra hæfileika, og fengu þeir Cliff Burton sem var þá í hljómsveitinni Trauma. Þeir fundu hann á einhver bar þar sem þeir heyrðu alveg rosalegt gítar sóló, en þá var það bara Cliff að spila á bassann sinn uppá sviði. Fannst hann vera hreint magnaðan. En eina skilirðið var að þeir allir mundu þurfa flytja til San Fransisco þar sem Cliff bjó. Ekki var það mikið mál fyrir þá því Los Angeles var ekki að fara vel með þá. Þeir fluttu til San Fransisco, leygðu lítið hús í úthverfinu þar. Tóku öll húsgögnin og hentu þeim útí garð, settu upp hljóðkerfið sitt og öll hljóðfæri og byrjuðu að spila og drekka. Þar sömdu þeir fyrsta lagið sitt sem heitir Hit the light, sem kom út á safnplötunni Metal Massacre sem vinur Lars trommara var að gefa út. En snúum að því lagi seinna.
Eftir rosavesin með drykkja og dópnotkun Dave Mustaine’s ákváðu þeir að reka hann úr hljómsveitinni. Dave náttúrlega ekki ánæðgur með það en hann lét sig hafa það og fór með rútu sama daga tilbaka til LA. Lars lét umboðsmann sinn vita að þeim vantaði nýjan gítarleikara. Hann benti á strák að nafni Kirk-Lee Hammet sem að spilaði með hljómsveitinni Exodus.
Lars náði samband við Kirk og þeir töluðust við og hann ákvað að bjóða honum í bandið. Þá flutti Kirk til þeirra í stóra djammhúsið. Hann kom fyrst þangað klukkan 7 að kvöldi til og þá voru þeir strákarnir fyrst að vakna. Hann hugsaði með sér að hann eigi eftir að passa vel inní hér.
Þarna voru ca 2 ár stytt fyrir ykkur og árið 1983 komið í garð.

Ca 2 mánuðum seinna kom út KILL ‘EM ALL.
Platan átti upprunalega að heita Metal up your ass en þeir ákváðu að breyta svo að almenningur mundi ekki móðgast vegna titilsins.
Lögin voru:
1. Hit the Lights
2. The Four Horsemen
3. Motorbreath
4. Jump in the fire
5. (Anesthesia) Pulling teeth
6. Whiplash
7. Phantom Lord
8. No remorse
9. Seek n’ Destroy
10. Metal Militia
65 mínutur af hráum, öskrandi reiðum metal! Hvert einasta lag betra en það næsta og bara þessi plata gerði Metallica fræga í Bandaríkjunum.

1. Hit the lights - 4:17
Fyrsta lagið sem var tekið upp með Metallica, en Lars og James sömdu þetta.
Lagið snýst um hvað þeim finnst gaman að spila rokktónlist og hvað það er frábært að hafa marga aðdáendur sem að trillast á tónleikum. Þeir byrjuðu oftast á þessu lagi í fyrstu tónleikaferðum þeirra. Ekki oft sem þetta lag kemst í lagaval þeirra á tónleikum, en þegar það er spilað þá er alltaf gaman

2. The Four Horsemen - 7:13
Dave Mustaine fyrrverandi gítarleikari Metallica, James Hetfield og Lars Ulrich sömdu þetta lag. Fyrst þegar þeir sömdu þetta átti lagið hað heita “The Mechanix”. En þegar Mustaine var rekinn, var textinn endursaminn og gefið nafnið “The four horsemen”. Hinsvegar gaf Mustaine út lagið “The Mechanix” með nýju hljómsveitinni sinni Megadeth.
En “The Four Horsemen” er í biblískri meiningu. Í nýja testamenntinu “The Four Horsemen of the Apocalypse” er verið að tala um 4 menn sem fara í sitthvora áttir og láta vita af því að heimurinn sé að farast. Meiningin með laginu “The Four Horsemen” er ekki meint frá biblíunni. Árið 1924, var íþróttafréttamaður sem notaði fyrst meininguna “The Four Horsemen” um vörnina hjá The Notre Dame ruðningsliðsins. Og eftir það voru þessir 4 varnamenn koma inná völlinn ríðandi hestum í liðsbúningum til að auglýsa liðið. Fyrir Metallica er þetta óskup svipað. Þeirra meining á “The Four Horsemen” er trúlega að þeir 4 hljómsveitameðlimir séu þessir 4 hesta menn.
Má bæta við að Bruce Dickinson söngvari í Iron Maiden gáf út tölvuleikinn “Iron Maiden - Ed the Hunter”, og þar er borð þar sem hægt er að drepa “The Four Horsemen”. Af einhverju ástæðu er Dickinson ekki mikill aðdáandi Metallica.

3. Motorbreath - 3:03
Alveg rosalega flott lag sem James samdi einn, kannski aðeins í styttra laginu. Þetta lag er talið vera myndlíking um bíl sem að heldur alltaf stanslaust áfram og horfir aldrei til baka og lætur öll mistök sín eftir sig . Einhverntiman var talið um að þetta lag hafi verið samið af neyslu cocaines, en það er alveg óvitað um. Þetta lag er oft með á lagalistanum þeirra á túrum.

4. Jump in the fire - 4:50
Samið af Hetfield, Mustaine og Ulrich. Þetta lag kom út á aðeins annari Smáskífu þeirra. Á hulstrinu er sýndur djöfullinn sem er hlæjandi af öllum niður í helvíti. Það er líka hægt að sjá hann á einum gítarnum hjá James og á Whiplash límmiðanum. Smáskífan var gefinn út bara fyrir utan Bandaríkin.
Textinn er saminn frá Djöfulsins hlið, þar sem hann horfir upp til jarðar og horfir á allt fólkið sem er að drepa annað fólk, þannig hann veit að allir þessir sem eru að drepa komi niður til hans. Þannig hoppaðu í eldinn!

5. (Anesthesia) Pulling Teeth - 4:15
Tær snild. Þetta lag er instrumental lag sem að Cliff Burton bassaleikari samdi, og á upptökunni er þetta bara hann að spila á bassann sinn, þangað til á 2:25 þá kemur Lars Ulrich aðeins inn með sínar trommur. Ekki er vitað um hvað lagið er fyrir víst en mín skoðun er að s.s “Pulling teeth” er þegar er verið að draga tennur úr manni og sú tilfinning á meðan það er verið að gera það hafi Cliff fundist passa við lagið.

6. Whiplash - 4:06
Lagið Whiplash er samið af Hetfield og Ulrich. Lagið var gefið út á fyrstu smáskífu hljómsveitarinnar sem var gefin út í Norður Ameríku. Jason Newsted fyrrum bassaleikari Metallica sá oft um að syngja þetta lag á túrum en hann tók við af Cliff Burton árið 1986. Lagið er samið um allan þann stuðning sem Metallica fá frá aðdáendum sínum alveg frá því þeir byrjuðu að spila.

7. Phantom Lord - 4:52
Samið af Hetfield, Ulrich og Dave. Mörgum finnst þetta lag vera mest þroskaðasta lagið á Kill ‘em All og þetta lag benti til þess að Metallica mundi verða frægari og frægari í framtíðinni, enda rosa flott Riff út allt lagið. James Hetfield var einu sinni í hljómsveit sem hét Phantom Lord, og hefur líklegast líkað nafnið svo vel að hann hefur ákveðið að nota það sem lagnafn. Trash-Metal hljómsveitin Anthrax coveraði þetta lag með mikillri lukku á “ECW: Exteme Music” safnplötunni.
Talað er um að lagið sé meint eins og einhver lífvera, sem er alveg jafn brjáluð og þungur metall.

8. No Remorse - 6:24
No remorse, no repent. We don’t care, what it meant, Another day, another death, Another sorrow, another breath. Þetta söng maður um tvítugt rétt aður en hann drap einn af vinum sínum með skammbyssu. Fjöldskylda þanns dauða ákvað að kæra Metallica fyrir lagið og sagði að lagið væri gert fyrir fólk að drepa með. En kærunum var fellt niður. Þetta gerðist 1983, en svo gerðist þetta aftur núna árið 2003 og átti að kæra, en kærunum var fellt niður aftur. Metallica gáfu út afsökunarbeiðni fyrir lagið og söguð að lagið væri ekki samið fyrir þesskonarnotkun að drepa.
Lagið er samið af Hetfield og Ulrich.
Lagið var fyrsta Metallica lagið sem var á móti stríði. Þetta lag er um fólk sem fer útí stríð bara til þess að drepa, og fá aldrei samviskubit fyrir sínar gerðir.

9. Seek n' destroy - 6:50
Samið af Hetfield og Ulrich. Þetta lag var Jason Newsted oft látinn syngja meðan hann var með Metallica og oft hefur þetta lag endast út 18 mínutur á sviði. Mjög oft tekið síðast á tónleikum.
James segir að hann hafi fengið uppblástur úr laginu “Dead Reckoning” með Diamond Head fyrir Seek n' destroy. Lagið fjallar um þá fjóra Metallica meðlimi að fara og nota hatur sitt um allan bæ og berja og drepa alla.
Lagið var aldrei gefið út á smáskífu þrátt fyrir að vera eitt af frægustu lögum Metallica nú til dags.

10. Metal Milita - 5:12
Lagið er samið Af Hetfield, Ulrich og Mustaine.
Lagið er alveg dæmigerður stíll að öllum lögunum af Kill 'em all blandað saman og er frábært loka lag. Þetta lag hefur ekki verið tekið Live síðan uppúr 1985-6, en talað er um að þeir hafi gleymt hvernig lagið væri. James segir að lagið sé svona köllun til allra “metalhausa” að koma og hjálpa að berja alla.

Þegar maður hugsar vel útí það, þá eru öll lögin á þessari plöt mjög svipað og það næsta, en þrátt fyrir það getur maður ekki nefnt eitt leiðinlegt lag á þessari plötu. Maður verður kannski svoldið pirraður ég lélegu hljóðgæðunum, en þetta var nú 1983, en annars alveg rosaleg plata sem að allir Metal aðdáandur verða að heyra og eiga.

Mín lokaeinkunn 9,5