Þetta er mín umfjöllun af tónleikunum sem voru haldnir í Gamla bókasafninu í gær mánudag.

Severed crotch voru bara að halda stemninguni uppi alveg frá byrjun. Þeir byrjuðu sem upphitunn að taka Hammer smashed face sem sound-check en sammt án mics. Eftir það fóru þeir aðeins framm. Eftir það komu þeir og spiluðu frumsöminn lög sem ég man ekki hvað heita. Svo í endanum tóku þeir hammer smashed face aftur eftir að crowdið heimtaði þess en með mic þetta skipti. Þeir gerðu það bara með style!

Svo komu munnriður. Nú veit ég ekki hvernig uppstillingin er hjá þeim, en það var engin bassaleikari. En þeir voru sammt alveg að fá þennan heavy feeling án bassaleikara.

Svo komu withered. Þá var stemningin því miður að deyja út. Allir voru sennilega orðnir þreittir eftir allan hamagangin með hinum tvem hljómsveitunum (eða bara of “cool” fyrir black metal). En ég og tveir félagar mínir reyndum að halda stemninguni uppi með að slamma allan tíman. Úlfari gítarleikaranum tókst að slíta streng á sviði. Söngvarinn og lead gítarleikarinn héldu sammt fólkinu þarna með að spila einhvern bita af judas priest ásamt trommaranum Arnari.
Þetta kvöld voru þeir að spila eitt nýtt lag sem þeir höfðu samið Laugardaginn fyrir tónleikana. Magnað lag með sólóum og góðum melódískum riffum.

Ég get bara sagt að þetta voru eitt af betri tónleikum sem ég hef farið á. Stemningin var meiri en á metal kvöldið í TÞM þrátt fyrir að þetta var á gamla bókasafninu og böndin sem voru að spila (sem voru reyndar líka að spila í TÞM) voru bara frábær, þrátt fyrir að bassaleikarinn vantaði hjá Munnriðum. Ég fór þaðan aumur í líkamanum og með illt í hálsinum ánægður með tónlist kvöldsins
In trance we trust