Þessi stimpill “Nu-Metall” fer í taugarnar á mér vegna þess að í dag vilja mjög margir sem vita fremur lítið um tónlist skella þessu á allt popp-rokk. Ég ætla að reyna að leiðrétta þennan misskilning.
Nu-Metall er annað nafn yfir Rap-Metal, blöndu af hardcore rappi og Heavy Metal sem byrjaði á 9. áratugnum. Lagið Walk This Way með Run DMC og Aerosmith er t.d. dæmi um mjög early tilburði að þessu. Einnig mótaði t.d. Anthrax þessa stefnu á sínum tíma. Snemma á 10. áratug fóru svo Rap-Metal bönd að vekja athygli og þau, ásamt Grunge, ýttu öðrum Metal út sviðsljósinu.
Hljómsveitir sem voru brautryðjendur þessarar stefnu voru t.d. KoRn, Deftones og Rage Against The Machine. Þessar hljómsveitir tóku þátt í að móta alveg nýja stefnu sem varð mjög útvarpsvæn og vinsæl um miðjan áratuginn. Það varð til þess að ,,jakkafatagimpin” í Bandaríkjunum fundu lykt af peningum og fljótlega fórum við að sjá helling af böndum sem voru bara að reyna að fá bita af kökunni, þær voru ekki að gera þetta til að búa til góða músík. Dæmi um þetta eru Kid Rock, Linkin Park, Limp Bizkit og P.O.D. (æla).
Þar með var popp-rokkið undirlagt af Rap-Metal eða Nu-Metal, tónlist sem frumlegar og góðar hljómsveitir sköpuðu og vondar popphljómsveitir gáfu vont nafn. Þess vegna varð þessi stefna ein af þeim hötuðustu hjá alvöru rokkurum í kringum aldamótin. Minni spámenn fóru að apa þetta hatur upp eftir þeim æðri en þar sem þeir kynntu sér málin ekki nógu vel þá drógu þeir þá ályktun að allt popp-rokk væri Nu-Metall vegna þess að Nu-Metall var að miklu leyti popp-rokkið.
Á sama tíma og Nu-Metall byrjaði að verða popptónlist voru þeir til sem héldu áfram að byggja á tónlist þeirra sem mótuðu stefnuna og þróa hana áfram og stöðnuðu ekki bara. Frægasta dæmið um þetta er líklega Slipknot en annað dæmi er System of A Down en þeir hafa notað rapp töluvert í bland til að flytja textana sína. Þess vegna fóru margir þeirra sem blótuðu Linkin Park og Limp Bizkit að snúa sér að Slipknot sem voru frumlegir og forvitnilegir með grímurnar sínar (þó að þeir hafi kannski stolið hugmyndinni frá Mushroomhead) og SOAD. Að vísu endaði það svo með því að margar þessara hljómsveita annað hvort hættu eða urðu sell-out örfáum árum seinna en þetta var gaman á meðan það stóð, og sem betur fer gildir þetta ekki um allar hljómsveitir.
Þetta ætti að vera svona sæmilega rétt frásögn í grófum dráttum og vonandi útskýrir hún fyrir einhverjum Nu-Metal hugtakið betur svo að fólk geti notað það rétt. Sjálfur er ég nú samt ekki hrifinn af þessu nafni, vill frekar kalla þetta Rapp Metal eða, í sumum tilvikum, Alternative Metal en “to each his own”.
Enn allavega vona ég á þið hafið haft gagn og gaman af þessari grein og bið þá ykkar sem komið inn á síðu þessarar greinar til að vera með barnaskap og leiðindi og móðgast út af því að einhver útí bæ er ekki sammála þeim að halda leiðindunum og rifrildunum í lágmarki. Auk þess er mjög einfalt að svara bara ekki þeim sem byrja með leiðindi í staðinn fyrir að fara að rífast.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury