Pantera koma aldrei saman aftur 8. desember ætlar að reynast tónlistarsögunni erfiður dagur. Þennan dag árið 1980 var John Lennon skotinn til bana af geðveikum aðdáenda. Í gærkvöldi, 24 árum síðar var Dimebag Darrel, fyrrum gítarleikari Pantera, og núverandi gítarleikari Damageplan, skotinn til bana á sviði af snargeðveikum aðdáenda.

Damageplan voru að halda tónleika í Columbus í Ohio og voru bara rétt byrjaðir á fyrsta laginu þegar byssumaðurinn ruddist uppá svið, öskraði eittvað á Dimebag að um að það væri honum að kenna að Pantera hættu og skaut hann síðan margsinnis af stuttu færi. Fyrstu fréttir af árásinni gáfu í skyn að Vinnie Paul, trommarinn og bróðir Dimebag hefði líka verið drepinn en svo virðist ekki vera og sögur herma að hann sé heill á húfi. Eftir að byssumaðurinn skaut Dimebag skaut hann á áhorfendur og alls létust fjórir í þessari hryllilegu árás. Byssumaðurinn endaði síðan líf sitt þegar lögreglumaður mætti á staðinn og skaut hann.

Metalheimurinn er í sjokki eftir þennan atburð, svona lagað á bara að henda rappara! Fjölmargir frægir tónlistarmenn hafa vottað fjölskyldu Dimebag virðingu sína. Samsæringamenn hafa viljað bendla Phil Anselmo við þetta en það verða að teljast fáránlegar ásakanir.

R.I.P. Dimebag
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _