Iron Maiden - Piece of Mind Iron Maiden - Piece of Mind
Released: May 16th, 1983 :: UK Chart Position: 3

Lineup:
Bruce Dickinson (söngur)
Steve Harris (bassi)
Dave Murray (gítar)
Adrian Smith (gítar)
Nicko McBrain (trommur)

Áður en ég byrja vil ég benda fólki á það að það var ekki ég sem senti inn þessa “sérstöku” grein um ‘Powerslave’ núna um daginn. Og þá byrja ég.

The Beast on the Road túrinn, sem fylgdi plötunni ‘The Number of the Beast’ var í 8 mánuði og spiluðu þeir rúmlega 180 tónleika. Það var kannski aðeins og mikið fyrir Clive Burr sem hætti eftir túrinn. Ég hef heyrt mikið af sögusögnum um afhverju Clive hætti, sumar sannar, aðrar bara tóm steypa og ég held barasta að ástæðan hafi í raun verið samansafn af leiðindaatburðum. En það þýðir ekki að skíta ofan í brunninn, í staðinn kom Hr. Nicko McBrain. Nicko hafði verið að spila með frönsku grúppunni ‘Trust’ sem hitaði upp fyrir þá á allavegana einhverjum tónleikum af The Beast on the Road túrnum, ef ekki bara öllum. Nicko (sem er jafn enskur og bakaðar baunir) varð ágætis vinur þeirra Maiden manna á þessum túr. Svo þegar Clive hætti, þá var það ekkert vafamál hver mætti höndla kjuðana á þeim bænum. Clive fór hins vegar að tromma fyrir Paul í hljómsveitinni ‘Di’Anno'. En platan ‘Piece of Mind’ er meistarverk á allar hliðar.

"Originally, the working title was ‘Food For Thought’. Then we were talking about it in this pub in Jersey, where they were writing before they went into the studio, and one of us – we can never remember who, because I think we were pissed at the time – said, ‘Piece Of Mind,’ and we both went, ‘Yes! That’s it! Quick, get Derek on the phone.'
- Þetta sagði Rod Smallwood, umboðsmaður þeirra um nafnið á plötunni. Derek, sem nefndur er þarna, er sá sem var að mála plötualbúmin fyrir þá. Hann flaug reyndar allaleið til Nassau á Bahamaeyjum (þar sem platan var tekin upp) til þess að mála það á meðan þeir tóku upp. ‘Piece of Mind’ seldist betur en nokkur Maiden plata í Bretlandi, en fór aldrei ofar en 3. sæti á listanum. Þessi plata er að mati margra besta plata sem Maiden hafa gefið frá sér, en var af einhverjum ástæðum sjaldan gagnrýnd. Það birtust fáar greinar um hana í tímaritum, nema kannski í Kerrang!. Þar var fjallað ágætlega um hana og var hún kosin ”Number One Album of All Time" í lok ársins 1983 af lesendum Kerrang! og viti menn. ‘The Number of the Beast’ lenti í öðru.

And God shall wipe away all tears from their eyes;
and there shall be no more Death.
Neither sorrow, nor crying.
Neither shall there be any more Brain;
for the former things are passed away.

- Opinberunarbók Jóhannesar, kafli 14 vers 1.

Þetta stendur inní albúminu. Þetta er reyndar ekki beint uppúr biblíunni. Þar sem orðið ‘brain’, sem er þarna vel feitletrað, er núna, var í biblíunni orðið ‘pain’. En hvað eru þeir að babbla um? Eru þeir að tala um austrænu humgyndina af nirvana, sem útrýmir allri einstaklingsmeðvitun og -hugsun? Þetta gæti líka verið þeirra útskýring á kristinni trú, að hún væri bara fyrir heilalausa bjálfa. En líklega er þetta bara um Eddie kallinn. Það er einmitt mynd af honum utan á plötunni, þar sem búið er að saga hausinn á honum í tvennt, taka heilann út og skrúfa síðan hausinn aftur saman. Síðan eru að sjálfsögðu myndir af bandina, rétt áður en þeir næla sér í gómsætan bita af vel grilluðum heila. Þessi mynd (af Eddie), er samkvæmt Bruce, óbein tilvísun í gamlan Aztecískan helgisið, sem var framkvæmdur þegar mönnum var fórnað. Mm, juicy.


Where Eagles Dare (Harris)
Steve sagði við Nicko að þetta lag þyrfti að byrja á stuttu trommusólói. Nicko vann þá allan liðlangan daginn að þessu litla trommusólói og endaði með eitthvað 6-7 sekúndna trommubrjálæði þar sem hann sló á hvern einasta litla bút í settinu. Hann sýndi Steve þetta síðan daginn eftir en Steve tók ekki nógu vel í það og var bara eitthvað “nei… nei… nei.. ekki svona, bara eitthvað einfalt, eins og rat-tat-tat-tat… rat-tat-tat-tat (þú veist hvað ég meina)” Hann reyndi meira að segja að spila það fyrir Nicko, en gamla lopapeysan mín er betri á trommur en Steve Harris. Þannig að Nicko settist niður og spilaði þennan bút. Og Steve alveg bara “That's it!” og “it” varð að þessu frábæra “tónverki” sem við þekkjum öll í dag.

En lagið er byggt á skáldsögu eftir Alistair Maclean, sem kom út 1967, og hét einmitt ‘Where Eagles Dare’. 1968 kom síðan út mynd eftir bókinni. Hún hét líka ‘Where Eagles Dare’. Í henni léku Clint Eastwood og Richard Burton, en hún fjallar um leynilega björgunarferð, sem farin var til að bjarga Amerískum hersöfðingja úr fangabúðum Nasista í ölpunum. Ég hef hvorki séð myndina, né lesið bókina þannig ég get ekkert sagt ykkur um þetta… En aðeins meira um lagið. Nálægt miðjunni kemur skemmtilegur instrúmental kafli þar sem heyrist í helling af hríðskotarabyssum í bakgrunn. Þetta heyrist mun betur á cd útgáfunni en á plötunni og kassettunni. Hmm… já, lagið var tekið upp í tveim tökum… Ég held að það sé þá bara komið.


Revelations (Dickinson)
Úff… hvar á að byrja… Þetta lag er alveg ótrúlega magnað. Ekki nóg með það að laglínan, sólóin og bara hljóðfæraleikur almennt sé alveg í botni, heldur er textinn líka einhver sá magnaðasti sem ég hef lesið. Það eru í rauninni tvær merkingar á þeim texta. Auðvitað fjallar það um kristna trú og goðafræði, en á sama tíma er hægt að kynna sér málið betur og fá alveg nákvæmlega andstöðuna út. Aleister Crowley hét heimspekingur einn og hafði hann mjög mikil áhrif á Bruce í textagerð. Crowley hélt því fram, því hann var jú svona íþrótta-heimspekingur, að ef maður myndi beina allri orkunni sinni í heilann gæti maður haft mikil áhrif og breytt því hvernig hlutir eru. Hann lýsti trú sem villandi og ónothæfu fyrirbæri sem stuðlaði að óvirkni. Hann vildi líka meina að maðurinn ætti að berjast við náttúruna, til þess að æfa heilann og kraftinn sem í honum býr og ná þannig endalausri hamingju. Bruce samdi lagið til útfrá þessum kenningum. Ef maður horfir lengra inní textann kemst maður að lögmálinu um að maðurinn geti opinberað sjálfan sig, fyrir sjálfum sér. Þannig að þetta er soldið snúið, öðru megin er talað um kristna trú og hinu megin er talað um eitthvað sem trúarbrögð vilja bæla niður.

En laginu er eiginlega skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti er útdráttur úr sálmi eftir G.K. Chesterton, sem Bruce lærði í skóla. Bruce valdi þetta því honum fannst það eiga vel við á þessum tímum, þó svo það hafi verið skrifað á í kringum aldamótin 1900. Bruce segir líka að það sé mikið um peninga í heiminum í dag, en raunin sé sú að því meiri pening sem þú átt, því minni líkur séu á því að þú verðir virkilega ánægður.

Tveir seinni partar lagsins eru tilvísanir í Hindú. "Just a babe in a black abyss“ er komið frá Crowley. Orðið ‘babe’ er myndlíking á manneskjunni og ‘black abyss’ er heimur þar sem öll von er horfin. ”No reason for a place like this“ sýnir síðan ruglið í því ef maðurinn væri til á jörðinni ef enginn von væri til. Þá komum við að ”The secrets of the hanged man“. Í mörgum Hindú trúarbrögðum er hengdi maðurinn svona good luck sign. ”Smile on his lips“ er síðan leyndarmálið.

The venom that tears my spine“. Er væntanlega Hr. Kundalini. Í jóga er talað um Kundalini, sem er lítill snákur sem býr í hryggnum á öllum. Með fullnægingu eða djúpri hugleiðslu verður svo til andleg vera sem kallast því göfuga nafni Samadhi og táknar yfirskilvitlegt samband við Guð. Á sama tíma fer Kundalíníið í gang og klifrar upp hryggjaliðinn og inní heilann, þar sem hann spýtir út eitri. Sambandið milli eitursins og efnisins sem heilinn er búinn til úr myndar síðan samband við Guð. Svo með ”The Eyes of the Nile are opening“ er gefið í skyn, alla möguleikana sem gætu átt sér stað um leið og þetta eitur er komið inní einstaklinginn.
Sniðugt nok, að biblían skilgreinir einmitt að snákurinn sé illskan í holdlegu formi, á meðan Hindú speki segir hann vera merki sköpunar og gleði. Snákurinn er þar með kominn með jákvæða og uppbyggilega hlið. ”The Serpent's Kiss“ (koss snáksins) hefur líka verið umfjöllunarefni Crowleys í þónokkuð mörgum heimspeki umræðum. Þá er minnst á ”The Eye of the Sun“, þar sem sólin er merki sköpunar og táknar karlmannlegu hliðina á lífinu. Kvenlega hliðin kemur síðan inní þetta aðeins seinna með orðinu ”Moonlight“. Öll setning ”Moonlight catches silver tears I cry" lokar síðan hringnum þar sem silfur er litur sólarinnar. Þar með finnum við bæði kvenkyns og karlkyns einingar sem geta ekki verið aðskildar.

Í raun telur þessi heimspeki heiminn vera tvöfaldann heim þar sem allt er til, einungis vegna þess að andstæða þess er til. Í öðrum orðum, það er engin tvískipting eins og í kristni, þar sem gott og illt er aðskilið og öllu illu þarf að eyða. Það vill svo til að öll önnur stór trúarbrögð eru byggðar á tvískiptingu smáhlutana. T.d. Ying og Yang í Kína og Kaballah fyrir gyðinga. Bruce fer mjög vandlega með öll mál þarna og eins og ég sagði áðan, líklega einn besti texti sem ég hef lesið.


Flight of Icarus (Smith, Dickinson)
Þetta lag er lauslega byggt á gömlu grísku sögunni um Dædalus, sem var fangaður af Mínosi konungi Krítar og settur í völundarhús (sem Dædalus byggði sjálfur) ásamt syni sínum; Íkarusi. En þeir dóu sko ekki ráðalausir. Þeir fengu þá hugmynd að búa til vængi úr kertavaxi og fljúga síðan bara í burtu. Þetta var að sjálfsögðu hægt í gamla daga og meira að segja flaug Íkarus of nálægt sólinni þannig að vængirnir hans bráðnuðu bara, þrátt fyrir að pabbi hans hafi varað hann við því. Íkarus datt síðan í sjóinn og drukknaði.
Það kom líka út smáskífan ‘Flight of Icarus’ og var það fyrsta smáskífan sem þeir sendu frá sér í Bandaríkjunum. Laginu gekk ágætlega og komst í 12. sæti í USA og 11. í Bretlandi. Þetta var á þeim tíma eina lagið þeirra sem hafði eitthvað verið spilað í Bandarísku útvarpi (sem og reyndar Cross-Eyed Mary, en meira um það á eftir). Eins og ‘Run to the Hills’ er coverið á smáskífunni á svipuðum stað í helvíti og ‘The Number of the Beast’ coverið. En þar sem Íkarus flaug ekki of nálægt sólinni í helvíti. Til að laga þann vanda lét Derek Riggs hann hafa flogið of nálægt flamethrower-útbúnum Eddie.


Die With Your Boots On (Smith, Dickinson, Harris)
George Orwell sagði árið 1984 að óvinurinn væri aldrei sá sami, en það væri alltaf til óvinur sem keyrði ótta fólksins áfram. Þetta kemur laginu í sjálfu sér ekkert við, en það er svona svipaður boðskapur í þessu. Á þeim tíma sem lagið var samið var Kalda Stríðið í mestu makindum og allir skíthræddir um að kjarnorkustríð væri á leiðinni. USA og USSR voru alltaf að rífa kjaft við hvorn annan og voða gaman. En þrátt fyrir að USA og USSR (eða bara Rússland núna) séu hætt að deila, þá er kominn þessi nýji óvinur; hryðjuverkamaðurinn. Og allir skíthræddir við kjarnorkustríð, ennþá. Í stuttu máli; ekkert hefur breyst og ráðleggingin "Die with your boots on" er alveg nothæf ennþá. Það er ekki verið að hvetja til þess að menn fari í herinn og deyji síðan stoltir, heldur verið að hvetja til þess að standa gegn þessum ótta sem leiðtogar þessarar plánetu eru að nota gegn okkur. Enda getur hræddur maður ekki hugsað rökrétt og sér þar af leiðandi ekki hvað stjórnvöldin eru að gera í alvörunni. En frakkinn (The Frenchman) sem nefndur er í öðru versi er að öllum líkindum Michel de Notre-Dame, eða Nostradamus. Það eru alltaf einhverjir sem grafast ofan í spárnar hans þegar eitthvað slæmt skeður, hræðilegustu örlögum okkar er spáð og það gerir lítið annað en að dobbla óttann.
En allavegana, ‘Die With Your Boots On’, frábært lag í alla staði, Bruce fer alveg á kostum og lagið á alveg rosalega vel við á þessum tímum.


The Trooper (Harris)
Líklega auðþekkjanlegasta lag sem Maiden hafa gefið frá sér. Það segir frá árás breska riddaraliðsins á Rússneska herinn í the Crimean War (ég veit ekkert hvernig það íslenskast…) 25. Október 1854, sem var stór þáttur í þessu stríði. ‘The Charge of the Light Brigade’ var farin af Lord Cardigan og hans léttútbúna riddaraliði. Rússarnir höfðu náð einhverjum outpostum og einhverjum fallbyssum. En það að Rússarnir myndu ná þessum byssum gerði alveg útaf við Bretana, það mátti bara ekki ske. En þegar Lord Raglan, sem stjórnaði þessu svæði, tók eftir því skipaði hann Lord Cardigan að fara og ná byssunum aftur. En einn var hængur á þeim málum, Lord Raglan var uppá hæð og hafði góða yfirsýn yfir dalinn, á meðan Lord Cardigan og hans menn voru neðst í dalnum og höfði því takmarkaða sýn á svæðið. Einu byssurnar sem þeir sáu voru lengra inní dalnum, um 2.2 mílum frá staðnum sem þeir voru. Það var náttúrulega bara rugl að senda riddaralið á móti fallbyssum, en skipun var skipun. Greyið strákurinn sem kom með skipunina reyndi að segja Lord Cardigan að hann væri að fara í vitlausa átt, en hann hlustaði ekki. 670 hugrakkir menn fóru af stað með Cardigan fremstan í flokki. Rússarnir trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu Bretana nálgast og byrjuðu ekki að skjóta strax. En svo byrjaði blóðbaðið. Þegar þetta var búið voru 195 menn eftir. Cardigan, sem hafði farið fyrstur inní bardagan, kom að sjálfsögðu fyrstur út. Hann lét mennina sína finna sína eigin leið í burtu.

Þessi árás, tákn um hugrekki hermanna og hugsunarleysi herforingja, var á sama ári gerð ódauðleg í ljóði eftir Lord Tennyson. Og til að sýna hversu vinsælt þetta ljóð varð ætla ég bara að quota einn gagnrýnandann: "The poem has become almost too popular for discussion; it is the one stirring, galloping piece of energy which all shades of mind and sympathy seem to admire alike.". Sama komment mætti alveg nota yfir lagið, en ljóðið má hinsvegar finna þarna –> http://eserver.org/poetry/light-brigade.html

'The Trooper' kom síðan út á smáskífu 20. Júní 1983. Á bakhliðinni var lag eftir Jethro Tull sem kallast ‘Cross-Eyed Mary’ og voru Maiden aðeins búnir að pússa uppá það. En þrátt fyrir það þá er það í rauninni ekkert meira en bara b-lag, en kaldhæðnislega, þá fékk það meiri spilun í bandarísku útvarpi en framhliðar á smáskífum fengu venjulega. Já, coverið á smáskífunni er eiginlega cover cover mynd. Þarna er Derek Riggs eiginlega að covera suðurríkjafánann. Sjá mynd þarna -> http://img108.exs.cx/my.php?loc=img108ℑ=southrise.jpg
og þarna -> http://img108.exs.cx/my.php?loc=img108ℑ=the_trooper.jpg
Mér finnst Derek hafa staðið sig mun betur en hinn bjálfinn.


Still Life (Murray, Harris)
"We were sick and tired of being labelled as Devil worshippers and all this bollocks by these fucking morons in the States,“ he says, ”so we thought, ‘right, you want to take the piss? We’ll show you how to take the bleeding piss, my son!' And one night the boys taped me in the middle of this Idi Amin routine I used to do when I'd had a few drinks. I remember it distinctly ended with the words, ‘Don’t meddle wid t'ings yo don't understand.' We thought, if people were going to be stupid about this sort of things, we might as well give them something to be really stupid about, you know?
- Nicko McBrain um byrjunina á þessu lagi. Hann segir í rauninni:
Hmm, Hmmm. What ho sed de t'ing wid de t'ree bonce. Don't meddle wid t'ings you don't understand. <rop>

Þetta kemur laginu í sjálfu sér ekkert við, en það er gaman af þessu. En ‘Still Life’ er gott lag. Eitt það besta á plötunni. Það fjallar um einhvern sem er eitthvað obsessed með einhverja anda í einhverri laug einhversstaðar. Hann sér andlit í vatninu, hann fær martraðir og svoleiðis dót. Á endanum dregur hann síðan kærustuna sína með sér og þau drukkna bæði þarna. Það hefur verið stungið uppá því að þetta lag sé byggt á smásögu eftir Ramsay Campbell sem kallast ”The Inhabitant of the Lake“. En það er hvergi minnst á þennan mann þannig að það er nokkuð erfitt að vera viss. Þetta hefur að vísu alltaf minnt mig á Dead Marshes úr ‘Lord of the Rings’ eftir JRR Tolkien. Steve hefur líka minnst á það að það sé um óttan að drukkna. En það skiptir í raun ekki máli, þetta er æðislegt lag. Svo kemur Nicko líka við sögu í endann á laginu og segir: ”Yeah, that was fucking great!"


Quest for Fire (Harris)
Árið 1909 kom út bók eftir JH Rosny aîné. Hún hét ‘Quest for Fire’. Árið 1981 kom út mynd leikstýrð af Jean-Jacques Annaud. Hún hét ‘Quest for Fire’. Árið 1983 kom síðan út þetta lag. Bæði bókin og myndin eru um það þegar einhver gaur í eldgamla daga býðst til þess að fara og finna annan eld. Því þeir týndu hinum. Eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki afhverju þeir minnast á risaeðlur í byrjun lagsins ("In a time, when dinosaurs walked the earth"). Það eru engar risaeðlur, hvorki í myndinni né bókinni. Og það hafa meira að segja aldrei verið til menn og risaeðlur á sama tíma. En það skiptir ekki öllu, þessi gaur sem fer í þetta mission, að finna eld, á ekki sjö dagana sæla. Hann er ekki jafnstór, ekki jafnsterkur og ekki með klær eins og hin dýrin. En það að geta notað eld var bónusinn hans. Þessi saga sýnir basically hvers vegna maðurinn lifði af. Margir segja hins vegar að þetta sé lélegasta lagið á plötunni. Ég veit ekki hvort ég samþykki það, en þó svo að það segi ekki mikið um lagið, ekki ef það er á plötu af þessu kalíberi. Gott lag að mínu mati.


Sun And Steel (Smith, Dickinson)
Þetta ágæta lag er um goðsagnakennda samúræjann Miyamoto Musashi sem var lifandi í kringum 1600. Hann átti að hafa verið mesti samúræji sem nokkurn tíman hefur lifað. Hann átti að hafa unnið fyrsta dúelið sitt 13 ára og hafi þá tileinkað líf sitt því að fullkomna sverðalistina. Hann eyddi mestum tímanum sínum í að ferðast og hugleiða. Hann málaði líka mikið og sérhæfði sig í sjálfsmyndum og landslagsmyndum. Á seinni árum hans skrifaði hann bókina ‘Book of Five Rings’ ( http://www.cyberpathway.com/musashi/ ) sem segir frá listinni að berjast með sverði, í smáatriðum. Þetta lag hefur líka verið útnefnt leiðinlegt af Maiden aðdáendum, en tjahh hvað skal segja? Þetta er ágæt lag.


To Tame A Land (Harris)
Enn eitt frábært, epískt lag eftir Steve Harris. Þetta er í sama flokki og lögin ‘Phantom of the Opera’, ‘Rime of the Ancient Mariner’ og ‘Alexander the Great’. Það er byggt á sögu eftir Frank Herbert, sem kallast ‘Dune’. ‘Dune’ er ein mesta sci-fi saga allra tíma og sú fyrsta sem kom út í seríu af bókum. Ástæðan fyrir því að lagið heitir ekki bara Dune er best sögð af Bruce sjálfum á tónleikum í Svíþjóð 1983:

"Next song is all about a gentleman who wrote a science-fiction book called Dune, this one (…). He's an American called Mr. Frank Herbert, this particular gentleman, alright? And Mr. Herbert, as it turns out, is a bit of a cunt actually, because he… among other things he said that if we called this track that we wrote on the album ‘Dune’, that he'd sue us and stop the album coming out, and all kinds of very unpleasant things… So we had to re-title the track which is on the new album, and we had to call it ‘To Tame A Land’.
- Bruce Dickinson, Stokkhólmur, 5 Júní 1983.

En ef fólk er ekki búið að lesa bókina, þá skilur það hvorki upp né niður í textanum á laginu. Né myndinni. Ég veit ekkert hvar tölvuleikurinn kemur inní þetta allt saman þannig við skulum bara sleppa honum. Þannig já, ef þú hefur lesið bókina/bækurnar, þá skaltu lesa textann. Ef þú hefur ekki lesið neina Dune bók, þá skaltu lesa allavegana einhverjar þeirra og lesa síðan textann. En lagið sjálft er líka alveg frábært, byrjar hægt, fer inní þennan æðislega söngkafla og endar með löngum og flottum instrúmental kafla sem fékk innblástur frá klassíska lagiu ‘Asturias’ eftir spánska höfundinn Isaak Albeniz. Ég ætla að láta þetta enda á kommentum um þetta lag. Þetta sagði Steve Harris í viðtali við John Stix einhvern tíman um miðjan 9unda áratuginn: ”This is the best song I've ever written. I was really pleased with ‘Phantom’, but now I have to say that this is the best."


Jæja já. Þetta er góð plata, sterk heild og gaman að hlusta á hana. Mikið um falleg lög og lítið um leiðinleg lög. Eða bara engin leiðinleg lög, það verður ekki mikið minna. Ég ætla að gefa henni 8.5 af 10.
indoubitably