Killers - Iron Maiden Iron Maiden - Killers
Released: February 2nd, 1981 :: UK Chart Position: 12

Killers er góð plata já. Með þessari plötu héldu Maiden menn áfram að verða meira heimsfrægir og hjálpaði þessi plata þeim alveg þónokkuð. Hefur selst í meira en milljón eintökum um allan heim og þó það sé kannski ekki mikið fyrir stórstjörnur, þá er það þónokkuð fyrir einhverja fótboltanörda frá Englandi. En allt í allt er Killers bara hin þokkalegasta plata. Eins og ég sagði í seinustu grein minni, þá hef ég aldrei fílað Di'Anno og finnst mér hann draga þessa plötu niður örlítið. Tjahh, eða það að það vantar alla epísku smellina sem nánast allar aðrar Maiden plötur hafa (td ‘Phantom of the Opera’, ‘Hallowed By Thy Name’, Rime Of The Ancient Mariner' og fleiri). En þrátt fyrir það, þá er fullt að góðum lögum á þessari plötu, þar á meðal tvö instrúmental lög og jú, ‘Wrathchild’, sem er uppáhald margra.

Þarna er Dennis Stratton farinn. Hann hætti því hann var ekkert á sama leveli og þeir, tónlistarlega séð og var eiginlega í öðrum pælingum, hvað tónlist varðaði. En í staðinn kom æskuvinur Dave Murrays, Adrian Smith. Murray bauð honum að vera með áður en þeir gáfu út ‘Iron Maiden’, en hann afþakkaði því hann ætlaði að reyna að meika það með hljómsveitinni sinni (sem ég man ekkert hvað heitir…). En eftir að hann sá hversu vinsælir þeir urðu eftir fyrstu plötuna, hikaði hann ekki þegar Murray bauð honum að vera með. Sem var mjög gott. Frábær gítarleikari og lagahöfundur þar á ferð. Martin Birch, fyrrum pródúser Deep Purple er líka kominn og byrjaður að hjálpa þeim þarna og gef ég honum nokkur prik fyrir vel unnið verk.

The Ides of March (Harris)
1:44. Stysta lag Maidens og alltof stutt að mínu mati. Gott og skemmtilegt lag, sem kveikir vel í plötunni. “Beware the ides of March” sagði í bókinni ‘Julius Ceasar’, eftir Shakespear. The Ides of March er í rauninni dagurinn sem Ceasar var myrtur af Brútusi og hans mönnum, 15 mars. Sögulega passar þetta alveg og gæti þar með verið fyrsta lagið þar sem Maiden vitnar í mannkynssöguna. Í instrúmental lagi.


Wrathchild (Harris)
Þetta er eiginlega THE lag af plötunni. Virkilega skemmtilegt og fjörugt, grípur mann strax og gaman að hlusta á það. Það kom fyrst út á ‘Metal for Muthas’ safnplötunni, það er einmitt ástæðan fyrir því að þetta lag var ekki á ‘Iron Maiden’ plötunni. Jú, og það að þeir voru eiginlega ekkert ánægðir með fyrstu útgáfuna og vildu taka það upp almennilega. Þess má kannski geta að gítarleikurinn í kringum sönginn (litlu sólóin í pre-chorusnum) voru frá Adrian Smith. Hann bjó þau til og ákvað að skella þeim með. Það mótmælti enginn, enda kemur það bara helvíti vel út. Ehh, já, lagið fjallar um ungan mann, sem er að leita að pabba sínum. Líklega á ofbeldisfullan hátt.


Murders in the Rue Morgue (Harris)
Lauslega byggt á smásögu eftir Edgar Allan Poe, sem heitir einmitt ‘Murders in the Rue Morgue’. En þegar ég segi lauslega, þá meina ég að það eina sem þau hafa sameiginlegt, fyrir utan titilinn, er að þetta er um mann sem er að flýja vegna þess að hann átti að hafa drepið tvær konur í Rue Morgue í París. Þessi gata er víst ekki til í alvörunni. Ef maður hlustar á seinustu tvær línurnar í laginu heyrir maður: “But I know that it's on my mind. That my doctor said I've done it before.” Þetta fær mann aðeins til að hugsa. Gæti hann verið saklaus? Drap hann stúlkurnar after all? Hann var jú með blóð á höndunum, en það er engin sönnun…


Another Life (Harris)
Þetta er skrítið lítið lag um einhverja persónu sem er óánægt með lífið og er víst á leiðinni að fremja sjálfsmorð. En jæja, lagið sjálft mjög gott, en textinn, tjahh, Harris hefur eitthvað verið úti að aka og hefur ákveðið að endurtaka bara sama versið þrisvar… Kannski til að leggja meiri áherslu á þá. En all in all þá er þetta ágætis lag. Flott intro sóló hjá Dave.


Genghis Khan (Harris)
Þetta er örugglega bara besta instrúmental lag sem ég hef heyrt á allri minni lífstíð. Ótrúlega mörg flott rythmaskipti, sem sína trommuhæfileika Clive Burr's útí gegn. Ég veit ekki hvort þetta lag sé tileinkað Ghengis Khan, eða þeir hafi bara ákveðið að nefna það það. Genghis Khan var mongólískur hernaðarsnillingur og átti stærsta “land” í sögu heimsins. Hann er á sama leveli og Sesar, Alexander Mikli og þannig gaurar. Ghengis Khan þýðir ‘Universal Ruler’ (á mongólísku líklegast, ég kann það tungumál ekki og get því ekki verið viss). Hann var skýrður Temujin og ég veit ekki hvað og hvað. Hann lagðist aldrei í það að læra að lesa, en var andskoti góður í því að drepa margar milljónir manna.


Innocent Exile (Harris)
Þetta lag heldur áfram með þemað frá ‘Murders in the Rue Morgue’, um morðingja á flótta. Basslínan í byrjun átti upphaflega að vera spiluð á gítar og bassinn átti að slá gripin í bakgrunn. En viti menn, þeir skiptu. Svona bara mellow lag miðað við Maiden. Eins og sagði áður, þá er bassaintróið flott, en sólóin eru einfaldlega brillíant og seinni helmingurinn af laginu er bara tær snilld.


Killer (Di'Anno, Harris)
Þetta er óneitanlega toppurinn á plötunni, þarna fer morðingjaþemað alveg í botn, þegar við skjótumst inní huga morðingja, og hlustum á Paul lýsa morðum frá sjónarhorni morðingjans. En það er skondin setning í textanum: “I have no one, I'm bound to destroy all this greed. A voice inside me, compelling to satisfy me.” Þetta er líklegast tilvitnun í það að morðinginn er ekki bara keyrður áfram af einskærri eyðileggingarþrá, heldur gæti verið basically bara hálfklikkaður. Di'Anno samdi textana í þessu lagi. Þeir gerðu myndband áður en platan kom út, og það vill svo til að textarnir á myndbandinu eru ekkert þeir sömu og á plötunni. Þeir voru ekki ánægðir með þann texta, en hann er ennþá til á þessu vídjói.


Prodigal Son (Harris)
Lengsta lagið á plötunni (jibbí) og alveg æðislega fallegt lag. Þetta lag er um mann sem minnist á glataða soninn, sem er einmitt talað um í sjálfri biblíunni. Eða einhverri þannig bók. En þetta er samt ekki bein “þýðing” þaðan, heldur er þessi maður að játa sína fortíð frá Lamia. Nú, hvað í andskotanum er Lamia? Þetta er ekki í biblíunni. Nei, lamia er, samkvæmt Grikkjum og Rómverjum (til forna) kvenkyns djöfull sem étur börn og var notað til að hræða þau. Svipað og jólakötturinn hérna. En samkvæmt goðsögninni var hún upprunalega Líbísk drottning, elskuð af Júpíter (Seif í Grikklandi), en þegar hin afbrýðissama Juno (Hera í Grikklandi) stal krakkanum hennar snappaði hún alveg og ákvað að hefna sín á börnum. Nei, kannski ekki alveg eins og jólakötturinn. En það er lag með hljómsveitinni Genesis sem heitir ‘The Lamia’, á albúmi sem heitir ‘The Lamb Lies Down on Broadway’. Steve Harris var big fan af þessari hljómsveit á þeim tíma sem hann samdi þetta lag og gæti verið að hann hafi verið undir áhrifum frá þeim þegar hann samdi textann að þessu lagi.


Purgatory (Harris)
Þetta lag er endurútgáfa af lagi sem Maiden spiluðu í gamla daga ('76 og ‘77) og kallaðis ’Floating'. Textinn í laginu er eiginlega ljóð, og eins og flest ljóð er meiningin ekkert voðalega augljós. Þetta gæti verið framhald af ‘Twilight Zone’ (sem er að vísu á eftir þessu lagi á mínum disk…) eða þetta gæti verið einhverskonar draumur… En who cares? Þetta er gott lag.


Twilight Zone (Harris, Murray)
Þetta lag var á bandarísku útgáfunni af ‘Killers’ en ekki evrópsku. Ástæðan er að smáskífan ‘Twilight Zone’ var gefin út í Evrópu, en ekki í USA. Þetta átti upprunalega að vera bakhlið á einhverri smáskífu, en það var bara svo flott að þeir ákváðu að hafa það framhlið. Martin Birch var ekki með þeim þegar þeir tóku þetta lag upp, þannig að pródúsering skrifast á bandið sjálft. Sagan, sem hefði alveg getað verið söguþráður í einum þætti af bandarísku þáttaröðinni ‘The Twilight Zone’, er um einhverja vofu sem lifir í hreinsunareldi (purgatory), leiðist svakalega og þráir ennþá gömlu elskuna sína. Gengur meira að segja svo langt að áforma það að drepa hana svo hún geti stytt honum stundir þarna.


Drifter (Harris)
Með smá ímyndunarafli getur þetta lag alveg eins verið lokahnúturinn á morðingja þemuna sem rennur í gegnum plötuna. Það fjallar um möguleikann á nýjum byrjunum og von í framtíðinni. Fílíngurinn í laginu er mun glaðlegri en gengur og gerist á þessari plötu. Þetta er eitt af þeim lögum sem eru einfaldlega skemmtilegri live. Þeir gerðu víst eitthvað grín að laginu ‘Walking on the Moon’ með The Police, þegar þeir spiluðu það live, en ég hlusta ekki á þannig rusl þannig ég veit ekkert um það. Sumum finnst þetta lag hálfleiðinlegt, en þeir mega bara sjúga stóran fyrir mér. Gott lag.


Eins og ég sagði seinast, þá þoli ég ekki Paul Di'Anno, þannig að hann heldur áfram að draga þá niður. En þrátt fyrir það er stemmningin á plötunni fullkomin fyrir Paul og þar af leiðandi er það ekki svo alslæmt. Adrian Smith kemur líka og gefur góðan blæ. Platan fær 6 af 10.

Takk fyrir mig.
indoubitably