Bloodbath - Nighmares Made Flesh(2004) dómur og umfjöllun um hljómsveit Hvar á maður að byrja þegar hljómsveit eins og Bloodbath er annars vegar?, allir meðlimir hennar skipa mikilvægann sess í sænskum-þungavigtar-metalböndum(Opeth, Katatonia, Edge Of Sanity)?.

En þessir menn eru Jonas Renkse[Bassi], Anders Nyström[Gítar], Dan Swanö[Trommur] og síðast en ekki allra síst hinn almáttugi Mikael Åkerfeldt[Söngur/gítar]. Allavega, þetta stórkostlega line-up var á tveimur fyrstu diskunum.

Þröngskífan Breeding Death sem kom út 1999 og meistarastykkið Resurrection Through Carnage sem kom út 2002. !Óldskúl to the max! er orðið sem menn leita að þegar lýsa skal þessum plötum.
En hafa skal í huga að þeir beittu miskunarlaust öllum brögðum til að gera tónlistina hljóma sem svakalegasta. Gítarinn á Resurrection var t.d. riggaður og tekinn upp með einhverri digital tækni sem ég kann ekki að gera skil á.

En allavega, þeim tókst allavega að skapa drulluþétt, blóðugt og heimsendissýnar andrúmsloft sem minnir á upphafið á death-metalinum sem á rætur sínar að rekja til “Bay Area” og þess konar senu. Ég átti allavega ekki orð þegar ég heyrði Ways To The Grave á Resurrection og ég missti saur yfir Like Fire sem er eitt af mínum uppáhaldslögum.
Vel útfærð plata sem snertir tilfinningar margra metalhausa, sérstaklega þessara eldri.

En nóg um þetta, tímar eru breyttir og almáttugur Åkerfeldt er farinn í frekari verkefni með Opeth og hann Peter Tågtgren er tekinn við söngnum og hann Dan Swanö er kominn á gítar og nýr trommari tekinn við, en hann ber nafnið Martin Axenrot en flestir kannast við hann úr hljómsveitinni Satanic Slaughter.
En að missa Åkerfeldt hefur verið mikil blóðtaka því að maðurinn veit hvað hann syngur þegar kemur að semja músík.

Snúum okkur nú að disknum, minna er um þennan !óldskúl to the max! frasa og hugmyndum að nýjum metali hefur verið flaggað og áherslur hafa verið breyttar eilítið. Þéttleikinn er ekki eins rosalegur(enn og aftur Resurrection og Breeding) og meira er um hraðar skiptingar og gítarinn groglar ekki jafnmikið og virkar skýrari fyrir mín eyru(og fær undirritaður stundum þá hugmynd að hann sé að hlusta á blackmetal). Einnig trommusándið er svolítið óþétt en það kemur ekki að sök(allavega ekki að miklu leyti en miðað við Resurrection….).

En ekki misskilja mig, mér þykir þessi diskur alveg frábær í alla staði og töffaraskapur og margt meira spilar þar inn í, það sem ég er að reyna að ýja að er að þessi diskur situr ekki jafnlengi í manni og hinir tveir.
Klassastykki en samt ekki meistaraverk eins og Resurrection og Breeding… þeir eru orðnir hvað á maður að segja “vondari” eitthvað “át tú get jú and krush intú píses!” thing going on. Ekkert eitthvað um að ráða yfir heiminum( Mikael “I am eternal, the ruler of the earth and sky, I am infernal…” og eitthvað meira sem ég man ekki eftir í augnablikinu).

En spilamennskan er mjög góð oft á tíðum og hann Martin Axenrot sómar sér mjög vel með trommuleik sínum við hraða spilamennsku og löngum hástemmdum öskrum Peters Tågtgrens. Sérstaklega lagið Outnumbering The Day sýnir hann í fínu ljósi. En það sem greip mig strax var lagið Brave New Hell. En það er að mínu mati smá skírskotun í óldskúlið(sem er gott) og fær mann til að vagga í aðra öxlina. En þið sem hafið hlustað á plötuna ásamt hinum vitið hvað ég er að meina með að þeir séu kannski aðeins nýtískulegir, sem þarf ekki að vera vont.

En þið sem ekki hafið heyrt í gamla sjittinu með þeim, Þið ættuð að sjá sóma ykkar í því að kaupa þessar plötur því að þessar plötur eru algert möst ef maður vill rifja upp kynnin af gamla sjittinu. En varðandi dóminn á þessari plötu þá lagði ég í hann með því veganesti að vera tvíræðin og þess vegna gef ég honum tvo dóma.

Þessi diskur er algert möst í hilluna og fær - 4 af 5 - ef ég læt gamla draslið fjúka og einblíni á þennan disk. En annars vegar fær hann - 3 af 5 - af mínu mati(gert með viðhorfi til óldskúl death-metalsin.

Afbragðs metal diskur sem á skilið mikla hlustun á rúntinum og heima. Peter sýnir enn og aftur að hann sé afbragðs söngvari og einnig sýnir diskurinn að hann Dan Swanö er sá mesti “muligmand” sem Svíametallinn hefur getið af sér. Maðurinn getur allt!
En topparnir á þessari plötu að mínu mati eru; Cancer Of The Soul, Brave New Hell, Outnumbering The Day, The Year Of The Cadaver Race og Blood Vortex.

p.s. Mikið er um tvíræðni í þessum dóm, en ég get ekki að því gert vegna þess að ég ennþá svolítið fúll yfir brottför Mikael Åkerfeldt(hefði viljað að heyra einn disk enn með honum í fararbroddi) og þessari breytingu sem varð á þeim við það. Svo að ekki koma með heimskulegar ályktanir að ég sé að segja eitt en síðan meini annað.

Axlaf Zargath