Avenged Sevenfold

Meðlimir:
M. Shadows - Söngur
Zacky Vengeance - Gítar
Synyster Gates – Gítar (Lead)
The Reverend - Trommur
Johny Christ - Bassi

Hljómsveitin var stofnuð af fimm ungum drengjum frá Orange Country í Colorado í Bandríkjunum og voru þeir ennþá í grunnskóla og voru undir miklu áhrifum frá böndum eins og: Pantera, Metallica, Iron Maiden og Guns N Roses svo eitthvað má nefna og voru þessir ungu drengir staðráðnir í því að “meika” það í tónlistabransanum.
Þeir ætluðu að hljóma ljóðlegir hafa hreinan söng eins og Iron Maiden og fara svo út í harðar eins og Pantera.

Þeir gáfu út sína fyrstu plötu þegar þeir voru 18. ára og heitir hún því furðulega nafni: “Sounding the seventh trumpet” og er það að mínu mati frábær plata með mörgum glæsilegum “riffum” og er stórtskemmtilegt að hlusta á hana.
Ég mæli með: We come out at night, Lips of deceit, Warmness on the soul. Mæli sterklega með Warmness on the soul, frábært rólegt lag og heyrist vel hvað M. Shadows er frábær söngvari.

En 2003 þá kom 2. plata með þeim út og ber hún nafið “Waking the fallen” og get ég sagt ykkur að hún er meistarverk. Og marker nýja stefnu í punk, rokk og metal geiranum. Þegar þeir voru að gera hana þá voru þeir með “producer” og til að byrja með þá voru þeir nokkuð stressaðir vegan þess að þeir vildu ekki að samsetningin á lögunum myndi breytast, en þeir komust yfir þær áhyggjur. Charles Cross sagði í Rolling Stones blaðinu að flestir ættu að reyna að sjá þá. Og kallaði hann þá “goth” band með söngvara sem líkist Elvis en hljómar eins og Axl Rose.

En ég ætla að hafa smá umfjöllun um “Waking the fallen” og ég mæli eindregið með því að þið reynið að komast yfir eintak af henni þótt erfitt sé kannski. En ég get reddað ykkur disknum….. Hmm skulum ekki tala um það meira ;). Sendi mér bara póst. En hér kemur umfjöllunin.

“Waking The Fallen”

1. Waking The Fallen
2. Unholy Confessions
3. Chapter Four
4. Remenissions
5. Desecrate Through Reverence
6. Eternal Rest
7. Second Heartbeat
8. Radiant Eclipse
9. I Won't See You Tonight Part 1
10. I Won't See You Tonight Part 2
11. Clairvoyant Disease
12. And All things Will End

1. Waking the fallen: Nokkurn veginn intro lag, byrjar með nokkurn veginn “hmmli” og öskrum og rennur svo út í söng í smástund og endar svo snöggt, þess má geta að lagið aðeins 1:42.
2. Unholy Confessions: Lagið sem kom mér inn í hljómsveitina, fékk það sent frá vini og varð dolfallinn. Byrjar með hröðum gítarleik og svo koma trommurnar inní, get eiginlega ekki list þessu betur. En þetta er án efa eitt af bestu lögunum á disknum með grípandi chorus og flottum gítarriffum. 8,5/10.

3. Chapter Four: Startar á þvílíku tempoi og eftir það kemur versið og váá þvílík gargandi snilld. Þessi maður kann að syngja! Chorusinn kemur síðan stutt á eftir og er hann allt í lagi en það sem lagar hann er snögg skipting beint yfir í versið. 10/10

4. Remenissions: Minnir mann helst á In flames eða Pantera byrjunin á því. Frábær gítar riff í þessu lagi eins og flestum, en það sem bjargar laginu er flott “acoustic” verse með fallegum söng og fer snöggt í flott distortion. 7/10.

5. Desecrate Through Reverence: Held að þetta sé slappasta lagið á disknum að mínu mati. Kemur langt intro en já veit eiginlega ekki hvað á að segja. Höfðar ekkert sérstaklega til mín. 5,5/10.

6. Eternal Rest: Byrjar á hraðri sneriltrommu og fer útí flott gítar pikk. Og er versið soldið mikið öskur en lagast þegar er komið út í chorusinn sem er frábær. 7,5/10.

7. Second Heartbeat: Enn og aftur byrjar lagið á gítarpikki og fer síðan beint út í distortion og versið er mjög mikið öskur en alveg áhlustanlegt. Chorusinn er flottur og gerir lagið flott. 6/10

8. Radiant Eclipse: Flott byrjun á þessu lagi gítarpikk og kemur svo flottur og taktfastur trommutaktur, rennur síðan inn í “gítarsóló” ef það má kalla það og síðan byrjar partýið! Flottur söngur og hraður rifinn gítartónn. 8/10.

9. I Won't See You Tonight Part 1: Besta lagið á disknum ekki að spurja að því! Grípandi byrjun með flottu píanóspili og fer síðan út í distortion og melló gítarsóló undir. Ef þið viljið heyra flottan og alvöru söng þá skulu þið hlusta á þetta lag. Oft búið að vera á repeat hjá mér ;). 10/10.

10. I Won't See You Tonight Part 2: Byrjar hratt og vekur mann gjörsamlega eftir part 1 sem er rólegt og flott lag en já finnst þetta lag ekkert voða gott. Einn góður partur og hann kemur í byrjun annað er jahh mætti vera betra. Þrátt fyrir það gott lag. Minnir mann á Slipknot þ.e.a.s Vermillon og Vermillon pt2. En já ágætt lag mætti vera betra. 6/10

11. Clairvoyant Disease: Hef ekki hlustað neitt mikið á þetta lag en er mjög rólegt og flottur söngur í því og fallegt gítarpikk. 7/10.

12. And All Things Will End: Enda lagið á disknum og er svona lala. Flott verse og svona ágætt chorus. Frekar slappt lag. Höfðar engan veginn til mín. 4/10.


Já get bara sagt að þetta er frábær diskur og mæli með að skoði hann eitthvað. Getið skoðað “samples” á heimasíðunni hjá hljómsveitinni en slóðin er: http://www.avengedsevenfold.com. Getið síðan alltaf rætt við mig ef ykkur langar í diskinn. “Ég er með kvittun fyrir því” eins og einn góður maður sagði ;). Og já ef það eru einhverjar villur þá er ég þreyttur vegna þess að klukkan er að ganga 5 um nóttu :).

Takk fyrir mig.