Útgáfutónleikar I adapt 17. og 18. september I ADAPT munu spila af sér rassgatið og allt verður keyrt í botn og búist við vinalegum glundroða og fávitaskap.

NO PASARAN diskurinn er kominn út og tími til kominn að fagna almennilega á heimaslóðum. Hvetjum alla til að mæta og gera sér glaða daga. Æsa þetta pakk upp og snúa öllu á hvolf.

Þess má til gamans geta að Belgíska hardcore bandið ZERO TOLERANCE koma sérstaklega hingað til að taka þátt í þessari vitleysu. Viðkunnalegir og einlægir kappar sem láta ekki sitt eftir liggja. Búist við viðtali við þá hér á HK á næstu dögum. Öflugt.

ALL AGES tónkleikarnir staðfestir.
Þeir verða í musteri sviðsdýfinganna

—————————-
NORÐURKJALLARA MH
17. SEPT
HEFST 19:00
VÍMUEFNALAUS SKEMMTUN
600 kall inn

I ADAPT
INNVORTIS
ZERO TOLERANCE (frá Belgíu)
FIGHTING SHIT
HRYGGJANDI SANNLEIKUR

—————————-
De Palace
18. SEPT
HEFST 21:00
500 kall inn

I ADAPT
JAN MAYEN
ZERO TOLERANCE (frá Belgíu)
ÍSIDOR
ESP
—————————-