BLAZE – Blood & Belief BLAZE er stórmerkilegt fyrirbrigði, maðurinn sjálfur(Sem skýrði hljómsveitinna eftir sér) má líkja við Fönixinn, hann reis úr öskunni sem við kölluðum Iron Maiden(Sem sjálfir hafa risið úr sinni eiginn ösku) og hefur aldrei verið jafn líflegur. Nýjasti diskurinn sem heitir Blood & Belief fjallar að mestu leyti um líf Blaze þegar hann var í Iron Maiden og eftir Iron Maiden, og er soldið greinilegt að hann er heldur bitur í suma af sínum gagnrýnendum einsog heyrist í opnunarlaginnu Alive:


“You just want me to die,
then you'll be satisfied.
Disappointing day for you,
because I am alive.”


Síðan Iron Maiden þá hefur hann gefið út 4 plötur, 3 stúdíó og 1 tónleikaplötu. Ég hef nú ekki hlustað á The Tenth Dimension en Silicon Messiah var að mínu mati besta þungarokksplata árið 2000 og sú plata sem kom skemmtilegast á óvart.


Síðan þá hefur hefur mikið vatn runnið til sjávar, ryðmaparið Jeff Singer og Rob Naylor frá Silicon Messiah og Tenth Dimension hættir og í staðinn eru Wayne Banks og Jason Bowld komnir í staðinn. Og eru þeir tveir mjög hæfir í sínum störfum.


Platan sjálf er öll mun harðari og grimmari en þær sem komu á undan, en þær eiga tvennt sameiginlegt, þungarokk beint í æð og ekki eitt lélegt lag, jú það eru lög hérna sem eru ekki jafngóð og önnur en ekkert lélegt lag. Einsog á Silicon Messiah þá heyrir maður bara sönginn, gítarinn, bassann og trommurnar, engir effektar, ekkert tekið út, ekkert bætt inn. Gítarsólóin eru öll mjög góð og eru þeir Steve Wray og John Slater mjög góðir gítarleikarar og þeim hefur farið alveg rosalega fram síðan Silicon Messiah. Blaze sjálfur sýnir og sannar að hann kann að syngja, hann veit það líklega sjálfur að hann er kannski ekki sá besti en hann hittir samt aldrei feilnótu en reynir samt aldrei mikið á röddina sína. Andy Sneap pródúserar, blandar og tekur upp enn einu sinni og gerir, einsog venjulega, mjög vel.


1.Alive 9/10
2.Ten Seconds 7/10
3.Blood & Belief 8/10
4.Life and Death 10/10
5.Tearing yourself to pieces 6/10
6.Hollow Head 10/10
7.Will to win 6/10
8.Regret 10/10
9.The Path & The Way 8/10
10.Soundtrack of my life 9/10


Heildareinkunn 8.3/10
Regret er að mínu mati besta lagið á þessari plötu með góðum söngi, skemmtilegum gítarleik og þéttum trommu-og bassaleik.


Ég mæli svo sannarlega með þessari fyrir alla þá sem hafa gaman af ómenguðu þungarokki. Ég get einsog er ekki hætt að hlusta á þessa plötu sem fer verulega í taugarnar hjá eiginkonunni sem skiptir svosem ekki máli þar sem hún hlustar nú ekki á þungarokk. En fyrir alla þá sem hötuðu Blaze og ætla að halda áfram að hata hann, “well it's your loss”.