Þessi frábæra hljómsveit kemur frá svíþjóð eins og mörg önnur góð
metalbönd.
Hún var stofnuð í júlý árið 1996.Hún inniheldur meðal annars
meðlimi úr hinni sálugu At the gates sem mörg ykkar kannast eflaust
við.
Tónlyst þessarar sveitar er gallharður trashmetall og greinir maður bæði sterk áhrif frá trash metalböndum eins og Slayer og Testament og einnig svona “norrænum” metal böndum eins og In flames og Opeth(enda eru þeir sænskir).
Þessi sveit hefur gefið út tvær stórar plötur.Sú fyrri kom út 98´ og heitir einfaldlega “the haunted”,en sú seinni kom held ég út í fyrra og ber hin skemmtilega titil “the haunted made me do it”.
Því miður fást diskarnir þeirra ekki hér á landi en að sjálfsögðu er hægt að panta þá af netinu.Meðlimirnir man ég ekki hvað heita (skamm,skamm).Ég mæli með að allir metalhausar(sérstaklega aðdáendur áðurnefnra sveita)tékki á þessu snilldarbandi.