Þessi þrusugóða sænska hljómsveit er á leiðinni til Bandaríkjanna í tónleikaferðalag á næstunni, en þetta er mikilsvirt sveit, sem hefur verið að gera mjög góða hluti að undanförnu. Þeir hafa gefið út tvo diska, The Dark Discovery frá 1998 og Solitude*Dominance*Tragedy frá 2000 og eru búnir að taka upp þriðja diskinn, en það á eftir að klára lokafráganginn á honum. Ég þekki tvo háttsetta aðila sem hafa fengið að heyra ómasteraða og ókláraða útgáfu af disknum og jafnvel þannig þá segja þér diskinn vera meistaraverk.

En hvað um það, mér finnst persónulega annar diskur þeirra félaga vera frábær, diskur með góðum, myrkrum textum (dark and haunting), söngvara sem hefur tilfinningaþrungna rödd sem passar fullkomlega við innihald laganna, og svo síðast en ekki síst, tónlist sem er mjög melódísk en jafnframt kröftug (ótrúlegur trommari).

Hér að neðan eru þrjú tóndæmi af þessari plötu, Solitude*Dominance*Tragedy. Kíkið á þetta og komið með komment.

Evergrey - Solitude Within: http://www.hall-of-sermon.de/ra/solitude.mp3 (takið eftir fiðluspilinu: Celtic Violins! - frábært)

Evergrey - She Speaks to the Dead: http://www.hall-of-sermon.de/ra/she-speaks-to-the-death.mp3

Evergrey - Words Mean Nothing: http://www.hall-of-sermon.de/ra/wordsmean.mp3


Þess má geta að ég þekki eilítið hljómsveitarmeðlimi og ef þeir fara til Bandaríkjanna, þá er ætlunin að fá þá til þess að stoppa hérna á leiðinni þangað/þaðan og halda smá tónleika fyrir okkur.

Kíkið á þetta intro sem þeir hafa þegar þeir spila live:

Evergrey - intro to liveshow: http://hem2.passagen.se/krfo5721/intro.mp3
Resting Mind concerts