Er að hlusta núna á nýjustu afurð þeirra Disarmonia Mundi manna, plötu sem heitir Fragments of D-Generation. Platan sú skartar engum öðrum en Björn “Speed” Strid úr Soilwork á vokal sem er að standa sig mjög vel. Tónlistin sver sig í ætt við Soilwork á A Predator's Portrait tímabilinu, sem er mjög gott í minni bók, þar sem ég elska þann disk. Platan er full af hooks og melódíum, en er samt miklu þyngri en Soilwork eins og hún er í dag - í raun er þetta alveg kærkomin sveit fyrir þá sem sakna hinnar þyngri Soilwork frá predator tímabilinu og fyrr jafnvel.

Disarmonia Mundi er annars hljómsveit sem er ítölsk að öðru leyti og þessi plata er þeirra önnur plata. Fyrsta platan hét Nebularium en Björn var ekki með á þeirri plötu. Sveitin er heilafóstur (brainchild) Ettore Rigotti, en hann spilar á gítara, trommur og hljómborð og syngur clean vocals, auk þess sem platan var tekin upp í heimastúdíó hans, þó platan hljómi ekki verr en hvaða high-budget metal útgáfa sem lítur dagsins ljós.

Tékkið á tóndæmum á http://www.disarmoniamundi.com

stutt tóndæmi:

Common State of Violence - http://www.disarmoniamundi.com/mp3/commonmp3192.mp3

Morgue of Centuries - http://www.disarmoniamundi.com/mp3/morguemp3192.mp3

Colors of a New Era - http://www.disarmoniamundi.com/mp3/colorsmp3192.mp3

og hér er svo eitt heilt lag:

Morgue of Centuries - http://www.metalglory.de/down.php?mp3_id=472
Resting Mind concerts