Hér er stutt umfjöllun um helstu metal hljómsveitir sem ég veit einhvað um.

Metallica

Hljómsveitin Metallica hefur haft alveg gríðarleg áhrif á metal um og er ein af eða ekki bara frægasta hljómsveit í heiminum, allir metalhausar vita hverjir metallica eru.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1981 og er skipuð af Lars Ulrich, trommaranum fræga sem er talinn vera besti trommari heims af Kerrang tímaritinu, James Hetfield söngvara og gítarleikara, Robert Trujillo sem leikur á bassa og syngur bakröddina og svo Kirk Hammett gítarleikara.
Allir meðlimir metallica eru mjög hæfileikaríkir og þeir eru mjög góðir lagasmiðir. Þegar þeir voru að byrja má nefna að Lars gat ekkert á trommur og átti helvíti lélegt trommusett og það varð næstum til þess að James Hetfield vildi ekki stofna hljómsveit með Lars. En nú er hann miklu hæfileikaríkari en áður og það er gott að þeir stofnuðu hljómsveitina þrátt fyrir litla hæfileika Lars á trommunum því þeir eru snilld.
Bestu og frægustu lögin eru; One, Sad But True, Nothing Else Matters, Fade To Black, Enter Sandman, Wherever I May Roam o.fl.Hvet alla til að hlusta á metallica sem ekki hafa heyrt í þeim þótt það séu fáir.


In Flames

Sumir á þessu áhugamáli kannast kannski ekki við sænsku metal snillingana í In Flames en hljómsveitin var stofnuð árið 1990 af Jesper Strömblad, In Flames er skipuð gítarleikaranum Jesper Strömblad, söngvaranum Anders Fridén, gítarleikaranum Björn Gelotte, Trommaranum Daniel Svensson og Peter Iwers sem spilar á bassa. In Flames spilar nokkuð einstakan metal og ég hef ekki heyrt í neinni hljómsveit sem spilar líka tónlist og In Flames en Children of Bodom kemst örugglega næst því. Eftir að hafa gert fyrsta diskinn sinn hjá Nuclear Blast árið 1996, öðluðust In Flames frægð um allan heim en diskurinn sem heitir The Jester's Race er fyrsti góði diskurinn þeirra, nú eru In Flames frægastir í Japan þótt ótrúlegt sé.
Bestu lögin eru Only For The Weak, Clayman, Bullet Ride, Behind Space, Embody The Invisible, Moonshield og Colony.



Slipknot

Slipknot er ein af þessum hljómsveitum sem allir kannast við. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 og er skipuð af söngvaranum Corey Taylor, gítarleikurunum James Root og Mick Thompson, bassaleikaranum Paul Gray, trommaranum Joey Jordison, slagverksleikurunum Chris Fehn og Shawn Crahan, hljómborðsleikaranum og samplerinum Craig Jones og dj'inum Sid Wilson. Slipknot var eiginlega að missa frægð sína hérna á íslandi þangað til að nýji diskurinn, Vol. 3 ; The Subniminal Verses, kom út. Hann er snilld. Slipknot breyttu alveg um stíl á þessum disk og eru orðnir miklu betri.
Bestu lögin eru Before I Forget, Duality, The Pulse Of The Maggots, Left Behind, My Plague, The Heretic Anthem og Sic.


Slayer

Slayer kannast nú allir við, en hljómsveitin hefur verið starfandi frá 1982 og er skipuð af Tom Araya sem syngur og spilar á bassa, gítarleikörunum Jeff Hanneman og Kerry King og svo Dave Lombardo á trommunum. Slayer hefur haft áhrif á flestar metalhljómsveitir frá 1990 eða einhvað þannig, en Slayer hafa samið mikið af tónlist yfir árin og er mest af efninu sem þeir semja snilld en langbestu diskarnir eru nú Reign In Blood og Seasons In The Abyss.
Bestu lögin eru Bloodline, Angel Of Death, South Of Heaven, Hell Awaits, Blood Red, War Ensemble og Raining Blood.


Dimmu Borgir

Þessir norsku Gothmetal snillingar eru algjör snilld. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 og er skipuð af Shagrath sem syngur, Galder og Silenoz sem spila á gítar, Mustis sem spilar á hljómborð, Nicholas Barker á trommum og Vortex á Bassa. Dimmu Borgir, nafnið kemur frá Íslandi (eins og gefur til kynna) og er þjóðsagan þannig að Dimmu Borgir sé staður sem fólk taldi að væri hlið til helvítis.
Bestu lögin eru Spellbound (by The Devil), Sons Of Satan Gather For Attack, Sympozium, In Death's Embrace, Alt Lys Svunnet Hen, Raabjorn Speiler Draugheimens Skodde og Kings Of the Carnival Creation.


Cradle of Filth

Cradle of Filth var stofnuð í Bretlandi árið 1991 af söngvaranum Dani(Filth)Davey og er skipuð af Dani, Paul Allender og James(veit ekki eftirnafnið)á gítar, Dave Pybus á bassa, Martin Powell á hljómborð og svo Adrian Erlandsson á trommunum. Cradle of Filth hafa samið um 23 diska með demoum en þau eru 6 eða 7. ÖLL lög sem þeir hafa samið frá …Dusk And Her Embrace eru snilld! Um þessar mundir er nýji diskurinn, Nymphetamine að koma út. Ég er viss um að hann verði líka snilld. Cradle of Filth hafa tekið cover af nokkrum Iron Maiden lögum og allir sem ég hef heyrt álit á því hafa sagt að lögin séu miklu betri með Cradle of Filth. Lögin eru The Trooper, Hallowed Be Thy Name og Fear of The Dark. Þeir hafa líka tekið cover af Slayer lögum og hefur það heppnast mjög vel og eru þau líka berti með Cradle of Filth. Lögin eru Hell Awaits og Angel of Death. Bestu lögin Með Cradle of Filth eru Dusk And Her Embrace, Her Ghost In the Fog, From the Cradle to Enslave, Born In a Burial Gown, Queen of Winter Throned og Cthulhu Dawn.


Emperor

Emperor, stofnuð 1991 og samanstendur af Samoth sem spilar á gítar og synthesiserana, Isahn sem syngur og spilar á gítar og Trym á trommunum.ég veit nú ekkert að ráði um Emperor en nema að þeir séu snillingar. Bestu lögin eru Curse You All Men, Thus spake the night spirit, I Am The Black Wizards, An Elegy Of Icaros, With strength I burn, Sworn og Inno A Satana.


Arch Enemy

Arch Enemy er sænsk deathmetal hljómsveit sem kona syngur í, en þetta er samt ekkert píkupopp, hún öskrar. Snilld. Meðlimir eru Angela Gossow sem syndur, bræðurnir Christopher Amott og Michael Amott á gítar og svo Daniel Erlandsson, bróðir Adrian í Cradle of Filth á trommum


Cannibal