Á liðnum árum hafa æ fleiri stórhljómsveitir sett hér land undir fót og spilað fyrir framan troðfullt íþróttahús af trylltum Íslendingum. Þetta árið hafa fjölmargar hljómsveitir komið hingað til lands, s.s. Pixies, Placebo, Deep Purple og síðast en ekki síst Metallica, svo aðeins örfáar séu nefndar. Löngu ljóst er að Ísland er sannkallað Rokkland!

Af ofantöldum hljómsveitum/tónleikum fór ég einungis á Metallica, þeir voru snilld, besta upplifun lífs míns hingað til. En þótt Metallica sé í miklum metum hjá mér, er hún ekki uppáhalds hljómsveitin mín, því það mun vera Iron Maiden.

Iron Maiden, Járnfrúin stöðuga, hefur verið mín uppáhalds hljómsveit í nokkur ár, eða allt frá því að ég heyrði fyrst almennilega í henni. Þeir komu hingað til lands 1992 og spiluðu fyrir landann, en þá var ég 5 ára og fór ekki á tónleikana eins og gefa skyldi:).

Ég mundi gera allt til að fá þessa frábæru hljómsveit til að koma aftur, og ég veit að margir eru sammála mér. Þeir mundu fylla Egilshöll léttilega, en einn hængur er á – einhvertíma var greint frá því á “official” heimasíðu hljómsveitarinnar að þeir mundu héðan í frá bara spila á tónlistarhátíðum og kannski er orðið of seint að fá þá til að gera mesta “Comeback” sem Ísland hefur orðið vitna af(mín skoðun).

Ég skrifa þessa grein til að minna fyrirtækin/einstaklingana, sem eru að flytja allar þessar hljómsveitir inn, á Iron Maiden.

Ps. Ég græt gleðitárum þegar ég fæ að upplifa Iron Maiden í Egilshöll!

Með kveðju,
Dickinson