Það er með alveg ótrúlegum söknuði sem ein allra besta hardcore-pönk sveit okkar Íslendinga, Dys, er að fara að leggja upp laupana. Siggi pönk, söngvari er að fara að flytja til Hollands, og tveir aðrir meðlimir eru einnig að flytjast búferlum um langa vegalengd.

Undirritaður, sem er algjör metal-hundur og vanalega lítið fyrir pönk tónlist, finnst mikil synd að þessu, því að hann heldur mikið upp á Dys. Það verður gríðarlegur söknuður af þessu bandi get ég sagt ykkur.

Í tilefni af þessu verða haldnir tónleikar í hinu húsinu næsta þriðjudag, 13. júli undir heitinu Hressifest 2004 og verða þetta lokatónleikar Dys. Þau bönd sem koma fram eru:

Dys
Innvortis
I adapt
dáðadrengir
Lokbrá
Hermigervill
Andrúm
jón hallur

18:30 - Hitt Húsið - frítt inn!!!

Endilega hjálpið til við að hengja upp plaköt með að fara á http://www.dordingull.com/tonleikar/ og prenta út plaköt.

Það er skyldumæting á þessa tónleika!!!

Þorsteinn
Resting Mind concerts