Dimmu Borgir - For All Tid Daginn.

Ég skrifaði þessa grein í hálfgerðum flýti, svo kannski er hún ekki nógu skemmtileg, ég veit ekki :S
En annars er ég ekki beint maður sem skrifar um hvað textarnir fjalla, svo það verður ekki mikið um það. Njóttu.

Þess má geta að margir telja þennan vera besta disk Dimmu Borga… ég er að hluta til sammála, en mér finnst For All Tid, Stormblåst, og Enthrone Darkness Triumpath bestu diskarnir, og mun
skrifa greinar um fleiri diska seinna :)

Der Nye Riket:

Þetta lag er bara Intro, skemmtilegt píanóspil, og ekkert meira um það að segja.

Under Korpens Vinger:

Þetta lag kemur alveg beint útúr rassgatinu á Introinu. Klassa lag, þó söngurin í byrjun gæti kannski

verið ööörlítið betri. Skemmtilegt og einfalt gítarspil, og það sama má segja um hljómborðið. Í

laginu er skipt milli Clean raddar, og “öskur”. Gott lag
8/10

Over Bleknede Blaner Til Domme:

Mjög svo skemmtilegt Intro á þessu lagi, og í rauninni er allt þetta lag mjög gott. Eitt af bestu lögum

disksins, og kannski ekkert afskaplega mikið um það að segja. Trommurnar til fyrirmyndar (eins og

reyndar í öllum lögum Dimmu Borga), og gítarspil skemmtilegt, og in fact… allur hljóðfæraleikur til

fyrirmyndar, þó það sé kannski ekki eitthvað afar flóknar pælingar í því, þá eru riffin mjög sniðugt.
Mjög gott lag
9.5/10

Stien:

Þetta lag finnst mér eiginlega í sama gæðaflokki og Over Bleknede Blaner Til Domme, nema

flautan sem kemur inní sumstaðar finnst mér alveg frábær, og gefur laginu, þessu snilldar lagi,

skemmtilegan keim. Frábær riff. Ekkert meira um lagið að segja nema snilld. (Jú, ekki nema að

það er stutt :S)
10/10

Glittertind:

Instrumental lag. Fuck hvað þetta er geðveikt lag! Annar gítarinn sem kemur inní lagið á 1:28 er

alveg að brillera, og kallar nokkurnvegin á mann að klára að hlusta mjög vel á lagið, því jah, úff…

Þið fyrirgefið, en eins og um hin lögin á þessum disk er bara lítið um þetta að segja… Þið skiljið

bara afhverju með því að hlusta á diskinn. Tvímælalaust með allrabestu lögum plötunnar. Nuff Said.
10/10

For All Tid:

Þetta, ásamt Glittertind, og Raabjorn Speiler Draugheims Skodde hafa alltaf verið uppáhálds lögin

mín af þessari plötu. Introið svo andskoti grípandi, og svo kemur þessi “rafmagnaða, distortion”

fiðla inní lagið. Úff!
Svo er lagið alveg frábært út í gegn, og er svo lokað með sama spili og Intro lagsins var.
12/10 (ef það væri nú hægt…)

Hunnerkongens Sorgsvarte Ferd Over Steppene:

Einfaldlega enn eitt geðveika lagið á þessum disk. Skemmtileg skot inná milli í textanum;

Oh, Attila!
Gjor meg til din tjener
Oh, Attila
Ta meg til din h?r

En fjallar annars um þennan Hunnerkongen sem lifir í sorg inni í skógi… Ekkert nema gott lag.
10/10

Raabjorn Speiler Draugheims Skodde:

Ef ég þyrfti ekki að hafa þessa grein/gagnrýni innihaldsríka og góða fyrir ykkur, myndi ég

einfaldlega skrifa “Hlustaðu bara á lagið, og þú munt gera það oftar en einu sinni, oftar en tvisvar,

og oftar en þrisvar í einu…”
En ég ætla að skrifa meira.
Þetta lag hafa þeir OFT ReCorde-að, og Re-ReCorde-að … enda frábært lag í alla staði.
Þeir hafa augljóslega lagt mikið í þetta lag, og það er einfaldlega best :)
10/10

Den Gjemte Sannhets Hersker:

Hélt fyrst að þetta væri bara Outro, en svo er meira eftir. Fínasta lag, en eitthvað finnst mér vanta.

Ekki veit ég hvað það er…
Finnst það bara ekki eins vandað og hin lögin eða eitthvað. En jæja. Gott lag engu að síður.
8/10

Svo er þarna Inn i Evighetens Morke Part 1 og 2, en ég gef þessu bara einkun sem ein heild, því

mér finnst þetta eiginlega bara vera 1 lag skipt í tvennt.

Píanó/Synth-inn finnst mér ekki passa í þessu lagi, sem annars er vel spilað, og útfært. Ekkert

meira að segja.
7.5/10

Den iskalde snoen
Har kommet
Denne gang
I evig fokk

Ég læt þetta vera lokaorð greinarinnar.

kv,
Quadratic