Hæ hó allir nú!

Mig langaði aðeins að skrifa smá ferðasögu hér, en þannig er mál með vexti að helgina 5. og 6. júní var ég staddur í Englandi, á festivali sem kallast Download-festival. Mörg ykkar hafa eflaust heyrt um þessa hátíð, en þetta er í annað skiptið sem þessi hátíð er haldin.

Áður en ég fer að dásama þessa blessuðu hátíð og ferð mína, skal það þó tekið fram að ég hef aldrei áður farið erlendis á tónleika, hvað þá á svona tónleikahátíð, þannig að ég er kannski ekki bestur í því að bera þetta saman við annað sambærilegt, en ég ætla bara að láta það nægja að skrifa það hvernig ég upplifði þetta allt saman.
Við lögðum af stað akandi frá Reykjavík kl.: 5 um föstudagsmorguninn 4. júní, en við vildum taka föstudaginn í að koma okkur á svæðið. Man ekki klukkuna á neinu það sem eftir var af deginum, en eftir lestarferðir inni í London, og síðan til Loughborough, rútuferð á svæðið sjálft, og þónokkra bið í biðröð, þá vorum við komnir inn á svæðið sjálft kl.: 21, þannig að þessi dagur fór bara í það að ferðast á staðinn.

Öll tjaldsvæðin voru pökkuð tjöldum og stemningin var mjög góð. Fólk rólegra í drykkjunni þarna heldur en á Íslandi, enda varla annað hægt. Við félagarnir skoðuðum svæðið, alla sölubásana og skyndibitafæðuna, sem er að mínu mati all svakalega ógirnileg þarna í Englandi, en þessu urðum við nú samt að lifa á. Satt best að segja var það samt ekki eitthvað sem við hugsuðum mikið um, því tónlistin var það sem skipti okkur mestu máli.
Svo fórum við að sofa í tjöldunum okkar þarna um kvöldið, vel þreyttir eftir ferðalög dagsins, en komumst fljótt að því að það yrði ekki auðvelt… fólk ennþá í góðu stuði, og staðurinn mjög nálægt alþjóðlegum flugvelli þannig að flugvélar flugu mjög lágt yfir svæðinu í flugtakinu, með öllum tilheyrandi látum. En, aftur, þá skipti það ekki miklu máli, eiginlega engu :o).

Morguninn eftir var það meira af röðum, því þá var um kl.: 11 tónleikasvæðið opnað. Við fórum inn, og það var byrjað!
Fyrsta hljómsveitin sem við sáum var The Dillinger Escape Plan, en þeir voru á aðalsviðinu. Fínasta band að mínu mati og gaman að sjá þá,. þó fannst mér eins og fólk væri ekki með alveg á hreinu hvernig græjurnar virkuðu, því sándið var afleitt. Samt sem áður ágætis byrjun.

Strax (eða svona eftir smástund) komu meistararnir í Opeth frá Svíþjóð á sviðið og voru með fínustu tónleika, og fannst mér gaman að sjá og heyra söngvarann þeirra taka þessu öllu með skemmtilegri ró þegar hann var að tala við fólkið, venjulega eru þessir rokkarar að öskra einhver ósköp á fólkið í svaka stuði…. En hann var alveg sallarólegur þessi. Flott lög, en fá.

Næstir á svið áttu að vera Soil, en ég var búinn að hlakka svolítið til að sjá þá. Mér til mikilla leiðinda var okkur síðan tilkynnt um það að þeir kæmust ekki í dag vegna þess að þeir væri fastir á einhverri hraðbraut þarna í Englandi. Þá þuftum við bara að bíða þangað til að Monster Magnet myndu byrja á aðaslviðinu, og þegar það gerðist, þá var gaman! Alvöru stonermetall í svaka þéttu sándi og virkilega gaman. Hef hlustað svolítið á þessa kappa, en komst að því þarna að ég þarf að gera meira af því. Söngvarinn tók þann pól í hæðinni að spila eitt lag á gítarinn sinn, en rústa honum síðan og sleppa því bara alfarið sem eftir var af tónleikunum að spila gítar :o)

Því næst fórum við á Snickers sviðið og sáum 36 Crazyfists taka allsvakalegt show. Sándið í þessu tjaldi var ótrúlegt, og stemningin mjög góð, enda dimmara en á aðalsviðinu þannig að ljósashowið fékk að njóta sín. Þeir komu skemmtilega á óvart og rokkuðu efnið sitt vel upp, en ég hef verið að hlusta svolítið á þá. Ágætis pittur myndaðist og var virkilega góð stemning þótt þetta band væri með þeim fyrstu sem spiluðu þennan daginn.

Svo skelltum við okkur aftur á aðalsviðið að sjá melluna í The Distillers segja crowdinu að hún ætlaði aldrei að koma aftur til Evrópu, því það sé alltaf til vandræða. Ekki var maður að kippa sér mikið upp við það, enda fannst mér það frekar leiðinlegir tónleikar. Ekki mín hugmynd að góðri tónlist, en misjafn er smekkur mannanna.

Line-upp-ið á laugardeginum var ekki jafn þétt og á sunnudeginum, þannig að það fór smá tími af laugardeginum í rölt og við skoðuðum svæðið vel og vandlega, og komumst einnig að því að hraðbankarnir þarna virkuðu ekki fyrir kortin okkar, og vorum við farnir að sjá fram á vandræði. Það reddaðist þó, en við húkkuðum okkur bara far uppá flugvöllinn sem var þarna ekki langt frá og gátum notað hraðbankann þar. Við ákváðum að skella okkur bara því við vissum að við myndum ekki missa af miklu, enda voru Static-X allt í einu búnir að hætta við.

Þegar við komum aftur var Iggy Pop að mellast eitthvað á sviðinu með fullt af áhorfendum sem höfðu fengið að koma þangað. Ekki voum við mikið að kippa okkur upp við það, því við vorum sko að fara á Arch Enemy á Snickers sviðinu. Og vá voru það tónleikar sem gaman var að. Í fyrsta lagi varð ég ástfanginn af söngkonunni, og shit hvað þetta band rokkaði… engin smá stemning í gangi og pitturinn, eða pittirnir öllu heldur, voru ansi magnaðir.

Næstir á sviðið voru húmoristarnir (tja mér finnst þetta a.m.k fyndið stuff…) í Electric Six, og þó ég teljist nú seint mikill aðdáandi þeirra, voru þeir drulluskemmtilegir á sviðinu, með fyndna sviðsframkomu, og ég meina, það var nú soldið gaman að sjá “Gay Bar”, “Danger High Voltage” og “Dance Commander” live :o) Og hey, Sum 41 voru hvorteðer bara hinum megin.

Við skelltum okkur síðan upp í brekku hjá aðalsviðinu og sáum restina af Sum 41. Og djöfull voru það nú leiðinlegir tónleikar. Söngvarinn ekkert lítið pirrandi, þar sem hann hélt hann væri alveg svakalegur rokkari, á meðan hann var álíka asnalegur og Kalli Bjarna, þeir voru sko ekkert miðað við Electric Six ;o). Ég vil síðan bæta því að Sum 41 fá verðlaun mín fyrir að vera lélegasta hljómsveit hátíðarinnar sem ég sá!

Síðustu tónleikarnir voru síðan með Linkin Park. Þeir voru ekkert slæmir og það var fín stemning í gangi. Ég fíla þá þó alls ekki og fannst þetta heldur poppað. En það var fínt að vera bara uppi í brekku slakur, horfa á mannfjöldann og reyna að gera sér í hugarlund hvernig stemningin yrði seinni daginn á Metallica.

Svo var bara haldið aftur uppá tjaldsvæðið og chillað enn meira. Maður fékk sér að éta og svona…., auk þess sem allir bretarnir kalla mann alltaf “Sir”, ég hafði mjög gaman af því að vera kallaður þetta í hvert skipti sem ég keypti mér hamborgara :o)

En nóg af þessu bulli, og ég skelli mér bara beint í næsta dag… Næsti dagur var laugardagurinn, og guð minn góður var ég spenntur fyrir honum.

Fyrstu tvö böndin voru reyndar drulluslöpp… Breed 77 og Turbonegro. Horfðum lítið á það. En um kl.: 13 byrjaði stuðið með Ill Nino. Það var massagott og bjóst ég ekki við þeim svona góðum. Þeir voru þó stutt, enda ekki stór númer á ferðinni.

Næst kom meiri Brasilískur metall, en mættur var Max Cavalera með Soulfly. Það var þrusugott gigg. Litli bróðir Dana kom og öskraði með Max í laginu “Bleed”, og þetta var bara helvíti skemmtilegt.

Næstir á svið voru að mig minnir (þið verðið að afsaka, en það er ekki séns að ég muni alveg röðina á þessu öllu :o)) Machine Head. Þarna var maður farinn að fá tónlistarlega fullnægingu. Maður var kominn í gott stuð með restinni af hópnum að öskra “Machine Fuckin’ Head”, og þegar þeir komu á svið ætlaði allt um koll að keyra. Þeir voru svakalegir og það var GEÐVEIKT að sjá þessi gömlu goð mín spila. Búinn að hlusta mikið á Machine Head og þetta var bara klikkað :o) Þeir voru í svaka góðu skapi eitthvað og greinilega alveg að fíla sig, settu í gang svakalegan ‘circle-pit’ og læti, og já, þetta var allavegana bara alveg magnað!

Síðan var einhver svakalegur ruglingur af því að Slayer komust ekki á réttum tíma og okkur var tilkynnt það að þeir myndu í staðinn spila á Snickers sviðinu, og í staðinn fyrir að missa af Hatebreed fyrir Machine Head, þá misstum við af Korn fyrir Slayer. Ég man ekki alveg hvernig þetta gerðist allt saman, mikill ruglingur og svona, en þetta gerðist allavegana svona, og þegar Slayer áttu að vera að spila voru Damageplan að spila á aðalsviðinu í staðinn, en það var um leið og Hatebreed voru á Snickers sviðinu. Æ shit, vitiði ég bara man ekkert hvernig þetta var allt saman þetta helvíti, nevermind :o)

Allavegana þá fórum við sko á Hatebreed. Þar var geðveikin allsráðandi! Einhver svakalegasti pittur sem ég hef á ævi minni séð, og það var alveg magnað með þessa snillinga í Hatebreed, að í hvert skipti sem þeir snertu hljóðfæri sín fannst manni maður bara einfaldega knúinn til þess að head-banga hressilega. Maður kunni þetta mest allt með þeim og öskraði sig hásan á milli þess sem maður fór í pittinn. Svakalega gaman, og mikið moment fyrir mig, en Hatebreed hafa komið mér í gegnum erfiða tíma, og hafa textar þeirra hjálpað mér að halda áfram öllu þessu veseni. Ég veit, voða væmið og allt það, en svona getur þetta verið stundum.

Næst fórum við og sáum restina af Damageplan á aðalsviðinu. En Damageplan er, fyrir þá sem það ekki vita, sú hljómsveit sem Dimebag Darrel og Vinnie Paul (úr Pantera) stofnuðu 2003. Þetta var ágætis suðurríkjametall, ekki mjög ósvipaður því sem var að gerast í Pantera, og var helvíti gaman að sjá snillinginn hann Darrel í svaka stuði með alla gítarana sína (sá flottasti var með fullt af brotnum speglabrotum, en crowdið speglaðist helvíti flott í þessu). Síðan hélt hann smá tölu um hið leiðinlega situation sem er í kringum alla fyrrverandi meðlimi Pantera þessa stundina, og svo enduðu þeir á að taka gamla Pantera slagarann “Walk”. Það er eitt af því sem stendur upp úr hjá mér eftir þessa ferð, en ég er mikill Pantera aðdáandi og þetta var alveg klikkað móment fyrir mig :o). Já, mjög gaman að þessu! :o)

Því næst voru það Slipknot. En eitt bandið sem hefur verið í MIKLU uppáhaldi hjá mér og enn og aftur svakaleg upplifun fyrir mig :o) (ég veit ég veit, ég hef ekki séð margt, þið verðið bara að gefa mér smá séns… ;o)). Það var svakalega gaman að Slipknot og létu þeir okkur taka prófið (“The Test”), eins og sjá má á DVD-disknum þeirra “Disasterpieces”, en þetta ‘próf’ felst í því að allir setjist niður í miðju lagsins “Spit It Out”, og hoppi síðan upp þegar Corey Taylor segir. Það var mjög gaman að sjá þá taka ný lög í bland við gömlu slagarana og skemmti ég mér konunglega, ásamt flestum þarna.

Því næst lentum við í smá krísu. Þannig var mál með vexti að í ljósi þess að Slayer komust ekki á réttum tíma, þurftu þeir að vera á Snickers sviðinu, á sama tíma og Korn voru að spila á aðalsviðinu. En það tók ekki langan tíma að ákveða sig, og þó ég hefði ekki farið á Korn í höllinni, þá lék aldrei vafi á því að ég ÞYRFTI að fara á Slayer, og guð minn góður sá ég ekki eftir því! Tom Araya (skrifar maður það ekki annars svona?) var ótrúlegur, og þrátt fyrir að vera algjörlega raddlaus í einhverju milli-laga-blaðri (hálsinn greinilega ekki í toppstandi) öskraði hann eins og honum einum er lagið og voru þetta meðal allra bestu tónleika þessarar hátíðar… hreinlega ótrúlegir á sviðinu og ég var ekki langt frá því að missa saur vegna hrifningar af þessum freakin’ snillingum!

Þá var bara eitt band eftir, GUÐIN í Metallica! Við komum okkur vel fyrir frekar nálægt aðalsviðinu, spenntir eins og hreinar meyjar að bíða eftir því að vera afmeyjaðir af risastóru metal-göndlum Metallica (veit ekki alveg hvernig þessi myndlíking er að virka, en… well, þetta var soldið móment sko! hehe…). En eitthvað var að… biðin var svakalega löng og maður var farinn að hafa áhyggjur. En svo kom hann Hetfield nú á sviðið og það ætlaði allt að verða klikkað, mikið gargað og fagnað, en hann hafði ekkert sérstaklega góðar fréttir að færa okkur, þetta sagði hann: “We would like to apologise for being so late to start, but only three of us made it down here to Donington today. Unfortunately our drummer, Lars, is in hospital. We don't know what's wrong, but we wish him all the best. Some friends of ours are gonna help us out, so we're going to make rock history tonight!”. Crap, hugsaði ég en vonaði það allra besta. Fyrstur á svið með Metallica var kauði sem ég kannaðist nú eitthvað við, en þarna var á ferðinni enginn annar en Dave Lombardo úr Slayer. Æ, vitiði hvað, ég nenni ekkert að lísa þessu eitthvað nánar fyrir ykkur en svo að þetta var svo mikil bilun og snilld að það er ekki hægt að lýsa þessu almennilega. Eins og flestir vita nú tók Joey Jordison við kjuðunum, og Metallica voru greinilega ótrúlega ánægðir með hann, en það áttu víst einhverjir fleiri að spila með þeim þetta kvöldið, en Joey var bara of góður held ég! Set listinn var allavegana svona:
Battery (Dave Lombardo)
Four Horsemen (Dave Lombardo)
Whiplash (Joey)
For Whom the Bell Tolls (Joey)
Creeping Death (Joey)
Am I Evil (Joey)
Seek and Destroy (Joey)
Last Caress (Joey)
Fade to Black (Flemming, trommu tech Lars)
Wherever I may Roam (Joey)
Sad But True (Joey)
Nothing Else Matters (Joey)
Enter Sandman (Joey)
Bara þrettán lög því miður, og eftir tónleikana hugsaði ég bara, shit, ég VERÐ að sjá þá heima, eitthvað sem ég hefði líklega ekki hugsað hefðu þeir tekið fullt sett. Er núna búinn að redda mér miða (held ég… vonandi!) og ætla að sjá þá, aftur!

Þessi helgi var í grundvallaratriðum algjör snilld og var ég nokkrar vikur að jafna mig á þessu öllu saman og gera mér almennilega grein fyrir því að þetta hafi átt sér stað, besta helgi lífs míns, by far og bara gargandi fuckin’ snilld! Ég fer á næsta ári ef line-up-ið verður eitthvað svipað því sem var núna, reynslunni ríkari held ég á vit rokksins! Vúhúúú!!!

Ég vil að lokum biðjast afsökunar á því hvað ég nota oft orð eins og “geðveikt”, og þess háttar ‘gelgju’-orð, málið er líkega bara það að maður er ekki meiri penni en það, að maður notar þau orð sem eru manni næst, og því miður eru það víst þessi. Afsakið síðan lengdina á þessu, en þetta var bara SVOOO helvíti gaman, enda fyrsta svona hátíðin mín, og ég hef bara aldrei lent í öðru eins! Hehe :o). Þeir sem voru þarna, endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju, en what the heck… ég held að aðal punktarnir séu komnir fram.

p.s ég las einhvers staðar að u.þ.b 80.000 manns hafi verið þarna, en ég er alls ekki viss.
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…