Daginn.
Ég hef ákveðið að skrifa um snillingana í sænsku black metal hljómsveitinni Marduk. Þeir hafa alls gefið út 7 breiðskífur, 4 smáskífur, og 2 tónleikaplötur. Einnig einn pakka með DVD og Tónlist.

Sveitin var stofnuð 1990 af Morgan Håkansson sem vildi búa til eins Brútal band og hann gæti, sem myndi spila “the most blasphemous music ever” (eins og hann orðar það).
Þeir byrjuðu að æfa stíft í byrjun árs 1991, og gáfu stuttu seinna út þriggja laga demóið Fuck Me Jesus. Sú plata var öðruvísi en allt annað sem var í gangi þá í Sænsku senunni.
Hún inniheldur lögin “Departure from the Mortals”, “The Black…” og “Within The Abyss”.
Og Line Up-ið á henni er:

Morgan Steinmeyer Håkansson - Gítar
Rikard Kalm - Bassi
Joakim Göthberg - Trommur
Andreas Axelsson - Söngur

Orðspor þeirra fór hækkandi. Fyrir framan svið þeirra, á sviðinu, og fyrir aftan það á tónleikum var fólk nú veifandi Pentagraminu og alls kyns krossum, en það tíðkaðist þá ekki í Metal senunni.

Stuttu eftir útgáfu Fuck Me Jesus fóru þeir í stúdíó og gáfu út 7“ plötuna Here's No Peace sem inniheldur ”Still Fucking Dead“ og endurútgáfu af laginu ”Within The Abyss“. Þeir ákváðu þó að gefa hana ekki út, þó allt gengi vel, og þeir væru orðnir vinsælir í Undirheimum metalsins. Í staðinn fóru þeir strax að vinna á fyrstu breiðskífu sveitarinnar; Dark Endless. Hún kom út í Desember 1992, og var gefin út af No Fashion Records. Á þeim tíma hafði gengið til liðs við þá annar gítarleikari, Devo Andersson að nafni. Platan fékk aftur á móti góða dóma.
Þeir fengu samningh hjá Osmose productions.
Ekki nema 3 mánuðum seinna þrömmuðu þeir aftur inn í stúdíó og byrjuðu að taka upp plötu sem átti að fá nafnið Those Of The Unlight. Hún var gefin út haustið 1993.
Þeir ákváðu í Maí 1994 að fara til Noregs, og spila á þeirra fyrsta stóra showi. Black Metal Festival, haldið í Osló. Þar voru nokkur stærstu nöfnin í Black Metal heiminum einnig.
Í Júní, þar á eftir spiluðu þeir svo á stórum túr með Immortal, og hét sá túr ”Son's Of Northern Darkness“. Eftir það voru Marduk komnir á kortið, og allt gekk eins og smurt hjá þeim.
Á þessum tíma var line up-ið orðið;

Morgan Steinmeyer Håkansson/Guitar
Joakim Göthberg/Vocals
Devo Andersson/Guitar
B.War/Bass
Fredrik Andersson/Drums

og á þessum árum, 1992 - 1994 höfðu dottið inn hinir og þessir meðlimir, en aldrei stoppað lengi.

Eftir þennan túr tóku Marduk upp plötuna Opus Nocturne, og þrykktu henni á markað. Sú plata var/er svo hörð og hröð, að slíkt hafði ekki heyrst áður, og inniheldur hún lög eins og ”Sulphur Souls, “Untrodden Paths”, “The Sun Has Failed” og fleiri dúndurgóð lög. Snemma árs 1995 fylgdu þeir plötunni eftir með stórum Evróputúr, og enn gaf Mardukvélin í. Þeir voru nú orðnir stórt nafn í öllum metalheimnum. Sama ár var Fuck Me Jesus endurútgefin á mini-CD vegna hins mikla “Cult” orðspors sem platan hafði fengið. Þess má geta að hún var bönnuð í 7 löndum (að mig minnir) vegna titilsins og þannig.
Um sumarið fóru þeir til Ameríku og héldu nokkra tónleika þar.
Í Febrúar 1996 kom svo út platan Heaven Shall Burn… When We Are Gathered, eftir að þeir höfðu eytt öllu haustinu fyrir í að semja lög fyrir plötuna.
“Legion” var þá kominn í stöðu söngvara í stað Joakim Göthberg, og Kim Osara í stað Devo Andersson á gítar. En stuttu seinna hætti Kim Osara, og skildi Marduk eftir með einungis einn gítarleikara.
Heaven Shall Burn… When We Are Gathered fékk fólk til að efast um að hún væri spiluð af Marduk drengjunum, og þetta væri allt saman Stúdíótrick, þar sem sú plata var svo fjandi hröð og brútal.
Þeir afsönnuðu það þó í túr þar á eftir með því að spila efni af plötunni. Á meðan túrnum stóð var gefinn út smáskífan Glorification. Túrinn varð stærsta afrek sveitarinnar enn sem komið var, og á túrnum tóku þeir upp fyrstu Live plötuna sína sem fékk þann vinnutitil “The Black Years”, en honum var breytt yfir í Germania stuttu fyrir útgáfu.
Germania sýndi það hversu góðir Marduk voru live, og þeir fengu ENN meiri vinsældir eftir þessa plötu.
Haustið 1997 fóru drengirnir í Abyss stúdíóið og tóku upp plötuna Nightwing. Hún fjallar að hluta til um Dracula.
Eftir No Mercy túrinn sem fylgdi fast á eftir Nightwing plötunni gáfu þeir út plötuna Panzer Division Marduk sem mér finnst mjög góð plata. Mörg lög á henni heita sniðugum titlum eins og t.d “Fistfuckin Gods Planet” og “Christraping Black Metal”. Á þeirri plötu var line up-ið;

Morgan Steinmeyer Håkansson - Gítar
B.War - Bassi
Fredrik Andersson - Trommur
Legion - Söngur.

Eftir þessa plötu kom rosalegasti túr Marduk; “World Panzer Battle”.
Eftir þann túr fengu þeir fjöldan allann af tilboðum frá útgáfufyrirtækjum, en ákváðu í staðinn að stofna sitt eigið og gerðu það. Þeir stofnuðu Blooddawn productions.

Árið 2000 fögnuðu þeir 10 ára afmælinu með tvöfaldri tónleikaplötu sem heitir Infernal Eternal.
Í Desember sama ár fóru þeir enn og aftur í stúdíó (Abyss) og tóku upp La Grade Danse Macabre, sem sýnir aðra hlið á Marduk.
Þeir héldu til Ameríku, í mánaðarlangt tónleikaferðalag með death metal hljómsveitinni Deicide.
Sumrinu var svo eitt í að fullklára Blackcrowned pakkann, sem inniheldur Video og Tónlist frá hljómsveitinni.
Í Desember túruðu þeir svo um Evrópu með Cannibal Corpse.
Á þessum tíma var eitthvað vesen með Amerísku stofnunina sem reddaði þeim tónleikum og fleira, og þeir þurftu að bíða bara og vona að allt myndi bjargast. Það gerðist ekki. Þeir reyndu að redda öllu, en ekkert gekk, og eins og söngvarinn Legion sagði;
“We had our hands tied behind our backs while being pissed in the face and could do nothing but swallow.”

Í stað þess að eyða meiri tíma fóru þeir strax að semja nýtt efni fyrir komandi plötu. Þá var trommarinn, Fredrik Andresson, farinn að fjarlægjast hina hljómsveitarmeðlimi, og var rekinn í Mars 2002. Þá fengu þeir til liðs við sig hinn unga Emil Dragutinovic, sem var fljótur að fitta vel inní Marduk, og lamdi húðir eins og brjálaður.
Um sumarið fengu þeir frábært tilboð um að fara í 10 vikna tónleikaferðalag um Ameríku. En ennþá var vesen með Lable og önnur bönd, svo enn og aftur urðu þeir að hætta við túrinn. Fúlt það.
Þess í stað fóru þeir að semja nýtt efni, fyrir næstkomandi plötu, World Funeral, og spila á With Full Force festivalinu í Þýskalandi, og Tuska Open Air í Finnlandi.
Þeir héldu svo enn og aftur í stúdíó og tóku upp World Funeral. Spiluðu svo “I Luciferi” túrnum, og einnig á hinu árlega X-Mass festival í Evrópu.
Í Febrúar 2003 kom svo út World Funeral, sem að mínu mati er frábær diskur. Ég ætla þó ekki að fara að gera upp á milli Marduk diskanna í þessari grein, þar sem þeir eru allir frábærir.

Takk fyrir mig
kv,
Quadratic