Masters Of The Universe 2004! Masters Of The Universe 2004

Metal & hardcore hátíð á Íslandi 17. júní.

Þá hefur enn eitt bandið bæst við þær hljómsveitir sem munu gera allt vitlaust á MASTERS OF THE UNIVERSE metal & hardcore festivalinu á 17. júní, en það er danska metal sveitin URKRAFT. Mikil uppsveifla hefur verið í dönsku metal senunni og má þar nefna bönd eins og Mnemnic og Raunchy sem hafa slegið rækilega í gegn á heimsvísu á stuttum tíma. URKRAFT lofa að færa íslendingum metal veislu sem við gleymum seint!

Þá er endanlega staðfest að hvorki meira né minna en fjórar erlendar sveitir mæta til leiks á festivalinu, SHAI HULUD (USA), GIVE UP THE GHOST (USA), 27 (USA) og URKRAFT (DK). Íslensku sveitirnar sem spila á hátíðinni eru heldur ekki af verri endanum: I ADAPT, CHANGER, DREP (fyrrverandi meðlimir HAM & SORORICIDE), FIGHTING SHIT, DYS, og AFSPRENGI SATANS.

Festivalið hefst klukkan 17:00, þann 17. júní, og er það haldið í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176 (gengið er inn sundið vinstra megin við húsið). Það ber að nefna að ekkert aldurstakmark er á þessa tónlistarhátíð og er öll vímuefnanotkun stranglega bönnuð. Miðaverði verður einnig haldið í algeru lágmarki eða 2000 kr. og einungis verða seldir miðar við innganginn. Allar sveitirnar verða með varning með sér þannig að fullt verður af bolum, geisladiskum og fleiru þeim í dúr auk þess sem hægt verður að versla einhverjar veitingar á staðnum.

Ekki missa af tækifærinu á að taka þátt í þessari hátíð sem er strax farin að vekja töluverða athygli erlendis!!!

16. júní verður haldið upphitunarkvöld fyrir festivalið á GRANDROKK en þar munu stíga á stokk sveitirnar CHANGER, 27, og metalhausarnir í URKRAFT. Húsið opnar 22:00, aðgangseyrir er 800kr. og 20 ára aldurstakmark.