System of a down urðu mjög vinsælir með fyrstu plötu sinni, sem heitir einfaldlega System of a down. Árið 2001 kom önnur plata sveitarinnar út, Toxicity og platan er nefnd eftir Los Angeles, þar sem að þeir búa.

Lineup:
Serj Tankian - Söngur, hljómborð(og það má heyra aukagítar í sumum lögum, sem hann spilar á)
Daron Malakian - Gítar, bakrödd
Shavo Odadjian - Bassi
John Dolmayan - Trommur

Prison Song

Platan byrjar á pólitísku nótunum og dálítið þungum líka. Lagið er ádeila á lög og löggæslu í bandaríkjunum. Lagið er þungt, kröftugt og pólitískt. skemmtilegt þegar koma “fróðleiksmolar” inn á milli, sem tengjast fangelsiskerfinu í USA. Hörkulag, góð byrjun á disknum
9,5/10

Needles

Þetta lag er eiginlega “saga” heróínfíkils, sem líður illa útaf neyslu sinni. Textinn í laginu er mjög góður, lagið líka, og hvernig það skilar sér er fullkomið.
10/10

Deer Dance

Þetta lag er einnig, mjög pólitískt, fjallar um markaðsvæðingu í dag, sem sagt þá sem eru að markaðssetja(like to push the weak around - þeir “veiku” sem kaupa allt sem er markaðssett) og andstæðinga hennar (peaceful loving youth against brutality of plastic existence). Flott, pólitískt lag, mjöf flott þegar banjóið kemur inní
10/10

Jet Pilot

Eftir þrjú heldur alvarleg lög kemur þetta lag, textinn er svoldill steik en lagið er mjög flott, ég skoðaði system of a down bulletin board um daginn og þar var þráður sem fólk gaf álit sitt á því hvaða SOAD lag það hataði, þetta var nefnt oft. Synd að system sóuðu þessu frábæra lagi svona.
6/10

X

Þetta lag byrjar á þungu nótunum og helst þannig allt lagið. Ég veit nú ekki mikið hvað ég get sagt um þetta lag, annað en það er allt í lagi.
7,5/10

Chop Suey

Þetta lag tröllreið x-inu hér þegar það kom út á smáskífu, og myndbandið fór fljótt í spilun um allan heim, sem er enginn furða enda er þetta þrusugott lag. Ég held að það fjalli um að drepa sig(heyrist þegar upptakan er að byrja “we're rolling suicide”). Lagið og textinn er góður, mjög fyndið líka að heyra Daron öskra “father” í laginu.
10/10

Bounce

Já þá erum við aftur kominn hér á léttu nóturnar. Fjallar um stefnumót sem Serj tekur pogostick með sér á, og svo vilja allir prófa. Húmorinn í laginu er frekar mikill aulahúmor en samt er þetta fínasta lag.
8/10

Forest

Byrjar á hratt á hljóðfærinn, og heldur áfram allt lagið á hraðanum, nema í viðlaginu. Textinn er líka mjög flottur þó ég hafi ekki hugmynd um hvað hann fjalli. Samt mjög gott lag.
10/10

Atwa
Eftir hröðu Forest laginu kemur rólegt lag. Þegar það er rólegt þá er það mjög gott en lagið missir sig eiginlega þegar hraðinn eykst í viðlaginu, samt flott þegar daron fer að öskra með eftir annað viðlagið, svo er gítarsólóið í laginu mjög flott.
8/10

Science
Enn annað pólitískt lag, í þessu lagi gyrða SOAD niðrum sig og skíta á nútímavísindi, segja að þau séu eiginlega gagnlaus(protecting the future of things we all know) og að vísindin hafa brugðist okkur. Millikaflinn í laginu er mjög steiktur, en líka mjög flottur.
8.5/10

Shimmy

Lag á léttu nótunum, þetta er í stuttu máli kaldhæðin sýn SOAD á skólakerfið í bandaríkjnum(education, fornication in you are go, education, subjucation, now youre out go. Fornication = hórdómur og Subjucation = undirokun). Það er verið að segja að skóalkerfi usa geri Kanana að aumingjum.
8/10

Toxicity

Titillag plötunnar byrjar á rólegum nótum, en æsist pínu upp, en róast aftur, æsist róast, æsist og endar þannig. Lagið fjallar um líf í Los Angeles(More wood for their fires, vísun að mínu mati í skógareldana sem eru alltaf þar). Lagið var annað lag þessarar plötu sem var gert myndband við, lagið er mjög gott og textinn líka.
10/10

Psycho

Þetta lag fjallar um u.þ.b. grúppíur, sem ríða tónlistarmönnum(so you want to see the show, you really dont have to be a ho), nota eiturlyf og ýmisleg “skemmtilegheit” til að komast nálægt goðunum sínum. Textinn er mjög góður í laginu, lagið líka, og skemmtilegt að heyra gítarsólóið, sem er mjög flott og endar lagið vel.
9.5/10

Aerials

Melódískt og rólegt lag, það heyrist í fiðlu, og serj sýnir hvað hann er góður söngvari í laginu. Í kjölfarið á laginu kemur svo afrísk tribal tónlist, sem er mjög frumlegt verð ég að segja, þetta minnir mig svoldið á survivor. En burtséð frá því þá er þetta frábært lag

10/10

Þessi diskur er mjög góður, en ekki þó eins góður og meistarastykkið sem fyrsta plata þeirra er þó þessi kemst nú nálægt því.
Maður saknar svoldið gítarsólóanna sem heyrast meira á fyrsta disknum.