Árið 1998 kom þessi magnaða frumraun Alternative/Nü Metal hljómsveitarinnar System of a down út. Meðlimir á disknum:

Serj Tankian: Söngur
Daron Malakian: Gítar/bakraddir
Shavo Odadjian: Bassi
John Dolmayan: Trommur


Suite Pee

Fyrsta lag plötunnar byrjar á mjög skemmtilegan hátt, eitthvað slide hratt riff hjá Daron. Þetta lag er frekar steikt, verð ég að segja (sbr. apaöskrin í Daron meðan Serj er að öskra). Annars mjög gott lag
9,5/10

Know

Þetta lag byrjar mjög skemmtilega á trommurnar, og þegar Serj byrjar að syngja kemur frekar sovétskur fílingur í lagið, og “Dont ever think you know” passar 100% í lagið. Helst of langur “millikafli” í laginu
9/10

Sugar
Fyrsta SOAD lagið sem ég heyrði(í byrjunninni á Flashpoint videoinu sem ég á :P ). Mjög flott lag, fyndið að hlusta á “Sugar” sem Daron segir alltaf inn á milli. Millikaflinn er skemmtilegur(killed everyone parturinn) svo endar lagið hratt og þungt. Stórkostlegt
10/10

Suggestions
ok, hvað á maður að segja? Stórgott, lag og mjög steikt. Serj er alveg rosalegur, sérstaklega í kaflanum þar sem hann talar einsog 10 ára strákur sem er að reyna að vera töff.
8/10

Spiders
Þetta lag var að mig minnir í einhverju Scream soundtracki. Það byrjar mjög rólega og þyngist svo en heldur samt rólegheitunum. Lagið hefur mjög S.O.A.D. legt gítarsóló(einfalt en mjög flott) og er í alla staði mjög gott.
10/10

Ddevil
Þetta lag er örugglega það mest jolly á disknum. Það er svo frábært með sönginn hans serj þegar hann syngur eðlilega en svo kemur einsog hann sé í mútum. Endar einsog Sugar, á þungu nótunum.
9/10

Soil

Þetta lag er þannig að hljóðfæraleikurinn á ekki að passa við sönginn, allavega í versinu, en SOAD tekst að láta það passa. Gítarsólóið í þessu lagi er ekki hefðbundið SOAD sóló, það er langt og er með svona hammer-pull stæl. Endar í sovéskum fíling og Serj öskrar virkilega flott í endann “Why the fuck did you take him away from us, you motherfucker!!!”
10/10

War?

Þetta lag er örugglega mesta áróðurslagið á disknum ásamt PLUCK. Þarna eru SOAD menn að skíta yfir stríðrekstur í heiminum í dag, s.s. að skíta yfir það að stríðsrekstur virðist alltaf vera byggður á trúarbragðaágreiningi(we will fight the heathens). Svo í miðju laginu kemur einskonar Hitler ræða frá Serj sem er virkilega flott.
10/10

Mind
Byrjar á þungu bassa introi, clean gítar, rólegum trommutakti og Serj hvíslar. Svo lækkast skindilega niður í því og það verður virkilega “hardcore” innblásið og róast aftur niður. þetta lag er Jojo lag, hægt, hratt, hægt, hratt, hægt. Engu að síður flott
8/10

Peephole
Byrjar frekar undarlega en þegar gítarleikur Darons byrjar að hljóma og hin hljóðfærin koma inni(ég veit ekki hvort Shavo spilar á kontrabassa í laginu) þá minnir þetta mig svoldið á sirkus tónlist. Söngur Serj er engu síðri í laginu, skiptir á milli úr öskri yfir í clean rödd einsog ekkert hafi í skorist. Gítarsólóið er í mjög sovéskum gír, endar á öskri af miklum krafti frá Serj sem róast svo niður
10/10

CUBErt
Byrjar á gítarnum en svo þyngja trommurnar lagið en það léttist upp einhvern veginn þegar Serj byrjar að syngja. Textinn er virkilega óskiljanlegur og meikar ekkert sens í laginu, lagið er samt gott.
8/10

Darts
Söngurinn hjá Serj er er svo góður í þessu lagi að orð fá ekki lýst. textinn er skemmtilegur(A hitman, a nun, Lovers). Mjög mikill húmor í gangi hjá system of a down.
9/10

P.L.U.C.K.(Politically Lying unholy cowardly killers).
Introið á gítarinn er frekar undarlegt, en koma bassin og trommurnar inni í serj: Elimination, er mjög flott. Mjög pólítískur texti, sovéskur rithmi. Daron stendur sig vel sem bakrödd í laginu.

Þessi diskur er virkilega flottur í alla staði, það er hægt að renna honum í gegn aftur og aftur og aftur, e´g verð aldrei leiður á honum
9,85/10 í einkunn hjá mé