Slipknot - Vol 3: The Sumbliminal Verses Ég vil bara byrja á því að segja að ef þér finnst Slipknot vera hljómsveit fyrir 12 ára stráka þá skaltu bara ýta á “Back”. Með því að segja einungis að Slipknot séu ömurlegir o.s.frv ertu ekki einungis að ljóstra upp almennri heimsku þinni heldur ertu líka að vera algjör þurs.

En jæja, snúum okkur að plötunni. Platan heitir semsagt Vol 3: The Sumbliminal Verses og samkvæmt Joe Jordison(trommarinn) þá kusu þeir þetta nafn vegna þess að það leggur áherslu á þemað á plötunni, tengsl og sameiningu. Það tekur smá tíma að venjast þessari plötu, hún er töluvert þyngri en Iowa. Förum ekki nánar út í það og skellum okkur í lögin.

P.S. Þetta er minn fyrsti plötudómur þannig að bjarnið með mér. (Bare with me ef þið föttuðuð það ekki)

1. Prelude 3.0 -3:57-
Platan byrjar á þessu lagi(well doh) og heyrist strax að það er mjög rólegt. Ekki einungis sýnir þetta lag að þeir í Slipknot eru ekki geðsjúklingar á örvandi heldur líka það að þeir geta samið virkilega góð róleg lög. 4/5

2. The Blister Exists -5:19-
Hérna komum við inn í aðeins kröftugra lag, gítarinn á fullu og hamast á trommunum. Flott viðlag, óvenjulegur trommutaktur… 3/5

3. Tree Nil -4:48-
Byrjum á gítarriffi og trommutakti sem eykst með tímanum, endar í sprenginu og allt fer á fullt. Hérna glittir í svipaðan söng og á Iowa og Slipknot en annars heyrist hann ekki aftur. 3/5

4. Duality -4:12-
Hérna eru við komin með smellinn af plötunni, ég er farinn að heyra þetta á X-inu enda ekki nema von, stórgott lag. Flott viðlag… 4/5

5. Opium Of The People -3:12-
Byrjar á áhugaverðum takti, fær mann til að hlusta á meira. Þetta er samt með slappari lögum af þessari plötu því miður 2/5

6. Circle -4:23-
Hérna höfum við annað rólegt lag. Hérna erum við að heyra í hljóðfærum sem við heyrum ekki venjulega í lögum hjá Slipknot. Ef mér skjátlast ekki þá er þarna kassagítar og eitthvað anað sem líkist sellói. Virkilega óvenjulegt og flott lag…4/5

7. Welcome -3:15-
Byrjar á hröðum takti og síðan bætist við primal öskur. Þetta er líkara Slipknot eins og við þekkjum þá…en samt ekki 2/5

8. Vermillon -5:16-
Ekki hratt lag, ekki rólegt, það dólar sér þarna á milli. Flott lag 4/5

9. Pulse Of The Maggots -4:19-
Byrjar á einhversskonar rólegum þyrluslætti á meðan Corey heldur einhversskonar ræðu. Þessu lagi var hægt að donwloada(og er enn held ég) af <a href="http://www.slipknot1.com/“>síðunni</a> þeirra. 3/5

10. Before I Forget -4:38-
Þetta er að mínu mati lang besta lag plötunnar. Ef mér skjátlast ekki þá er meiningin með þessu lagi að benda á að maðurinn(í heild sinni) er skepna og að við ættum ekki að gleyma því. En ég gæti haft rangt fyrir mér… textinn segjir: 5/5

I am a worm before I am a man
I was a creature before I could stand
I will remember before I forget
Before I forget that!


11. Vermilion, Pt. 2 -3:44-
Þetta er seinni hlutinn af hinu Vermilion. Þessi hluti er töluvert rólegri en hinn fyrri, virkilega flottur söngur og alles. 4/5

12. The Nameless -4:28-
Jæja, hvað get ég sagt um þetta lag…hratt, tvískiptur söngur, öflugt viðlag…3/5

13. The Virus Of Life -5:25-
Ekkert sérstakt, svona ”heftur“ söngur eða bældur kannski betra orð… 2/5

14. Danger - Keep Away -3:13-
Flott lag á ferð hér, góður endir á góðri plötu. Rólegt og óvenjulegt lag…söngaðferðin minnir mig á soul tónlist…don´t know why…4/5

Overall fyrir plötuna 4/5

Takk fyrir mig,
<a href=”http://kasmir.hugi.is/BudIcer/">BudIcer</a
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25