Mirror Of Madness Hér er verið að tala um snilldar sveit að mínu mati. Norther, ef fólk hlustar á Kalmah og Children Of Bodom þá ætti það ekki að verða fyrir vonbrigðum því hérna er verið að tala um enn eina Speed/Death metal sveitina frá Finnalndi. Það má eiginlega segja að Norther sé blanda af Kalmah og CoB. Því hérna eru þessi sívinsælu melódísku áhrif og svona harðir og hraðir kaflar.

Mirror Of Madness var önnur breiðskífan frá Norther.

01. Blackhearted
02. Betrayed
03. Of Darkness And Light
04. Midnight Walker
05. Cry
06. Everything Is An End
07. Unleash Hell
08. Dead
09. Mirror Of Madness
10. Frozen Sky
11. Smash

Diskurinn er í heild sinni einn af betri diskum sem Finnar hafa gefið frá sér. Frá upphafsriffinu til seinasta riffsins er maður alveg húkt á disknum því. Það er margt sem má bæta en það er miklu meira sem maður hreinlega getur ekki annað en verið agndofa af. Þau lög sem mér finnst standa uppúr eru Blackhearted, Betrayed, Frozen Sky, Mirror OF Madness. En ég varð fyrir smá vonbrigðum með lagið Dead því upphafsriffin eru nánast þau sömu og í laginu Bullet Ride með In Flames og finnst mér þeir vera að stela því, því miður batnar það ekki því að eftir því kemur eitthvað sem minnir mig all svakalega á Master Of Puppets. En annars þá er þessi diskur mjög góður og mæli ég með því að allir þeir sem hafa gaman af CoB og Kalmah kíkji allaveganna á þennan disk því hann mun koma ykkur skemmtilega á óvart.