Slayer - Reign in Blood Mér finst fáranlegt að engin sé buin að henda grein um þessa thrash metal snillinga! Svo eg ætla að luma einni.

Slayer er sennilega Hraðasta, grofasta og þyngsta band sem hægt er að finna og að minu mati besta thrash metal plata sem hefur verið gefin út, helling af klassikum slögurum eins og Angel of Death, Raining BLood, Reborn, Altar of Sacriface og fullt eins og allir sannir metalhausar eiga að þekkja eins og þumalinn á sér.

Ætla að fara í sögu Slayer að meistarstykkinu Reign in Blood.
1982 stofnaði Kerry King (Lead Guitar1) Slayer með Tom Araya (Vocal, Bass) og fengu svo til sín Jeff Hanneman sem lead guitar2 og Dave Lombardo (Drums).
Þeir byrjuðu á að spila Iron Maiden og Judas Priest cover á skólaböllum og pöbbum.
1983 gáfu þeir út fyrsta diskinn sinn Show no Mercy (Metal Massacre, Metal Blade) hun fékk mjög mikla athygli því þetta var einhvað nýtt þéttur og hrár pakki af þvílikum thrashi og latum og hröðum soloum. Hun seldist vel og bandarikja túr fylgdi eftir.
1985 kom út 2 breifskifa Slayers Hell Awats (Metal Blade). Hún þótti satistari og hrári en Show no Mercy. Hún inniheldur hellinga af mögnuðum lögum t.d. Hell Awaits, At Dawn the Sleep, Necrophiliac. Hún seldis yfir 100.000 eintök á mjög stuttum tíma og evrópu túr fylgdi eftir.
1986 gerðu þeir samning við American records og tóku upp meistarastykkið Reign in BLood sem Rick Rubin produceraði, þetta var dalitið skritin breyting hjá þeim fara frá Metal blade til Rick Rubin sem er buin að producera Puplcic Enemy, Beasty Boys og fleira rapp/popp ruzl. En úttkoman var rosaleg ein sú satista, hraðasta og grofasta plata sem ég hef nokkurn timan heyrt!

Arðar plötur:

Show no Mercy (1983)
Haunting the Chapel (1984) (EP)
Live Undead (1984) (EP)
Hell Awaits (1985)
Reign in Blood (1986)
South of Heaven (1988)
Season in the Abyss (1990)
Decade of Aggression (Live) (1991)
Divine Intervention (1994)
Undisputted Attitude (1996)
Diabolus in Musica (1998)
God Hates us All (2001)



Kerry King - Lead Guitar
Jeff Hanneman - Lead Guitar
Tom Araya - Bass, Vocal
Dave Lombardo - Drums
Rick Rubin - Producer

Lagalisti:

01. Angel of Death (Hanneman) 4:51
02. Piece by Piece (King) 2:03
03. Necrohobic (King) 1:40
04. Altar of Sacriface (Hanneman, King) 2:50
05. Jesus Saves (Hanneman, King) 2:55
06. Criminally Insane (Hanneman, King) 2:23
07. Reborn (Hanneman, King) 2:12
08. Epidemic (Hanneman, King) 2:23
09. Postmortem (Hanneman) 2:45
10. Raining Blood (Hanneman, King) 4:58

Platan byrjar að krafti á laginu Angel of Death. Að minu mati besta lag Slayer og besta thrash lag allra tima! Allt magnað í þessu lagi Byrjunar riffið hratt og þungt, millikaflin flottur og soloin eru bara argandi snilld Jeff og King til skiptis og einn sá fallegasti double sem ég hef heyrt! Allt fullkomið við þetta lag. Öll lögin eru vel útfærð og rosalega hröð, með hröðum riffum og soloum. Piece by Piece lagið væri fullkomið ef solo væri í því. Reborn er eitt það flotttasta thrash lag allra tima hraðin í því váááa saegir maður bara! Þvílik solo og flott intro. ALtar of Sacriface er snilld flott riff grofur söngur, megga solo sem fær harin mans til að rísa og þvílikur kraftur! Postmorten byrjar með flottu introi samt með hægari lögum á plötunni, flott lag og stendu fyrrir sínu. Platan endar á Raining Blood eitt besta Slayer lagið samt eitt það hægasta og samt ekki, byrjar á flottu introi svo kemur sennilega hraðasta riff sem hefur verið samið! Flottur söngur sem kemur manni á óvart, vel spilað og lagið endar á solo sem er bara hreint bull :S:S.

gef henni *****/***** öll lögin eru rosalega en þetta er sona plata sem maður verður að vera í filingnum til að hlusta. Þið sem eigið ekki þessa plötu mæli ég eindregið að fara í næstu búð og kaupa hana þið sjáið ekki eftir því!

Vill afsaka allar stafsetningavillur og ekki koma með einhver skittköst :)