Ég er hér kominn til að segja mitt álit á nýja Slipknot disknum, Vol. 3 (The Subliminal Verses). Áætlað er að diskurinn komi út 24. maí. Ég komst yfir diskinn með öðrum hætti :p

Allavega þá ættla ég að byrja á að taka eitt lag fyrir sig og svo heildar niðurstöðu:

1. Prelude 3.0 - Þetta er eins og virkilega langt Intro en samt eiginlega lag. Frekar mikið eins allan tíman en samt mjög flott og mér finnst gaman að hlusta á það. Þetta lag segir nokkurnvegin við hverju má búast á disknum. Rólegri og “darker” (veit ekki allveg hvernig á að orða það öðruvísi.

2. The Blister Exists - Ágætt lag, ekkert sérstakt… eitt af þeim lögum á disknum sem inna mann á “gömlu” Slipknot (á Slipknot og Iowa, ekki M.F.K.R.)

3. Three Nil - Gott lag, ég fíla mig ágætlega við að hlusta á það. Mér finnst sérstaklega flottur gítarinn og trommurnar.

4. Duality - Bara eitt besta lag sem ég hef nokkurntíman heyrt! Allgjör snilld! (Líka flott myndband) En það eina er að þetta lag minnir mig MIKIÐ á Stone Sour. (Önnur hljómsveit sem Corey og Jim eru í)

5. Opium Of The People - Frábært lag. Mjög grípandi á köflum og ég nýt þess að hlusta á Corey og satt að segja alla hljómsveitina í þessu lagi.

6. Circle - Rólegt lag og mér brá frekar mikið við að heyra svona rólegt lag með Slipknot. En þetta er bara ótrúlega flott! Flottur “kassagítar og frábær, rólegur söngur hjá Corey. Svo heyrir maður svona smá í öðrum meðlimum sem gerir lagið auðvita bara flottara. Endar svo svoldið skringilega en þó töff.

7. Welcome - Þetta lag ásamt öðrum var gefið út á netinu áður en diskurinn kom út og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Finnst þetta reyndar bara hálf leiðinlegt lag þrátt fyrir flott gítar sóló í því.

8. Vermilion - Ég bara elska þetta æag! Það er lítið líkt Slipknot eins og þeir voru fyrir þennan disk en samt alveg mergjað. Viðlagið er svo bara eitt það flottast (hálfpartin fallegasta því Corey hefur svo flotta rödd) sem ég hef heyrt.

9. Pulse Of The Maggots - Minnir mig mikið á People = Shit. Var gefið út fyrir þó nokkru síðan á netinu og er bara argasta snilld. Hef ekkert meira að segja um þetta snilldar lag.

10. Before I Forget - Massa lag og rífandi fílingur í gangi allan tíman. Ekki það besta sem Slipknot hefur gert en samt með þeim betri. Líka flott viðlagið hérna. Það væri gaman að sjá þetta lag á tónleikum.

11. Vermilion, Pt. 2 - Þetta er eins og nafnið segir Part 2 af Vermilion laginu. Bara þessi partur er miklu rólegri, bara rólegt og mjög fallegt lag.

12. The Nameless - Geðveikt lag! Brjálað og allgjört Slipknot ”Madness“ og svo bara allt í einu dettur það niður og verður ógeðslega rólegt og fallegt og svo aftur í ”Madness“ og svo aftur.. you get the point. En allavega er viðlagið enn og aftur allveg ótrúlega flott.

13. The Virus Of Life - Ekki flott lag. Kemur reyndar allt í lagi kaflar öðru hverju en mér finnst þetta lag bara slakt.

14. Danger - Keep Away - Lagið heitir já ”Danger - Keep Away" :p En allavega þá er þetta rólegt og flott lag. Sérstaklega flottur söngur og gaman að hlusta á textan.

Í heildina finnst mér þessi diskur alls ekki slakari en hinir diskarnir. Allt öðruvísi en samt frábær. Meistaraverk að mínu mati.

Vill líka benda Slipknot aðdáendum á mjög áhugaverða grein hérna sem segir frá MIKLU sem hefur verið að gerast í kringum bandið undanfarin ár. Skemmtileg lesning: http://www.mtv.com/bands/s/slipknot/news_feature_040510 / (er ekki búinn að læra að gera þetta betur, sry)

Biðst fyrirfram afsökunar á stafsetninga villum því að ég er akkúrat núna að deyja úr þreytu og nenni ekki að fara yfir.

Og þar sem diskurinn er ekki kominn út þá er ekki 100% víst að hann verði NÁKVÆMLEGA svona en þetta er eins og ég fékk hann í gær.

Og ég hef verið að fylgjast mikið með þessu Metall áhugamáli í svoldin tíma og hef tekið eftir því að ef ég minnist á Slipknot eða KoRn þá eru strax komin 50 Metallica aðdáendur á svæðið til að drulla yfir KoRn og Slipknot og segja frá hvað Metallica er miklu frábærari. Vinsamlegast sleppið því þar sem það er þroskaðari hluturinn að gera og því að þessi grein er bara álit mitt.

Kveðja Killerade.