Ég persónulega er orðinn virkilega þreyttur á því að sjá bönd eins og korn og limp bizkit titluð sem hardcore bönd, því þau eru eins og marg oft hefur verið bent á - hip hop massive bönd, og frekar léleg í þokkabót!
Hardcore einkennist af mun meiri keyrslu og geðveiki og er í raun samsuða af dauðarokki og pönki, eða eitthvað í þá áttina. Ef þið viljið tékka á almennilegum hardcore böndum, tékkið þá á böndum eins og Coalesce eða Kiss it Goodbye - þvílíkt brútal tónlist!
P.S. Ég mæli líka með útvarpsþáttunum Babýlon (Radío-X) og Hamsatólg (rás 2). Þar getiði fengið að heyra alvöru hardcore!