Metallica - Load Þá var komið að því eftir 5 ára hvíld var farið aftur í stúdíó og ári eftir það kom næsta plata LOAD. Plata sem var gjörólík því Metallica höfðu verið að gera fram að því. Thras Metallinn var farinn og nýir hlutir að gerast.

Platan fékk mjög misjafna dóma. Annað hvort hökkuðu menn hana í sig eða hömpuðu henni. Mér persónulega fannst þetta slöpp plata. Þar sem að það voru raunar aðeins 4 lög sem mér fannst eitthvað varið í og voru það lögin: Until it sleeps, Bleeding me, Mama said og Outlaw torn. Restin fannst mér bara rusl og ekkert skilt Metallica, en það er bara það sem mér fannst. Það var greinilega lítið vandað til verks nema í Mama said og Outlaw torn og alveg ljóst að lélegasta plata Metallica fyrr og síðar var staðreynd.

Lagalisti:

1: Ain't My Bitch
2: 2x4
3: The House Jack Built
4: Until it Sleeps
5: King Nothing
6: Hero Of The Day
7: Bleeding Me
8: Cure
9: Poor Twisted Me
10: Wasting My Hate
11: Mama Said
12: Thorn Within
13: Ronnie
14: The Outlaw Thorn

Ég gef þessarri plötu [4/10] í einkunn. Sem sagt fall einkunn.

Eftirfarandi dómur er mín skoðun. Endilega tjáðuð þig lesandi góður og dæmdu.

Takk Fyrir Mig
Ozi