Metallica - Metallica Ekkert heyrðist í Metallica í nokkur ár eftir “…And Justice For All” fyrir utan “The Good The Bad And The Live” tónleika stöffið.

Margir voru farnir að velta því fyrir sér hvað væri í gangi og sögusagnir um eitthvað nýtt og ofsalega spennandi gerði biðina að nýju plötunni óendanlega langa. Ég var einn af þeim sem beið óþreyjufullur og með ákafa.

Loksins, um haustið 1991 kom þessi blessaða plata í plötuverslanir. Biðraðir mynduðust og allt varð vitlaust, allir vildu næla sér í eintak af þessu meistaraverki sem þessi plata átti að verða.
Metallica voru búnir að sjá það að eftir sköpunargleðina og tilraunastarfsemina sem þeir voru búnir að eiga við síðustu ár væri komin tími til að skipta yfir í einfaldleikann. Þeir voru búnir að kreista allan frumleika sem hægt var að fá útúr sér þannig að nú skyldu þeir gera eitthvað einfalt, og nota tækifærið og reyna að selja tónlistina sína og græða peninga.
Þeir losuðu sig við Flemming og réðu til sín Bob Rock, sem hafði gert garðinn frægann við að pródúsera popp tónlist á borð við Bon Jovi.

Track Listi:


1. Enter Sandman (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:29
2. Sad but True (Hetfield/Ulrich) - 5:24
3. Holier Than Thou (Hetfield/Ulrich) - 3:47
4. The Unforgiven (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:26
5. Wherever I May Roam (Hetfield/Ulrich) - 6:42
6. Don't Tread on Me (Hetfield/Ulrich) - 3:59
7. Through the Never (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:01
8. Nothing Else Matters (Hetfield/Ulrich) - 6:29
9. Of Wolf and Man (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:16
10. The God That Failed (Hetfield/Ulrich) - 5:05
11. My Friend of Misery (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:47
12. The Struggle Within (Hetfield/Ulrich) - 3:51


Öll lögin orðin útvarpsvæn, öll lögin passlega löng fyrir útvarp og þægilega grípandi án þess að missa metalfílinginn (allavega fyrir hinn venjulega Bylgjuhlustanda).
4 lög urðu strax að klassík, “Enter Sandman” varð að einu mest spilaða metal lagi í útvarpi allra tíma, “The Unforgiven” og “Wherever I May Roam” urðu vinsæl og “Nothing Else Matters” varð strax að klassísku lagi í svipuðum stærðaflokki og “Stairway To Heaven”.
Innan um þessi lög voru meðallög inná milli sem aldrei náðu neinum vinsældum fyrir utan kanski “Sad But True” sem varð sennilega eina lagið sem alvöru Metallica aðdáendur náðu að fíla.
Bob Rock tókst heldur betur áætlunarverk sitt. Honum tókst að fá þessa ofsalega reiða gaura til að verða að poppstjörnum og fíla það. Það er alltaf talað um þessa plötu sem viðmiðun á “gömlu/nýju” Metallica, enda er áberandi munur á þessum því sem er að gerast þarna og því sem gerðist á undann.

Credit Listi:

Michael Kamen - Arranger
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals, Producer
Jason Newsted - Bass
Bob Rock - Producer
Lars Ulrich - Drums, Producer


James fór víst á söngnámskeið og lærði að beita röddinni til að geta verið betri poppsöngvari og tókst honum það mjög vel. Hann hefur mun meira vald á röddinni sinni og tókst að verða sér útum “signature” með því að enda allar setningar á “Jóóóaaa”.
Gítarleikur hans er sem fyrr óaðfinnanlegur, grípandi poppriff einkenna þó þessa plötu og öll flókin og hröð tilraunastarfsemi sem hafði einkennt hann áður farin.
Kirk Hammet sýnir á sér nýja hlið líka með afgerandi miklum “WahWah” sólógítarleik, heppnast vel og allt það en vantar allan sjarma í það. Sometimes less is more Kirk.
Trommuleikur Lars er helvíti kúl þarna, og sándið í trommunum líka djöfull magnað. Ofsalega þungar trommur sem minna stundum á Bonham og allur óþarfa tilraunatrommur sem hafði einkennt hann hingað til horfinn. Hentar vel í popptónlist.
Og loksins fékk Jason að heyrast almennilega á plötu. Bob Rock tók bassann hans og lyfti honum á nýtt plan, good for you boy.

Persónulega fer þessi plata í taugarnar á mér. Vissulega eru nokkur lög þarna alveg ágæt, en það er bara eitthvað við andann sem liggur yfir henni sem heillar mig ekkert. Allur Trash metal fílingur horfinn og poppandinn sveimar yfir henni eins og hrægammur.

Ég gef henni *** af *****

Takk fyri
ibbets úber alles!!!