Metallinn Metallinn skiptist upp í nokkra meginflokka sem saman mynda þungarokkið.
Í þessari grein ætla ég að fara yfir nokkra þeirra, frumkvöðla og svo framvegis.
Erfitt er að tala um upphaf metalsins þar sem allt of mikið kemur til greina.

Traditional Metal eða Power metal eins og það hefur oftast verið kallað var fundinn upp af Helloween að svo virðist. En Judas Priest eiga í rauninni heiðurinn af þessu. Ásamt UFO að hluta.
Mörg bönd hafa komið út frá þessu og þar má til dæmis nefna: Blind Guardian, HammerFall, Savatage og fleiri.
Lykilplötur þessarar stefnu eru án efa Keeper Of The Seven Keys I og II, Screaming For Vengeance og British Steel

Trash var fundið upp af Metallica, en mörg góð bönd hafa litið dagsins ljós frá fæðingu stefnunnar 1983. Má þar nefna Megadeth, Slayer, Anthrax sem eru líka miklir frumkvöðlar og ekki má gleyma Testament sem að mínu mati er ein af þeim bestu í Trash metal.
Lykilplötur eru án efa fyrstu þrjár plötur Metallica; Kill ´em All, Ride The Lightning, Master Of Puppets. Megadeth platan Rust In Peace og The Legacy með Testament og Reign In Blood með Slayer.

Doom Metallinn var fundinn upp af miklum snillingum og einum af upphafsmönnum metalsins Black Sabbath og er þetta þá ein elsta stefnan. Mörg önnur bönd s.s. My Dying Bride og Pardise Lost hafa einnig verið að gera það gott.
Lykilplötur eru Black Sabbath plöturnar, ekki flóknara en það.

Dauðarokkið er harðasta stefnan. Hraður en samt þungur gítarleikur og öskur.
Þekktustu böndin eru: Death, Obituary, Morbid Angel.
Stefnan hófst í Flórida í Bandaríkjunum.
Lykilplöturnar eru Human, Leprosy.

Svartmálmurinn eða Black Metal á rætur sínar að rekja til norðurlandanna, Mayhem og Emperor hafa talist frumkvöðlarnir og eru þeirra plötur taldar þær bestu. En hinir raunverulegu frumkvöðlar eru Venom, platan Black Metal er þar í fararbroddi.

Progressive Metal hófst í rauninni með Yes, Genesis og fleiri böndum. Þekktasta hljómsveitin í þessum geira er án efa Dream Theater sem hafa ásamt öðrum risa Queensrÿche skapað þennan metal.
Lykilplöturnar eru aðalega Operation MindCrime og Images And Words.

New Wave Of British Heavy Metal var fundið upp af Iron Maiden, Angelwitch og Saxon. Def Leppard hafa einnig átt sinn þátt í þessu ásamt Deep Purple, innan þessarar stefnu hafa líka myndast bestu plötur metalsins og hafa Iron Maiden átt stærstan hluta að því, plötur eins og The Number Of The Beast og Powerslave. En til dæmis hefur platan Hysteria með Leppard vakið mikla athygli.

Stoner Metal er tiltölulega ný stefna, Kyuss fundu hana upp sem seinna varð að Queens Of The Stone Age. Hljómsveitir eins og Fu Manchu hafa sprottið upp úr þessari senu.


Nü Metal er nýjasta stefnan og var fundin upp af KoRn sem er í rauninni það eina góða sem komið út úr þessari stefnu ásamt Deftones og SOAD.
Lykilplötur eru held ég bara KoRn plöturnar.

Industrial Metal er tiltölulega ný líka en hefur að geym nokkuð góð bönd.
Ministry eiga heiðurinn að þessu og hafa hljómsveitir eins og NIN, Rammstein og Marylin Manson. Lykilplöturnar eru helst Herzelaid og NIN plöturnar, Ministry plöturnar eiga samt mestan þátt í þróun þessarar stefnu.

Christian Metal er síðast og hefur hlotið gott orð af sér og bönd eins og Living Sacrifice og Tourniquet. Helsti veikleiki þessarar stefnu er að mínu mati hljómsveitin P.O.D.
Engar sérstakar plötur hafa mótað þennan stíl.

Vona að þetta sé svona allt í lagi. Öll leiðindi eru afþökkuð, hver og einn getur haldið þeim fyrir sig.

Gleðilega Páska.

Kveðja Invader.