Saga Opeth – 2.Hluti (Morningrise og My Arms, Your Á tímabilinu 1996-1998 gaf þessi magnaða hljómsveit út tvær áhrifamiklar plötur undir nöfnum ‘Morningrise’ og ‘My Arms, Your Hearse’. Í þessari grein mun ég fara ýtarlega í báða diskana í stað þess að fara sérstaklega yfir það sem gerðist á þessu tímabili, þótt einhverjar breytingar innan mannskipan bandsins átti sér stað. Eins og áður sagði höfðu nokkur lög tekið að mótast snemma, fyrir upptökur ‘Orchid’ – lög sem enduðu á ‘Morningrise’. Slík lög eru t.d ‘Advent’ og ‘Black Rose Immortal’. Hið síðarnefnda er 20 mínutur á lengd og fór mikill tími í að útsetja og klára lagið sem þeir náðu loksins að festa á snældur árið 1996 í “nýja” Unisound hljóvðerinu. Þess má geta að sumir partar sem enduðu á plötuni höfðu verið til staðar alveg frá árinu 1991. Swano flutti hljóðverið og fjárfesti í betri búnaði, en mér finnst útkoman mjög svipuð því sem maður kynntist á ‘Orchid’, þótt andrúmsloftið á þessum tveim plötum er mjög ósvipað. Mér þykir sándið og framleiðslan samt vera mjög svipuð.

Morningrise:

Mannskipanin á bandinu hélt sér alveg fram að því að þeir byrjuðu að taka upp ‘Morningrise’ árið 1996 og allir þeir meðlimir sem spiluðu á ‘Orchid’ spiluðu á þessum. Persónulega tel ég að þetta sé eimitt sú Opeth plata alveg fram að ‘Deliverance’ (2002) sem hægt er að dýfa sér dýpst niður með andlega séð. Þegar maður hefur hlustað á kassagítar spilið sem einkennir fyrstu sekúndur ‘Advent’, fyrsta lag plötunar, og alveg fram að loka orðum ‘To Bid You Farewell’ – er nánast óhugsandi hvað það er mikil fjölbreytni í tónlistinni sem maður hefur hlustað á, þrátt fyrir það að aðeins fimm lög eru að finna á plötuni. Öll þeirra eru yfir tíu mínutur á lengd. Platan var tekin upp á svipað löngum tíma, nákvæmlega tveim árum síðar og innihélt í þetta skiptið aðeins fimm lög:

01.‘Advent’
02.‘The Night And The Silent Water’
03.‘Nectar’
04.‘Black Rose Immortal’
05.‘To Bid You Farewell’

Trommurnar eru staðsettar alveg aftast í bakgrunninumog þær eru mun þéttari en á ‘Orchid’ nema það heyrist miklu minna í þeim. Sándið er í rauninni ansi svipað og á ‘Orchid’ nema á þeim disk hefðu þeir mátt læra sitthvað um upptökutækni til þess að skapa meiri þróun sem hefði mátt heyrast á ‘Morningrise’. Trommusándið á ‘Morningrise’ er mjög góður millivegur á milli uber-háværum snerilsbrjótum sem maður finnur kannski í hinum harðasta dauðamálmi og því sem maður gat heyrt í gömlum 70’s-80’s framsæknum rokk böndum, frekar mjúklegum trommuleik. Enda er Opeth mjög mikil blanda af t.d því sem maður finnur í death metal tónlist og prog rokki frá fornum tímum. Ég held að starfa sem trommari á Opeth á þessum tíma hafi verið frekar krefjandi og erfitt, rétt eins og allir hinir hljóðfæraleikarnir hafa krefjandi hlutverk í bandinu en trommurnar hér eru einum of taktskiptar og mikið er af flóknum trommumunstrum sem maður heyrir ennþann dag í nýlegri tónlist hljómsveitarinnar. Diskurinn í heild sinni er sá allra mjúkasti af öllum Opeth diskunum, að frátöldum ‘Damnation’ (2003). Hálfgerð ofnoktun á kassagítarum og eitthvað af prog köflum sem eru beinlínis stolnir frá hljómsveitum eins og Camel hér og þar inn í lögum eins og ‘The Night And The Silent Water’ gerir það að verkum að diskurinn virkar kannski ekki alveg eins frumlegur og á ‘Orchid’ – þvert á móti er hann hálfstaðnað framhald af honum. Fyrir þá sem ekki vita var Camel framsækið rokk band í anda Alan Parsons Project og aðra slíkra sveita sem gaf út nokkuð efnilegar breiðskífur á liðnum áratugum, en þar ber að nefna t.d ‘Moonmadness’ (sem aðdáendur ‘Damnation’ plötunar ættu ekki að láta fram hjá sér fara), ‘Breathless’ og ‘I Can See Your House From Here’, sem eru rokkaðri plötur í anda fyrstu Pink Floyd diskana. Því alltaf í miður féll Camel skugga hljómsveita á borð við Alan Parsons Project þrátt fyrir að hafa viljandi grafið sig niður í undirheimana, en það var meginástæða þess að þessi afbragðshljómsveit lagði upp laupana fyrir allmörgum árum síðan. Þess má geta að Opeth, eða Åkerfeldt sjálfur á rætur sínar djúpt að sækja í tónlist svipaða og það sem bönd eins og Camel voru að færa upp á yfirborðið á þessum tímum og þeir sem vita hvaða band ég er að tala um geta séð greinileg áhrif frá þeim í tónlist Opeth, sérstaklega á ‘Damnation’. Raunar viðurkennir Åkerfeldt að lagið ‘Ending Credits’ af ‘Damnation’ sé algjört “Camel rippoff”.

Þrátt fyrir að ég sé að saka þá um ófrumleika get ég ekki neitað fjölbreytninni sem er til staðar á ‘Morningrise’. Gítarinn drottnar yfir trommunum á ‘Morningrise’ og er spilar algjört lykilhlutverk á þessari plötu. Melódíunum eru alveg ólysandi eins og maður fékk að kynnast á ‘Orchid’ en hlustandinn fær gítarsándið ekki alveg í andlitið heldur er það mun mýkra en á fyrstu plötuni. Bassinn er mjög plokkaður á þessari plötu og fyrir vikið heyrist miklu meira í honum en á ‘Orchid’ og það er mikið um alls kyns bassalykkjur og nokkra sekúnda sóló sem tengja ýmsa kafla saman eins og í ‘Advent’. Stundum fer bassin líka alveg út fyrir melódíuna sem gítarnir eru að spila og fer að taka djasskennd sóló yfir gítarleikinn. Algengt á þessari plötu er líka að ákveðin melódía er spiluð í svona staðbundnu “rokkformi” (gítar-bassi-trommur) með miklum krafti en svo hægist á kaflanum og kassagítarar taka við en spila samt nákvæmlega sama stefið og leiða svo lagið út í kassagítarssólo og andrúmsloftið í laginu fer í snaröfuga átt við það sem var í gangi aðeins mínutu fyrr, ef ekki minna. Á síðasta laginu, ‘To Bid You Farewell’ er aðeins um kassagítara og rólegan trommuleik auk bassa að ræða, nema þegar á líður í laginu blandast smá ‘overdrive’ rafmangsgítarleikur ofan á. Maður getur líka rekist á margt annað fjölbreytt á plötuni, t.d hópsöng. Söngurinn hefur ekki breyst með neinu móti, Åkerfeldt heldur ennþá sínum stíl en textarnir hans eru orðnir mun ljóðrænari og dimmri hér. Hann er líka mun öruggari með sig og gerir ekki eins miklar tilraunir með textana og ljóðagerð sína og maður heyrði og las á ‘Orchid’. Þótt að þessi plata hafi ekki verið mikil þróun frá ‘Orchid’ getur maður samt sagt að það sem einkennir hana mest er hvað hún minnir mann á ekki neitt annað en Opeth sjálfa. Á þessum tíma var nánast ekkert í líkingu við þessa tónlist og maður gat varla ekki líkt þessu við neina aðra hljómsveit (nema kannski Camel eða aðrar minna þekktar progrokk sveitir).

Eftir að ‘Morningrise’ kom út árið 1996 fór hróður Opeth vaxandi og þeir fóru að túra mun meira og spila á fjölmennari tónleikum með þekktari böndum og árið 1997 fengu þeir að túra með dauðarokks-frumkvöðlunum í Morbid Angel um Bandaríkin. Ekki var mikið í gangi í herbúðum bandsins um nokkra hríð og úr því héldu þeir bara áfram að semja og reyna að þróast eitthvað áfram sem hljómsveit. Á meðan þessu stóð fór trommarinn Anders Nordin erlendis, og eftir að Åkerfeldt hafði bókað hið marglofaða Studio Fredman í heilan mánuð fyrir upptökur á næstu plötu sveitarinnar – ‘My Arms, Your Hearse’ fékk hann símhringingu frá Nordin þar sem hann sendi frá sér litla yfirlýsingu: “Ég er hættur í bandinu. Sorrí”. Þessi yfirlýsing kom Åkerfeldt auk restinni af hljómsveitinni algjörlega í opna skjöldu og nú stóðu aðeins hann og Lindgren eftir þar sem Johan DeFarfalla bassaleikari hafði einnig hætt um svipað leyti. Það tók nokkurn tíma en þeir fengu svo loks fyrrverandi Amon Amarth trommarann Martin Lopez til að tromma með þeim (samstarf sem hefur endst alveg fram til dagsins í dag). Fyrsta upptaka Opeth með Lopez innbyrðis var ábreiða af gamla Celtic Frost slagaranum ‘Cicle Of The Tyrants’ sem var tekið upp í Soundlab Studios, en Dan Swano hafði lokað Unisound af ástæðum sem eru mér óljósar. Þar spilaði Åkerfeldt á bassann. Lagið í útgáfu Opeth er mjög svipað nema þeir spila píanó í byrjununi og hraðinn er aðeins aukinn þegar á líður lagið. Þessi upptaka endaði á einhverjum safndiskum áður en það endaði sem aukalag á ‘My Arms, Your Hearse’ ásamt Iron Maiden ábreiðulagi, en þeir tóku upp sína útgáfu af laginu ‘Remember Tomorrow’ sem er að finna upprunalega á ‘Killers’ plötunni.

Studio Fredman er í dag eitt fagmannlegasta hljóðver í allri Skandínavíu og eitt það dýrasta líka. Eigandinn og aðalhljóðmaðurinn, Frederik Nordstrom stofnaði það undir þessu nafninu í kringum 1990-1992 og þá var það ekki mikið meira en lítið pláss á stærð við meðalstóran fataskáp og 16-rása mixer. Í dag er þetta risastórt svæði með tveim fagmannlegum stjórnunar- og hljóðblöndunarherbergjum og fjórum upptökuherbergjum. Eitt mjög stórt eins og fyrir trommur eða annað hljóðfæri af þeirri stærð, tveir hljóðeinangraðir klefar fyrir algeng rafmögnuð strengjahljóðfæri eins og gítar eða bassa og svo annar stór klefi sem er sérsmíðaður fyrir söngupptökur. Hljóðverið hefur tekið margskonar breytingum síðan Nordstrom kom því af stað en árið 1995 var það mjög þekkt á landsvísu og eftirsótt fyrir þetta ótrúlega kraftmikla sánd sem At the Gates böðuðu sig í á ‘Slaughter of the Soul’. Það má segja að sá diskur hafi komið hljóðverinu almennilega á framfæri, en hljómsveitir eins og Arch Enemy og In Flames tóku upp í því eftir það, en ‘My Arms, Your Hearse’ er annar hornsteininn í sögu hljóðversins sem gerði það mun frægara. Hljómsveitinn tók plötuna upp á einum mánuði árið 1997 og voru búnir að bæta við sig nýjum bassaleikara, Martin Mendez sem þeir komust í kynni við þökk sé nafna hans í bandinu, Martin Lopez. En þar sem of lítill tími var fyrir hann að læra löginn ákvað Åkerfeldt að spila sjálfur á bassann á plötunni. ‘My Arms, Your Hearse’ er mín uppáhaldsplata með Opeth og mér finnst hún skara langt fram úr öllum öðrum Opeth plötum til samans. Hinar eiga bara ekki neinn minnsta möguleika í hana. Á þeirri plötu er líka að finna fyrstu merki um mikla þróun í bandinu, miðað við ‘Orchid’ og ‘Morningrise’. Í stað þess að drekkja lögunum í riffum reyna þeir frekar hér að stytta lögin lítilega og reyna að finna almennilegar harmóníur sem passa ágætlega við hvor aðra. ‘My Arms, Your Hearse’ er laus samhengisplata (concept-album), en plötur af þeim toga eru þannig að textarnir fjalla um sama hlutinn og ef þeir eru tengdir saman lag fyrir lag mynda þeir einhverskonar sögu eða umfjöllun. Margar heimsfrægar hljómsveitir af gert tilraunir með þetta með misjöfnum árangri, oftast engum, en hjá nokkrum – eins og hjá Iron Maiden (Seventh Son Of A Seventh Son) og Pink Floyd (Wish You Were Here) – gengur þetta fullkomlega vel upp. Samhengið á ‘My Arms, Your Hearse’ er torskilið og ógreinanlegt í fyrstu en í raun kemur í ljós að textarnir fjalla um árstíðirnar fjórar. Maður skynjar það ekki í textanum kannski fyrr en maður heyrir af því, en þá fór ég að taka eftir því sjálfur. Það er líka eimitt á þessari plötu sem allt smellpassar saman hjá þeim, tónlistin, textarnir, plötuábreiðan og andrúmsloftið sem þeir reyna að skapa kemur strax fram í fyrsta laginu, ‘Prolouge’ – sem er einnar mínutu píanóballaða sem er spiluð meðan einhver rigning er í bakgrunninum. Næsta lag er mitt persónulega uppáhald af öllum þeim lögum sem ég hef heyrt með þeim, lagið ‘April Ethereal’, kannski vegna þess að það var fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim og það var svo mikil upplifun fyrir mig að hlusta á þetta lag í fyrstu skiptin, kryfja það í mínum eigin hugarheimi meðan ég var að hlusta á það og melta það jafnframt. Eitt af því sem hefur einnig breyst hér er framleiðslan sem er orðin mun vandaðri og pússaðri. Gítarnir eru mjög feitir og raddaðir hver af öðrum, oft með flókið kassagítarspil í bakgrunninum á meðan allt er á fullu. Ólíkt þessu flata, skítuga, lampamangara sándi sem maður fékk að kynnast á fyrstu tveim plötnum er þetta mun þéttara og flottara gítarsánd sem maður fær meira svona “straight-in-the-face”. Þetta var einnig ein sú seinasta plata sem var tekin upp í “gamla” Studio Fredman, þótt sándið sé frekar svipað á þessum og næstu plötum, eins og t.d ‘Still Life’. Mér finnst framleiðslan nánast gallalaus þótt nokkur smáatriði eru í ólagi, eins og að trommurnar séu aðeins of háværar og yfirþyrmandi og það heyrist kannski aðeins of lítið í bassanum nema maður hlusti alveg sérstaklega eftir honum. ‘When’ heitir næsta lag, og byrjar á mjög flottu kassagítarspili sem opnar lagið en þegar síst skyldi fer lagið í snaröfugar áttir og byrjar á mjög hröðum trommuleik með miklum double-bass takti og sígildu death-metal öskri frá Åkerfeldt. Lagið er alveg jafn fjölbreytt og ‘April Ethereal’ og í rauninni mjög svipað – mikið um gítarsólo, kassagítar (eins og í raun öll lög Opeth á þessari plötu og á þeim sem komu í kjölfarið á þessari) og flóknum hljóðfæraleik sem minnir í raun á fyrirbæri eins og tónfræði eða klassíska tónlist frá miðöldum. En persónulega finnst mér ‘April..’ betra þar sem ég heyrði það fyrst og heillaðist meira af.

‘My Arms, Your Hearse’:

01.‘Prolouge’
02.‘April Ethereal’
03.‘When’
04.‘Madrigal’
05.‘The Amen Corner’
06.‘Demon Of The Fall’
07.‘Credence’
08.‘Karma’
09.‘Epilouge’

Á þessari plötu, sem var sú fyrsta sem var gefin út á sama tíma í Evrópu og Bandaríkjunum, eignuðust þeir einnig sinn fyrsta “hittara” – sem var lagið ‘Demon Of The Fall’. Lagið er mun einfaldara og auðveldara fyrir hlustandan að melta samanborið við önnur lög disksins. Einnig er lag sem fylgir eftir því sem þeir sköpuðu með ‘To Bid You Farewell’ laginu og það lag er ‘Credence’ sem eins og hið fyrrnefnda lag er í rólegri kantinum. Platan er mjög vel uppbyggð, sem er enn einn kosturinn við hana og lagalistinn passar fullkomlega – en lögin eru finnst mér algjörlega rétt staðsett, en ég tek sem dæmi að fyrst koma tvö “dæmigerð” Opeth lög og svo ein róandi kassagítars ballaða til að gefa manni smá “breathing-space”. Ég get fátt sagt annað en að þetta sé langbesti Opeth diskurinn að mínu mati, og margra annarra líka og þessi plata ætti að vera til á hverju rokkunnanda heimili. En til þess að komast almennilega inn í þessa plötu þarf talsverða þolinmæði og gefa henni smá tíma og venjast lögunum, þar sem sum þeirra eru einum of löng og stundum tekur þau of mikin tíma að byrja. En, ég ábyrgist sjálfur, að það sé fullkomlega þess virði.

Meira á leiðinni.

9nine9 ;)