Hvað skal segja um Curl Up And Die? Fjórir strákar frá Las Vegas sem spila tussuþungt core með metal í hrærigraut.

Eru forfallnir aðdáendur myndarinnar Starship Troopers og Event Horizon (ef þú ert ekki búin/n að sjá þær skaltu hunskast til að tjekka á þeim!) og eru algjörlega ófeimnir við að nota sömpl úr þeim.

Hafa spilað liggur við út um allt, frá minnstu rottuholum til stærstu metalfestanna. Láta venjulega sjá sig á Hellfest og mætir alltaf hrúga af fólki til að sjá þá. Þetta er ekki band til að missa af peeps!

Eru með eina skemmtilegustu lagatitla sem fynnast í þessum tónlistargeira ef ekki bara öllum tónlistargeirum. Hvernig er ekki hægt að hafa gaman að lagatitlum sem og “You´d be cuter if i shot you in the face”, “On the run from Johnny law aint no trip to Cleveland” , “Hella, Vegas kids say hella” osfr.

Eru búnir að gefa út fjórar plötur og eina 7 tommu. Þrjár á Status og tvær á Revelation.

Self titled – 7”
The only good bug is a dead bug – ep
Unfortunately we are not robots – ep
We may be through with the past – ep
But the past aint through with us - ep

Kurt Ballou (Converge) tók upp nýjustu plötuna (But the past…) sem er einmitt að fá dúndurdóma hvar sem fólk með penna sest niður til að hlusta á hana og segir sagan að hún innihaldi fallegasta lag (“God is in his Heaven, All is Right With the World”) sem komið hefur úr hardcore geiranum og væri ég að ljúga ef ég segðist ekki vera spenntur að fá þessa nýjustu afurð þeirra í hendurnar.

Þetta er allaveganna alveg dúndur band sem fólk þarf alveg endilega að kynna sér betur. Fast, furious og chaotic. Góður tebolli hér á ferð!

Hljóðdæmi og slíkt eru á heimasíðunni þeirra. Enjoy!

<a href=www.Copmuter.com/CurlUpAndDie></a>
<a href=www.RevelationRecords.com></a>
<a href=www.StatusInc.com></a