Children Of Bodom eru frá Espoo sem er nokkrum kílómetrum fyrir utan Helsinki. Children Of Bodom voru uppgötvaðir fyrst í enda ársins 1997 þegar að þeir gáfu út diskin ‘Something Wild’. Áður en diskurinn kom út var nafn þeirra ‘Inearthed’.

'Inearthed' var upphaflega stofnuð af Alexi og Jaska árið 1993. Svo fengu þeir Ale, Henekka og fyrrverandi hljómsborðsleikara þeirra J.Pirisjoki til að koma í hljómsveitina. Þeir gáfu frá sér 2 smáskífur, sú fyrri var köluð ‘Ubiquitos Absence Of Remission’ og innihélt 4 lög, hún var tekin upp í Asian Studios árið 1994 , sú seinni var kölluð ‘Shining’ og innihélt einnig 4 lög og var tekin upp 2 árum seinna. Hljóðið á báðum smáskífunum er mjög gott meðan við smáskífur að vera, en ‘Inearthed’ spilaði allt öðruvísi tónlist en COB, þeir spiluðu Melódískt Death Metal.

Þegar að ‘Inearthed ráku hljómborðsleikarann (eða að hann hætti) þá fengu þeir Janne til að koma í hljómsveitina. Fyrst bara sem hljómborðsleikari á disknum ’Something Wild', en svo varð hann bara að hljómborðsleikara fyrir fullt og allt. ‘Something Wild’ átti fyrst að vera gefin út af belgísku plötufyrirtæki, en Sami Tenetz (Thy Serpent) lét yfirmann Spinefarm fá demoið af plötunni og gerði hann strax samning við þá. Samningurinn inniheldur það að þeir gefi út 3 plötur hjá þeim. Þegar að ‘Inearthed’ vissu að þeir væru með örrugan samning við Spinefarm, riftu þeir samningum við belgíska plötufyrirtækið og breyttu nafninu í Children Of Bodom.

Sagan á bakvið nafn hljómsveitarinnar er eldgamalt finnskt morðmál. Bodom er stöðuvatn í Finnlandi, 20 km frá Helsinki. Árið 1960 5.júní varð þetta staður þar sem dularfullt morð átti sér stað. Fjórir unglingar, tvær 15 ára stúlkur og tveir 18 ára strákar, tjölduðu við vatnið þegar að brjálæðingur kom og drap þau öll nema einn strákin með hníf. Sá sem lifði þetta af var settur á geðveikrarhæli því hann snappaði allveg. Nokkrur árum seinna kom eldri maður og sagðist vera svo kallaði “Bodom” morðingin, en lögreglan sannaði að það gæti ekki verið hann. Svo að morðið varð aldrei leyst.

Stuttu eftir að ‘Something Wild’ var gefin út fengu COB samning við Nuclear Blast um að gefa plötuna út í allri Evrópu. COB tóku upp lag sem heitir ‘Children Of Bodom’ sem var á toppi listans í átta vikur án þess að þeir gáfu það út.

Svo fóru hlutirnir að gerast mjög hratt. Fyrsta Nuclear Blast tónleikaferðlagið (Febrúar 1998, með Hypochrisy, Benediction og Covenant) gekk mjög vel, þótt að Janne gæti ekki verið með þeim út lokaprófunum í skólanum. Vinur þeirra fyllti skarð hans og heitir Erna. Seinni NB tónleikaferðalagið fylgdu í September (í þetta skipti með Gorgoroth sem komust ekki og spiluðu Night In Gales, Dismember, Agathodaimon and Raise Hell í staðin), aftur í stað Janne. Í þetta skipti spilaði Kimberly Goss (fyrrverandi meðlimur Dimmu-Borga og Therion) kærasta Alexi á hljómborð.

Í millitíðinni höfðu nokkur ný lög verið samin og var önnur plata þeirra tekin upp og fékk hún nafnið ‘Hatebreeder’. Rétt áður en hún var gefin upp gáfu þeir út smáskífu með laginu Downfall sem innihélt einnig cover af laginu ‘No Command’ eftir Stones. Svo var ‘Hatebreeder’ gefin út snemma á árinu 1999, og féll hún í góðan jarðveg gangvart tónlistarheiminum og seldist hún vel. 7-14 Júní spiluðu COB þrjá tónleika í Japan, eina í Osaka og tvenna í Tokyo, uppselt var á alla tónleikana. Báðir tónleikarnir í Tokyo voru teknir upp og gefnir út í takmörkuðu magni með 10 myndum af tónleikunum. Svo fylgdi þriðja NB tónleikaferðlagið í þetta skipti með stóru nöfnunum frá Svíþjóð, In Flames, Dark Tranquillity og Arch Enemy og loksins spilaði Janne.

28.29 Júní fóru COB til Bandaríkjanna og spiluðu á Milwaukee Metal Fest XIV.

30. Október var plata ‘Follow The Reaper’ gefin út í Finnlandi. Platan kom svo út í Janúar í Evrópu og Febrúar í Bandaríkjunum. Hún náði að selja 50.000 eintök í Mið-Evrópu. Í Þýskalandi náði hún 46 sæti yfir mest seldustu plöturnar, Frakklandi náði hún 88 sæti og í Austrríki náði hún 38 sæti. Og heima náði hún þeim ótrúlega árangri að ná 3 sæti yfir mest seldustu plötur þar í landi (Finnlandi).

Nýjasta plata þeirra var gefin út í Finnlandi 30. Janúar og ber hún nafnið ‘Hate Crew Deathroll’.